Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2021 11:15 Tímamót í dag. Davíð, sem sjálfur fagnaði 73 ára afmæli sínu í vikunni, kveður Trump að hætti hússins. vísir/samsett „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ Þannig hefjast Staksteinar Morgunblaðsins á þessum sögulega degi þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirgefur Hvíta húsið. Dálkurinn, sem ýmsir telja að lýsi því best hvernig viðri hjá blaðinu og ritstjóranum Davíð Oddssyni, kallast á við skopmynd blaðsins. Sem sýnir Donald í líki Denna dæmalausa hlaupa hlæjandi í burtu frá þinghúsinu þar sem allt stendur í ljósum logum, og óeirðalögregla reynir að hafa hemil á mótmælendum. Zuckerberg „algerlega ógeðslegur náungi“ Í leiðaraskrifum blaðsins, þar sem oftar en ekki hefur verið borið blak að Trump, nokkuð sem er fátítt í öðrum vestrænum leiðaraskrifum, er fjallað um gagnrýni á tæknirisana. Sagt að ekki sé ólíklegt að Biden sé Twitter þakklátur fyrir að hafa þaggað niður í forvera hans en það kunni að reynast skammgóður vermir. Áður er vitnað til orða hagfræðingsins Nouriel Roubini í Der Spiegel. Staksteinar kallast á við skopteikningu Morgunblaðsins. Í Hádegismóum brosa menn í gegnum tárin, ef svo má að orði komast.skjáskot Morgunblaðið „Þar til nýlega aflaði Facebook fjár með sölu pólitískra auglýsinga og nú, við lok kjörtímabils Trumps, grípa þeir til aðgerða gegn honum. Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook, hugsar bara um peninga, hann er algerlega ógeðslegur náungi. Twitter og hinir samfélagsmiðlarnir eru slæmir, Facebook er verri.“ Þessi kínverska Wuhan-veira Það er svo í Staksteinum sem ritstjórinn veifar til Trump í kveðjuskyni. Með sínum hætti. Það gerir Davíð með því að vitna í Moggabloggarann Gunnar sem talar um um „kínversku Wuhan-veiruna“ sem Trump vildi kalla svo en ýmsum þótti óviðeigandi, svo mjög að það þótti tabú að kenna veiruna við Kína. Á flestum bæjum öðrum en á Morgunblaðinu. Stjórnmálaskýrendur vilja meina að kórónuveiran hafi orðið Trump að falli. „Ýmsir segja gagnslítið að grímubúast sem veiruvörn,“ segir Staksteinahöfundur í lok pistils síns. Þeir sem þekkja stílbrögð og gamansemi Davíðs, sem fagnaði 73 ára afmæli sínu í vikunni, þurfa ekki að velkjast í vafa um hver heldur um penna: „Staksteinum er ljóst að þeir gera lítið prívat og persónulega til að tryggja sig og aðra á veirutíð og setja því upp maska við öll tækifæri. Það skaðar ekki og bætir að auki útlitið í þeirra tilviki.“ Fjölmiðlar Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden sór embættiseið og tók við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Þannig hefjast Staksteinar Morgunblaðsins á þessum sögulega degi þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirgefur Hvíta húsið. Dálkurinn, sem ýmsir telja að lýsi því best hvernig viðri hjá blaðinu og ritstjóranum Davíð Oddssyni, kallast á við skopmynd blaðsins. Sem sýnir Donald í líki Denna dæmalausa hlaupa hlæjandi í burtu frá þinghúsinu þar sem allt stendur í ljósum logum, og óeirðalögregla reynir að hafa hemil á mótmælendum. Zuckerberg „algerlega ógeðslegur náungi“ Í leiðaraskrifum blaðsins, þar sem oftar en ekki hefur verið borið blak að Trump, nokkuð sem er fátítt í öðrum vestrænum leiðaraskrifum, er fjallað um gagnrýni á tæknirisana. Sagt að ekki sé ólíklegt að Biden sé Twitter þakklátur fyrir að hafa þaggað niður í forvera hans en það kunni að reynast skammgóður vermir. Áður er vitnað til orða hagfræðingsins Nouriel Roubini í Der Spiegel. Staksteinar kallast á við skopteikningu Morgunblaðsins. Í Hádegismóum brosa menn í gegnum tárin, ef svo má að orði komast.skjáskot Morgunblaðið „Þar til nýlega aflaði Facebook fjár með sölu pólitískra auglýsinga og nú, við lok kjörtímabils Trumps, grípa þeir til aðgerða gegn honum. Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook, hugsar bara um peninga, hann er algerlega ógeðslegur náungi. Twitter og hinir samfélagsmiðlarnir eru slæmir, Facebook er verri.“ Þessi kínverska Wuhan-veira Það er svo í Staksteinum sem ritstjórinn veifar til Trump í kveðjuskyni. Með sínum hætti. Það gerir Davíð með því að vitna í Moggabloggarann Gunnar sem talar um um „kínversku Wuhan-veiruna“ sem Trump vildi kalla svo en ýmsum þótti óviðeigandi, svo mjög að það þótti tabú að kenna veiruna við Kína. Á flestum bæjum öðrum en á Morgunblaðinu. Stjórnmálaskýrendur vilja meina að kórónuveiran hafi orðið Trump að falli. „Ýmsir segja gagnslítið að grímubúast sem veiruvörn,“ segir Staksteinahöfundur í lok pistils síns. Þeir sem þekkja stílbrögð og gamansemi Davíðs, sem fagnaði 73 ára afmæli sínu í vikunni, þurfa ekki að velkjast í vafa um hver heldur um penna: „Staksteinum er ljóst að þeir gera lítið prívat og persónulega til að tryggja sig og aðra á veirutíð og setja því upp maska við öll tækifæri. Það skaðar ekki og bætir að auki útlitið í þeirra tilviki.“
Fjölmiðlar Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden sór embættiseið og tók við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden sór embættiseið og tók við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01