RARIK byggir fyrir 750 milljónir króna á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. janúar 2021 14:30 Skóflustungur að nýrri aðstöðu RARIK á Suðurlandi tóku þau (frá vinstri til hægri) Guðlaugur Valtýsson, deildarstjóri framkvæmdasviðs Suðurlandi, Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir, skrifstofustjóri Suðurlandi, Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri og Lárus Einarsson, deildarstjóri rekstrarsviðs á Suðurlandi. RARIK Umfangsmiklar framkvæmdir eru að fara af stað hjá RARIK á Suðurlandi því ákveðið hefur verið að byggja tvö ný hús undir starfsemin á Selfossi, sem munu kostar um sjö hundruð og fimmtíu milljónir króna. RARIK er með mikil umsvif á Suðurlandi en um 40% allra heimtaugaumsókna hjá fyrirtækinu á síðasta ári voru í Árnessýslu. Fyrstu skóflustungurnar af nýju húsunum voru teknar í gær en húsin munu rísa í Larsenstræti 4 á Selfossi við hliðina á Byko en húsin verða ný svæðisskrifstofa RARIK á Suðurlandi. Nýja aðstaðan mun auka hagræði í rekstri RARIK á Suðurlandi og jafnframt bæta vinnuskilyrði starfsmanna fyrirtækisins á svæðinu. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK segir þetta ánægjuleg tímamót. „Við erum með heilmikla starfsemi á Suðurlandi og það hefur verið mjög mikið um að vera í Árnessýslu í mörg ár. Það einfaldar auðvitað starfsemina að vera á einum stað heldur en að vera dreifð á Selfossi þar sem fólk er að vinna mikið saman. Undirbúningur verka annars vegar og síðan verkefnin, sem vinnuflokkarnir eru að vinna,“ segir Tryggvi Þór. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sem er mjög ánægður með þá uppbyggingu, sem er að fara af stað á Selfossi.RARIK Um er að ræða tvær nýjar byggingar, sem eru tæplega 1600 fermetrar að stærð með aðstöðu fyrir 24 starfsmenn. „Kostnaður er áætlaður um 750 milljónir. Það á samt enn þá eftir að útfæra einhverja þætti þannig að það liggur ekki alveg endanlega fyrir,“ bætir Tryggvi Þór við. Tryggvi Þór segir að umsvif RARIK séu mjög mikil á Suðurlandi, ekki síst í Árnessýslu þar sem miklar byggingaframkvæmdir eiga sér stað. „Já, það hefur verið gríðarlega mikið af heimtaugaumsóknum og nýjum heimtaugum tengdum á undanförnum árum. Mjög mikið auðvitað í frístundabyggðinni, þannig að það hefur verið mjög mikið umfang í nokkuð mörg ár og hefur í rauninni verið þannig að við höfum verið með jafnmargar umsóknir um nýjar heimtaugar í Árnessýslu eins og samtals á landinu á svæði RARIK, þó auðvitað eitthvað misjafnt,“ segir Tryggvi Þór. Afstöðumynd af mannvirkjunum við Larsenstræti 4 á Selfossi, sem RARIK er að fara að byggja.RARIK Árborg Húsnæðismál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Fyrstu skóflustungurnar af nýju húsunum voru teknar í gær en húsin munu rísa í Larsenstræti 4 á Selfossi við hliðina á Byko en húsin verða ný svæðisskrifstofa RARIK á Suðurlandi. Nýja aðstaðan mun auka hagræði í rekstri RARIK á Suðurlandi og jafnframt bæta vinnuskilyrði starfsmanna fyrirtækisins á svæðinu. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK segir þetta ánægjuleg tímamót. „Við erum með heilmikla starfsemi á Suðurlandi og það hefur verið mjög mikið um að vera í Árnessýslu í mörg ár. Það einfaldar auðvitað starfsemina að vera á einum stað heldur en að vera dreifð á Selfossi þar sem fólk er að vinna mikið saman. Undirbúningur verka annars vegar og síðan verkefnin, sem vinnuflokkarnir eru að vinna,“ segir Tryggvi Þór. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sem er mjög ánægður með þá uppbyggingu, sem er að fara af stað á Selfossi.RARIK Um er að ræða tvær nýjar byggingar, sem eru tæplega 1600 fermetrar að stærð með aðstöðu fyrir 24 starfsmenn. „Kostnaður er áætlaður um 750 milljónir. Það á samt enn þá eftir að útfæra einhverja þætti þannig að það liggur ekki alveg endanlega fyrir,“ bætir Tryggvi Þór við. Tryggvi Þór segir að umsvif RARIK séu mjög mikil á Suðurlandi, ekki síst í Árnessýslu þar sem miklar byggingaframkvæmdir eiga sér stað. „Já, það hefur verið gríðarlega mikið af heimtaugaumsóknum og nýjum heimtaugum tengdum á undanförnum árum. Mjög mikið auðvitað í frístundabyggðinni, þannig að það hefur verið mjög mikið umfang í nokkuð mörg ár og hefur í rauninni verið þannig að við höfum verið með jafnmargar umsóknir um nýjar heimtaugar í Árnessýslu eins og samtals á landinu á svæði RARIK, þó auðvitað eitthvað misjafnt,“ segir Tryggvi Þór. Afstöðumynd af mannvirkjunum við Larsenstræti 4 á Selfossi, sem RARIK er að fara að byggja.RARIK
Árborg Húsnæðismál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira