Reyna að koma rafmagni aftur á í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2021 11:32 Slökkviliðsmenn að störfum á Háskólatorgi í gær. Kristinn Jóhannesson sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs sést aftast á mynd. Vísir/Egill Hreinsunarstarf og uppbygging heldur áfram í Háskóla Íslands í dag eftir vatnsleka í húsnæði skólans í fyrrinótt. Á meðal verkefna dagsins er að gera við lyftur og koma rafmagni aftur á. Þá var unnt að opna Hámu og Bóksölu stúdenta á ný í morgun - en bið verður á opnun Stúdentakjallarans. Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í allmörgum byggingum Háskóla Íslands vegna vatnslekans. Í tilkynningu rektors til starfsfólks og nemenda í gær kemur fram að jarðhæðir Háskólatorgs og Gimli verði ónothæfar næstu mánuði. Hámu og Bóksölunni á Háskólatorgi var lokað í gær en voru opnaðar aftur í dag. Vonast var til að hægt yrði að opna Stúdentakjallarann á laugardag en það verður ekki fyrr en á þriðjudag. Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands.Kristinn Ingvarsson Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands, segir að hreinsunarstarf haldi áfram í skólanum í dag - mikið verk sé enn fyrir höndum. „Það er verið að vinna í að gera við búnað, svo sem eins og lyftur og reyna að koma rafmagni á, að minnsta kosti ljósarafmagni á bygginguna sem sló alveg út og skoða þann búnað sem bilaði í þessu flóði.“ Rektor háskólans sagðist í gær bjartsýnn á að tjónið, sem líklega hleypur á hundruð milljónum króna, fengist bætt. Kristinn segir að ekki sé komin skýrari mynd á umfang tjónsins frá því sem var í gær. „Við erum síðan að fara af stað í að meta tjónið í dag, fá til okkar sérfræðinga til að aðstoða okkur við það og síðan hefst bara uppbygging.“ Vatnsleki í Háskóla Íslands Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12 Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08 Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. 21. janúar 2021 10:58 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í allmörgum byggingum Háskóla Íslands vegna vatnslekans. Í tilkynningu rektors til starfsfólks og nemenda í gær kemur fram að jarðhæðir Háskólatorgs og Gimli verði ónothæfar næstu mánuði. Hámu og Bóksölunni á Háskólatorgi var lokað í gær en voru opnaðar aftur í dag. Vonast var til að hægt yrði að opna Stúdentakjallarann á laugardag en það verður ekki fyrr en á þriðjudag. Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands.Kristinn Ingvarsson Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands, segir að hreinsunarstarf haldi áfram í skólanum í dag - mikið verk sé enn fyrir höndum. „Það er verið að vinna í að gera við búnað, svo sem eins og lyftur og reyna að koma rafmagni á, að minnsta kosti ljósarafmagni á bygginguna sem sló alveg út og skoða þann búnað sem bilaði í þessu flóði.“ Rektor háskólans sagðist í gær bjartsýnn á að tjónið, sem líklega hleypur á hundruð milljónum króna, fengist bætt. Kristinn segir að ekki sé komin skýrari mynd á umfang tjónsins frá því sem var í gær. „Við erum síðan að fara af stað í að meta tjónið í dag, fá til okkar sérfræðinga til að aðstoða okkur við það og síðan hefst bara uppbygging.“
Vatnsleki í Háskóla Íslands Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12 Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08 Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. 21. janúar 2021 10:58 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12
Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08
Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. 21. janúar 2021 10:58