„Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2021 16:59 Arnar Pétursson og Logi Geirsson grínast hér í Seinni bylgjunni en þeir voru töluvert alvarlegri í HM stofu dagsins á RÚV. Stöð 2 Sport Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var vægast sagt ósáttur í viðtali við RÚV eftir tapleikinn gegn Frakklandi á dögunum. Þar lét hann sérfræðinga RÚV fá það óþvegið. Var þetta rætt í HM stofu dagsins fyrir leik Íslands og Noregs. „Algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta … þetta eru niðrandi ummæli og hefur farið illa í hópinn og mig,“ sagði Guðmundur til að mynda í eldfimi viðtali eftir leik. Sérfræðingar RÚV eru Logi Geirsson – fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í handbolta – og Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Landsliðsþjálfari kvenna að rassskella landsliðsþjálfara karla í beinni. Vel svarað hjá Adda en þetta er ekki þægileg staða fyrir HSÍ.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) January 24, 2021 „Mér var brugðið að sjá landsliðsþjálfarann í þessum ham eftir leikinn. Verð að segja eins og er, mér finnst leiðinlegt að koma hérna í aðra HM stofu í röð og þurfa í raun og veru að verja skoðanir og væntingar til liðsins fyrir landsliðsþjálfaranum og þurfa að hlusta á þetta. Við erum ekki hafnir yfir gagnrýni – eins og ég kom inn á í síðasta þætti – við höfum skoðanir á því sem er verið að gera og það er í lagi gagnrýna það,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Við höfum þó reynt að vera minnsta kosti kurteisir, við höfum reynt að vera jákvæðir og við höfum eftir hvern einasta leik hrósað því sem vel er gert. Meira að segja það mikið að í sumum tilfellum höfum við verið skammaðir, til að mynda eftir leikina gegn Marokkó og Alsír. Eftir leikinn gegn Sviss vorum við – eins og aðrir – ekki sáttur við spilamennsku liðsins og gagnrýndum spilamennskuna. Held að það hafi verið fyllilega verðskuldað. Ég er hissa á Gumma, ég er hissa á þessum viðbrögðum og finnst það í raun og veru sorglegt. Fyrir handboltann, fyrir allt það jákvæða sem er í gangi – umfjöllun og annað – þá finnst mér þetta vera sorglegt,“ sagði Arnar um viðbrögð Guðmundar landsliðsþjálfara. Handboltasérfræðingar RÚV, Arnar Pétursson ( @Minnaermeira ) og Logi Geirsson, ( @logigeirsson ) svöruðu fyrir ummæli Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara, sem gagnrýndi þá félaga harðlega í viðtali eftir tapleikinn gegn Frökkum. #hmruv pic.twitter.com/gmWrdkVaxc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 24, 2021 „Hann mætir náttúrulega strax eftir tapleik í engu jafnvægi og lætur allt gossa. Svo það sé alveg á hreinu þá vita allir heilvita menn að leik íslenska liðsins er ekki stjórnað héðan af okkur úr sjónvarpsal. Það er svo margt sem passar ekki í þessu. Þetta er bara þannig að staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar,“ bætti Logi við að lokum. Ísland mætir Noregi í síðasta leik liðsins á HM í handbolta sem fram fer í Egyptalandi. Hefst leikurinn nú klukkan 17.00. Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Viggó meiddur - Þrír markverðir í íslenska hópnum Ísland mætir Noregi kl. 17 í dag í síðasta leik sínum á HM í Egyptalandi. 24. janúar 2021 16:08 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var vægast sagt ósáttur í viðtali við RÚV eftir tapleikinn gegn Frakklandi á dögunum. Þar lét hann sérfræðinga RÚV fá það óþvegið. Var þetta rætt í HM stofu dagsins fyrir leik Íslands og Noregs. „Algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta … þetta eru niðrandi ummæli og hefur farið illa í hópinn og mig,“ sagði Guðmundur til að mynda í eldfimi viðtali eftir leik. Sérfræðingar RÚV eru Logi Geirsson – fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í handbolta – og Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Landsliðsþjálfari kvenna að rassskella landsliðsþjálfara karla í beinni. Vel svarað hjá Adda en þetta er ekki þægileg staða fyrir HSÍ.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) January 24, 2021 „Mér var brugðið að sjá landsliðsþjálfarann í þessum ham eftir leikinn. Verð að segja eins og er, mér finnst leiðinlegt að koma hérna í aðra HM stofu í röð og þurfa í raun og veru að verja skoðanir og væntingar til liðsins fyrir landsliðsþjálfaranum og þurfa að hlusta á þetta. Við erum ekki hafnir yfir gagnrýni – eins og ég kom inn á í síðasta þætti – við höfum skoðanir á því sem er verið að gera og það er í lagi gagnrýna það,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Við höfum þó reynt að vera minnsta kosti kurteisir, við höfum reynt að vera jákvæðir og við höfum eftir hvern einasta leik hrósað því sem vel er gert. Meira að segja það mikið að í sumum tilfellum höfum við verið skammaðir, til að mynda eftir leikina gegn Marokkó og Alsír. Eftir leikinn gegn Sviss vorum við – eins og aðrir – ekki sáttur við spilamennsku liðsins og gagnrýndum spilamennskuna. Held að það hafi verið fyllilega verðskuldað. Ég er hissa á Gumma, ég er hissa á þessum viðbrögðum og finnst það í raun og veru sorglegt. Fyrir handboltann, fyrir allt það jákvæða sem er í gangi – umfjöllun og annað – þá finnst mér þetta vera sorglegt,“ sagði Arnar um viðbrögð Guðmundar landsliðsþjálfara. Handboltasérfræðingar RÚV, Arnar Pétursson ( @Minnaermeira ) og Logi Geirsson, ( @logigeirsson ) svöruðu fyrir ummæli Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara, sem gagnrýndi þá félaga harðlega í viðtali eftir tapleikinn gegn Frökkum. #hmruv pic.twitter.com/gmWrdkVaxc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 24, 2021 „Hann mætir náttúrulega strax eftir tapleik í engu jafnvægi og lætur allt gossa. Svo það sé alveg á hreinu þá vita allir heilvita menn að leik íslenska liðsins er ekki stjórnað héðan af okkur úr sjónvarpsal. Það er svo margt sem passar ekki í þessu. Þetta er bara þannig að staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar,“ bætti Logi við að lokum. Ísland mætir Noregi í síðasta leik liðsins á HM í handbolta sem fram fer í Egyptalandi. Hefst leikurinn nú klukkan 17.00.
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Viggó meiddur - Þrír markverðir í íslenska hópnum Ísland mætir Noregi kl. 17 í dag í síðasta leik sínum á HM í Egyptalandi. 24. janúar 2021 16:08 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Viggó meiddur - Þrír markverðir í íslenska hópnum Ísland mætir Noregi kl. 17 í dag í síðasta leik sínum á HM í Egyptalandi. 24. janúar 2021 16:08