Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Eiður Þór Árnason skrifar 20. janúar 2021 18:55 Jeffrey Ross Gunter, fráfarandi sendiherra, hefur verið ötull stuðningsmaður Donalds Trump. Bandaríska sendiráðið Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. Í yfirlýsingu sinni segir Gunter það hafa verið „gífurlegan heiður“ að fá að gegna stöðu sendiherra gagnvart Íslandi. „Ég verð að eilífu þakklátur og stoltur af gífurlega góðu teymi sendiráðsins og öllu því sem við höfum til lykta leitt fyrir Bandaríkin og Ísland. Þakka þér Trump forseti fyrir þetta gífurlega tækifæri.“ Talaði um kínaveiru og falsfréttir Óhætt er að segja að Gunter hafi vakið meiri athygli hér á landi en margir forverar hans. Í sumar greindi fréttastofa CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að sendiherrann vildi bera byssu á Íslandi og óskað eftir aukinni öryggisgæslu, þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi tilkynnt honum að hann væri ekki í neinni hættu. Í október síðastliðnum sakaði bandaríska sendiráðið svo Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ í færslu á Facebook-síðu sinni. Færslan kom í kjölfar fréttar á vef blaðsins um að starfsmaður sendiráðsins hafi greinst með Covid-19 áður en flutningi lauk í ný húsakynni þess við Laufásveg. Sendiráðið hafnaði því og sagði íslenskan starfsmann hafa smitast „löngu eftir“ að nýja sendiráðið hefði verið vígt. Fréttablaðið stóð við fréttaflutning sinn en starfsmenn sendiráðsins afturkölluðu samdægurs boð miðilsins í hringborðsumræður í sendiráðinu. Tísti í anda Trumps Fyrir þetta olli Gunter fjaðrafoki þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“ í júlí og brugðust margir illa við þeim ummælum hans. Í kjölfarið söfnuðu Bandaríkjamenn á Íslandi undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa sendiherranum úr landi. Gunter er virkur meðlimur í Repúblikanaflokknum og er meðal annars leiðtogi samtaka gyðinga innan flokksins. Gunter hefur verið ötull stuðningsmaður Trumps og meðal annars stutt framboð hans fjárhagslega. Þar að auki stýrði hann nefnd sem aflaði fjár fyrir þáverandi forseta í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og studdi Gunter einnig embættistökusjóð Trump verulega. Gunter var fyrir skipun sína reynslulaus sem erindreki en hafði um árabil starfað sem húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. 24. maí 2019 14:01 Bandaríski sendiherrann á Íslandi tístir um „ósýnilegu Kínaveiruna“ Sendiherrann var skipaður af Donald Trump á þarsíðasta ári. 20. júlí 2020 22:43 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. 9. nóvember 2020 19:42 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Í yfirlýsingu sinni segir Gunter það hafa verið „gífurlegan heiður“ að fá að gegna stöðu sendiherra gagnvart Íslandi. „Ég verð að eilífu þakklátur og stoltur af gífurlega góðu teymi sendiráðsins og öllu því sem við höfum til lykta leitt fyrir Bandaríkin og Ísland. Þakka þér Trump forseti fyrir þetta gífurlega tækifæri.“ Talaði um kínaveiru og falsfréttir Óhætt er að segja að Gunter hafi vakið meiri athygli hér á landi en margir forverar hans. Í sumar greindi fréttastofa CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að sendiherrann vildi bera byssu á Íslandi og óskað eftir aukinni öryggisgæslu, þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi tilkynnt honum að hann væri ekki í neinni hættu. Í október síðastliðnum sakaði bandaríska sendiráðið svo Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ í færslu á Facebook-síðu sinni. Færslan kom í kjölfar fréttar á vef blaðsins um að starfsmaður sendiráðsins hafi greinst með Covid-19 áður en flutningi lauk í ný húsakynni þess við Laufásveg. Sendiráðið hafnaði því og sagði íslenskan starfsmann hafa smitast „löngu eftir“ að nýja sendiráðið hefði verið vígt. Fréttablaðið stóð við fréttaflutning sinn en starfsmenn sendiráðsins afturkölluðu samdægurs boð miðilsins í hringborðsumræður í sendiráðinu. Tísti í anda Trumps Fyrir þetta olli Gunter fjaðrafoki þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“ í júlí og brugðust margir illa við þeim ummælum hans. Í kjölfarið söfnuðu Bandaríkjamenn á Íslandi undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa sendiherranum úr landi. Gunter er virkur meðlimur í Repúblikanaflokknum og er meðal annars leiðtogi samtaka gyðinga innan flokksins. Gunter hefur verið ötull stuðningsmaður Trumps og meðal annars stutt framboð hans fjárhagslega. Þar að auki stýrði hann nefnd sem aflaði fjár fyrir þáverandi forseta í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og studdi Gunter einnig embættistökusjóð Trump verulega. Gunter var fyrir skipun sína reynslulaus sem erindreki en hafði um árabil starfað sem húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. 24. maí 2019 14:01 Bandaríski sendiherrann á Íslandi tístir um „ósýnilegu Kínaveiruna“ Sendiherrann var skipaður af Donald Trump á þarsíðasta ári. 20. júlí 2020 22:43 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. 9. nóvember 2020 19:42 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. 24. maí 2019 14:01
Bandaríski sendiherrann á Íslandi tístir um „ósýnilegu Kínaveiruna“ Sendiherrann var skipaður af Donald Trump á þarsíðasta ári. 20. júlí 2020 22:43
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08
Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46
Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. 9. nóvember 2020 19:42
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent