„Of mikil virðing fyrir þessu franska liði“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2021 19:05 Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk gegn Frökkum í kvöld. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat „Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði,“ sagði svekktur Sigvaldi Björn Guðjónsson eftir tapið gegn Frökkum á HM í handbolta í Egyptalandi. Ísland var 22-20 yfir um miðjan seinni hálfleik en varð að lokum að sætta sig við tap, 28-26. Sigvaldi setti stórt spurningamerki við dómgæsluna í leiknum, ekki síst þegar Yann Genty markvörður Frakka slapp við rautt spjald fyrir að koma út úr vítateignum til að stöðva hraðaupphlaup Íslands seint í leiknum. „Mér fannst við eiga meira skilið úr þessum leik. Við börðumst í sextíu mínútur og vorum tveimur mörkum yfir hérna í seinni hálfleik, og það var leiðinlegt að ná ekki að halda því. Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði. Mér fannst þetta ekki sanngjarnt, en svona getur þetta verið gegn svona liðum. Við erum ógeðslega svekktir en samt stoltir að sýna hvað við getum á móti þessum liðum. Við áttum meira skilið,“ sagði Sigvaldi sem átti flottan leik. Aðspurður hvað nákvæmlega hann teldi hafa verið að dómgæslunni sagði hornamaðurinn áreiðanlegi: „Þeir fengu oft að taka fjórða og fimmta skref. Svo var það þetta með Bjarka. Mér fannst það mjög skrýtið. Það er stórhættulegt þegar að markvörðurinn kemur svona út, og það var snerting þarna sem er náttúrulega bara rautt spjald. Það hefði örugglega breytt ýmsu. Svo voru ruðningar hér og þar, tvær mínútur á okkur, sem maður setur spurningamerki við. Auðvitað klúðrum við samt líka færum á mikilvægum augnablikum og það er svekkjandi,“ sagði Sigvaldi. Stemningin þannig í dag að við myndum vinna Sigvaldi lék við hlið Viggós Kristjánssonar sem hóf seinni hálfleik á að skora sex mörk úr sex skotum, á rétt um tíu mínútum: „Ég er bara í sjokki eiginlega ennþá. Því miður meiddist hann í lokin en hann var náttúrulega bara geggjaður og kom okkur inn í leikinn, og yfir. Mér fannst stemningin líka vera svona í allan dag, að við værum að fara að ná í sigur í þessum leik. Tilfinningin var einhvern veginn þannig. Því miður gekk það ekki,“ sagði Sigvaldi. Batamerkin voru þó augljós frá tapinu gegn Sviss: „Við keyrðum hraðaupphlaupin og skoruðum fullt af mörkum úr þeim, sem skiptir gríðarlegu máli fyrir okkur því við höfum átt í erfiðleikum í sóknarleiknum. Svo var mikið betra flæði. Við sendum boltann áfram í stað þess að stoppa og drippla. Þegar hraðaupphlaupin koma líka þá er þetta mjög gott. Með þessa vörn getum við svo unnið öll lið, hún er búin að vera frábær í marga leiki.“ HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 18:30 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Sjá meira
Ísland var 22-20 yfir um miðjan seinni hálfleik en varð að lokum að sætta sig við tap, 28-26. Sigvaldi setti stórt spurningamerki við dómgæsluna í leiknum, ekki síst þegar Yann Genty markvörður Frakka slapp við rautt spjald fyrir að koma út úr vítateignum til að stöðva hraðaupphlaup Íslands seint í leiknum. „Mér fannst við eiga meira skilið úr þessum leik. Við börðumst í sextíu mínútur og vorum tveimur mörkum yfir hérna í seinni hálfleik, og það var leiðinlegt að ná ekki að halda því. Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði. Mér fannst þetta ekki sanngjarnt, en svona getur þetta verið gegn svona liðum. Við erum ógeðslega svekktir en samt stoltir að sýna hvað við getum á móti þessum liðum. Við áttum meira skilið,“ sagði Sigvaldi sem átti flottan leik. Aðspurður hvað nákvæmlega hann teldi hafa verið að dómgæslunni sagði hornamaðurinn áreiðanlegi: „Þeir fengu oft að taka fjórða og fimmta skref. Svo var það þetta með Bjarka. Mér fannst það mjög skrýtið. Það er stórhættulegt þegar að markvörðurinn kemur svona út, og það var snerting þarna sem er náttúrulega bara rautt spjald. Það hefði örugglega breytt ýmsu. Svo voru ruðningar hér og þar, tvær mínútur á okkur, sem maður setur spurningamerki við. Auðvitað klúðrum við samt líka færum á mikilvægum augnablikum og það er svekkjandi,“ sagði Sigvaldi. Stemningin þannig í dag að við myndum vinna Sigvaldi lék við hlið Viggós Kristjánssonar sem hóf seinni hálfleik á að skora sex mörk úr sex skotum, á rétt um tíu mínútum: „Ég er bara í sjokki eiginlega ennþá. Því miður meiddist hann í lokin en hann var náttúrulega bara geggjaður og kom okkur inn í leikinn, og yfir. Mér fannst stemningin líka vera svona í allan dag, að við værum að fara að ná í sigur í þessum leik. Tilfinningin var einhvern veginn þannig. Því miður gekk það ekki,“ sagði Sigvaldi. Batamerkin voru þó augljós frá tapinu gegn Sviss: „Við keyrðum hraðaupphlaupin og skoruðum fullt af mörkum úr þeim, sem skiptir gríðarlegu máli fyrir okkur því við höfum átt í erfiðleikum í sóknarleiknum. Svo var mikið betra flæði. Við sendum boltann áfram í stað þess að stoppa og drippla. Þegar hraðaupphlaupin koma líka þá er þetta mjög gott. Með þessa vörn getum við svo unnið öll lið, hún er búin að vera frábær í marga leiki.“
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 18:30 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 18:30
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33