Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2021 12:42 Alexei Navalní í mótmælum í Moskvu árið 2018. AP/Evgeny Feldman Bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, hafa verið handteknir vegna ætlana þeirra um að halda mótmæli vegna handtöku Navalnís víða um Rússland á morgun. Meðal þeirra eru þær Lyubov Sobol, og Kira Jarmísj, talskona Navalnís. Sobol er aðgerðasinni sem var meinað að bjóða sig fram til borgarstjórnar Moskvu árið 2019 og var hún þá í forsvari fyrir umfangsmikil mótmæli í borginni. Samkvæmt frétt Moscow Times hefur Georgy Alburov, yfirmaður and-spillingaramtaka Navalnís (FBK) verið handtekinn, auk annarra sem starfa hjá samtökunum. Þeim hefur verið sleppt úr haldi lögreglu en öll eiga þau von á háum sektum og jafnvel stuttri fangelsisvist fyrir að kalla eftir mótmælum. AFP fréttaveitan segir að saksóknarar hafi varað fólk við því að taka þátt í mótmælunum. Það væri ólöglegt og á sama tíma hafa yfirvöld í Rússlandi kallað eftir því að samfélagsmiðlafyrirtæki eins og TikTok, fjarlægi færslur þar sem fólk er hvatt til að taka þátt í mótmælunum. Forsvarsmenn FBK hafa heitið því að borga sektir fólks fyrir að taka þátt í mótmælum. Þau byrjuðu að boða til mótmæla eftir að Navalní var handtekinn við komuna til Rússlands frá Þýsklandi fyrr í mánuðinum. Hann var svo úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald á meðan rétta á yfir honum vegna meints brots á skilorði. Sjá einnig: Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Með því að fara til Þýskalands á Navalní að hafa brotið gegn skilorðsdómi sem rann út í lok síðasta árs. BBC segir að það mál fari fyrir dómara þann 2. febrúar. Navalní var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í sumar. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní hefur sakað Valdimir Pútín, forseta Rússlands, um að bera ábyrgð á eitruninni. Mótmælin á morgun eiga einnig að snúast um stærðarinnar höll sem Navalní hefur sakað Pútín um að eiga. And-spillingarsamtökin FBK birtu langt myndband eftir að Navalní var handtekinn í síðustu viku, þar sem því er haldið fram að Pútín hafi látið byggja höllina fyrir sig við strendur Svartahafs. Myndbandið byggir á rannsókn FBK og í því fer Navalní yfir það hvernig höllin á að hafa verið byggð fyrir fé sem Pútín á að hafa fengið frá rússneskum auðjöfrum. Talsmaður Pútíns segir ekkert til í því að Pútín eigi höllina sem um ræðir. Í myndbandinu lýsir Navalní höllinni sem litlu konungsríki sem vaktað sé af Leyniþjónustu Rússlands, FSB. Þar megi finna spilavíti, neðanjarðar hokkívöll, vínekru og ýmislegt annað. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08 Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 22. desember 2020 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Sobol er aðgerðasinni sem var meinað að bjóða sig fram til borgarstjórnar Moskvu árið 2019 og var hún þá í forsvari fyrir umfangsmikil mótmæli í borginni. Samkvæmt frétt Moscow Times hefur Georgy Alburov, yfirmaður and-spillingaramtaka Navalnís (FBK) verið handtekinn, auk annarra sem starfa hjá samtökunum. Þeim hefur verið sleppt úr haldi lögreglu en öll eiga þau von á háum sektum og jafnvel stuttri fangelsisvist fyrir að kalla eftir mótmælum. AFP fréttaveitan segir að saksóknarar hafi varað fólk við því að taka þátt í mótmælunum. Það væri ólöglegt og á sama tíma hafa yfirvöld í Rússlandi kallað eftir því að samfélagsmiðlafyrirtæki eins og TikTok, fjarlægi færslur þar sem fólk er hvatt til að taka þátt í mótmælunum. Forsvarsmenn FBK hafa heitið því að borga sektir fólks fyrir að taka þátt í mótmælum. Þau byrjuðu að boða til mótmæla eftir að Navalní var handtekinn við komuna til Rússlands frá Þýsklandi fyrr í mánuðinum. Hann var svo úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald á meðan rétta á yfir honum vegna meints brots á skilorði. Sjá einnig: Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Með því að fara til Þýskalands á Navalní að hafa brotið gegn skilorðsdómi sem rann út í lok síðasta árs. BBC segir að það mál fari fyrir dómara þann 2. febrúar. Navalní var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í sumar. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní hefur sakað Valdimir Pútín, forseta Rússlands, um að bera ábyrgð á eitruninni. Mótmælin á morgun eiga einnig að snúast um stærðarinnar höll sem Navalní hefur sakað Pútín um að eiga. And-spillingarsamtökin FBK birtu langt myndband eftir að Navalní var handtekinn í síðustu viku, þar sem því er haldið fram að Pútín hafi látið byggja höllina fyrir sig við strendur Svartahafs. Myndbandið byggir á rannsókn FBK og í því fer Navalní yfir það hvernig höllin á að hafa verið byggð fyrir fé sem Pútín á að hafa fengið frá rússneskum auðjöfrum. Talsmaður Pútíns segir ekkert til í því að Pútín eigi höllina sem um ræðir. Í myndbandinu lýsir Navalní höllinni sem litlu konungsríki sem vaktað sé af Leyniþjónustu Rússlands, FSB. Þar megi finna spilavíti, neðanjarðar hokkívöll, vínekru og ýmislegt annað.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08 Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 22. desember 2020 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. 18. janúar 2021 10:42
Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39
Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08
Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 22. desember 2020 15:30