Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2021 20:12 Á upptökunni sést hvernig vatnstraumurinn þyngist og meira og meira vatn tekur að flæða. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld sagði Jón Atli, sem tekinn var tali í húsakynnum skólans í beinni útsendingu, að málið væri mikið áfall. „Hér erum við á Háskólatorgi, hjarta háskólasvæðisins. Hér eru kennslustofur sem hafa orðið fyrir miklu tjóni og við þurfum að fara í að gera þær upp. Hér eru teppi sem eru ónýt, veggir sem þarf að taka í gegn og það eru hurðar sem eru laskaðar mjög. Þetta er mikið áfall,“ segir Jón Atli. Myndband úr öryggismyndavél fyrir utan háskólann sýnir hvernig vatn hóf að flæða í litlu magni og krafturinn jókst svo til muna, þannig að fljótt flæddi inn í hús háskólans. Myndbandið má sjá hér að ofan. Leita þurfi lausna Gimli, eitt af húsum háskólans, er rafmagnslaust sem stendur. Jón Atli segir að finna þurfi lausn á því og koma rafmagninu á sem allra fyrst. Þá hafi lekinn orðið þess valdandi að breyta hafi þurft áherslum varðandi staðkennslu, sem hefur verið takmörkuð upp á síðkastið. „Við erum í vandræðum. Þetta eru stofurnar hér á Háskólatorgi sem hafa verið notaðar í staðkennslu,“ segir Jón Atli. Hann segir ljóst að nú þurfi að finna aðrar lausnir í staðkennslu, en um þessar mundir fer meirihluti kennslu í háskólanum fram á netinu sökum kórónuveirufaraldursins. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, á vettvangi vatnslekans á háskólasvæðinu í morgun.Vísir/Egill „Það var brugðist hratt við og ég vil þakka starfsfólki Háskóla Íslands, og öllum þeim sem komu að þessu, slökkviliðinu til að mynda fyrir hvað þetta var samhent aðgerð. Mér finnst við hafa gert eins vel og við gátum, miðað við aðstæður sem við bjuggumst alls ekki við að lenda í,“ segir Jón Atli. Aðspurður hvort hann telji að háskólinn fái tjónið bætt, þar sem ríkið tryggir ekki stofnanir sínar, segist Jón Atli bjartsýnn. Hann segir þá ekki liggja fyrir hvort tjónið muni hafa áhrif á rekstur háskólans. „Við erum bjartsýn hvað þetta varðar. Veitur höfðu strax samband og hafa komið hingað og skoðað aðstæður. Við erum að vinna með þeim. Þetta er augljóslega tjón sem varð frá utanaðkomandi aðilum og við viljum vona að það verði bætt. Ef það verður ekki, þá verðum við bara að taka á því þegar þar að kemur en ég er tiltölulega bjartsýnn miðað við hvernig málin hafa þróast og upprunann, að þetta verði bætt,“ segir Jón Atli. Þá hafi verið haft samband við mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna málsins. Svörin þaðan hafi verið jákvæð. Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Miklar breytingar á starfi á Háskólatorgi og Gimli Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að öll kennsla sem fram hafi farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði nú rafræn. Þá verður jarðhæð í Gimli ónothæf næstu mánuði og sama gildi um fyrirlestrarsali á jarðhæð á Háskólatorgi. 21. janúar 2021 14:29 Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. 21. janúar 2021 10:58 Hafa dælt úr skólanum í hálfan sólarhring Slökkviliðsmenn sem eru að störfum í byggingum Háskóla Íslands eru nú farnir að sjá fyrir endann á aðgerðum á staðnum. Þeir vonast til að lokið verði við að dæla vatni af göngum skólans á næstu klukkutímum. 21. janúar 2021 12:52 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld sagði Jón Atli, sem tekinn var tali í húsakynnum skólans í beinni útsendingu, að málið væri mikið áfall. „Hér erum við á Háskólatorgi, hjarta háskólasvæðisins. Hér eru kennslustofur sem hafa orðið fyrir miklu tjóni og við þurfum að fara í að gera þær upp. Hér eru teppi sem eru ónýt, veggir sem þarf að taka í gegn og það eru hurðar sem eru laskaðar mjög. Þetta er mikið áfall,“ segir Jón Atli. Myndband úr öryggismyndavél fyrir utan háskólann sýnir hvernig vatn hóf að flæða í litlu magni og krafturinn jókst svo til muna, þannig að fljótt flæddi inn í hús háskólans. Myndbandið má sjá hér að ofan. Leita þurfi lausna Gimli, eitt af húsum háskólans, er rafmagnslaust sem stendur. Jón Atli segir að finna þurfi lausn á því og koma rafmagninu á sem allra fyrst. Þá hafi lekinn orðið þess valdandi að breyta hafi þurft áherslum varðandi staðkennslu, sem hefur verið takmörkuð upp á síðkastið. „Við erum í vandræðum. Þetta eru stofurnar hér á Háskólatorgi sem hafa verið notaðar í staðkennslu,“ segir Jón Atli. Hann segir ljóst að nú þurfi að finna aðrar lausnir í staðkennslu, en um þessar mundir fer meirihluti kennslu í háskólanum fram á netinu sökum kórónuveirufaraldursins. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, á vettvangi vatnslekans á háskólasvæðinu í morgun.Vísir/Egill „Það var brugðist hratt við og ég vil þakka starfsfólki Háskóla Íslands, og öllum þeim sem komu að þessu, slökkviliðinu til að mynda fyrir hvað þetta var samhent aðgerð. Mér finnst við hafa gert eins vel og við gátum, miðað við aðstæður sem við bjuggumst alls ekki við að lenda í,“ segir Jón Atli. Aðspurður hvort hann telji að háskólinn fái tjónið bætt, þar sem ríkið tryggir ekki stofnanir sínar, segist Jón Atli bjartsýnn. Hann segir þá ekki liggja fyrir hvort tjónið muni hafa áhrif á rekstur háskólans. „Við erum bjartsýn hvað þetta varðar. Veitur höfðu strax samband og hafa komið hingað og skoðað aðstæður. Við erum að vinna með þeim. Þetta er augljóslega tjón sem varð frá utanaðkomandi aðilum og við viljum vona að það verði bætt. Ef það verður ekki, þá verðum við bara að taka á því þegar þar að kemur en ég er tiltölulega bjartsýnn miðað við hvernig málin hafa þróast og upprunann, að þetta verði bætt,“ segir Jón Atli. Þá hafi verið haft samband við mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna málsins. Svörin þaðan hafi verið jákvæð.
Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Miklar breytingar á starfi á Háskólatorgi og Gimli Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að öll kennsla sem fram hafi farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði nú rafræn. Þá verður jarðhæð í Gimli ónothæf næstu mánuði og sama gildi um fyrirlestrarsali á jarðhæð á Háskólatorgi. 21. janúar 2021 14:29 Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. 21. janúar 2021 10:58 Hafa dælt úr skólanum í hálfan sólarhring Slökkviliðsmenn sem eru að störfum í byggingum Háskóla Íslands eru nú farnir að sjá fyrir endann á aðgerðum á staðnum. Þeir vonast til að lokið verði við að dæla vatni af göngum skólans á næstu klukkutímum. 21. janúar 2021 12:52 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Miklar breytingar á starfi á Háskólatorgi og Gimli Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að öll kennsla sem fram hafi farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði nú rafræn. Þá verður jarðhæð í Gimli ónothæf næstu mánuði og sama gildi um fyrirlestrarsali á jarðhæð á Háskólatorgi. 21. janúar 2021 14:29
Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. 21. janúar 2021 10:58
Hafa dælt úr skólanum í hálfan sólarhring Slökkviliðsmenn sem eru að störfum í byggingum Háskóla Íslands eru nú farnir að sjá fyrir endann á aðgerðum á staðnum. Þeir vonast til að lokið verði við að dæla vatni af göngum skólans á næstu klukkutímum. 21. janúar 2021 12:52