Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2021 11:25 Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað Kristianstad í tólf ár og verður þar eitthvað lengur. kristianstad Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. Elísabet greinir frá þessu í viðtali á Fótbolta.net. Þar segist hún hafa haft mikinn áhuga á að taka við landsliðinu og sé svekkt að það hafi ekki gengið eftir. Elísabet er þjálfari Kristianstad í Svíþjóð og vildi stýra liðinu á næsta tímabili samhliða því að þjálfa landsliðið. Að hennar sögn virtist KSÍ opið fyrir því fyrirkomulagi en fyrir helgi kom annað hljóð í strokkinn. Elísabetu var að ekki gengi að þjálfa bæði landsliðið og Kristianstad og hún yrði að hætta með sænska liðið innan þriggja mánaða ef hún ætlaði að taka við landsliðinu. Hún er þegar byrjuð að undirbúa næsta tímabil með Kristianstad og var ekki tilbúin að stökkva frá borði. „Þau höfðu samband við mig í byrjun janúar og ég fór á tvo fundi með þeim. Ég hef líka átt einhver mini samtöl þess á milli. Við höfum rætt það í tvær vikur að ég þjálfi Kristianstad áfram í ár og landsliðið og að ég myndi síðan hætta hérna úti og fara alfarið í landsliðsverkefnið. Ég ætla að vera alveg hreinskilin, ég hélt að við værum að finna lausn á þessu. Þetta er kóróna ár og það eru færri verkefni á venjulegu ári. Ég var mjög skýr, ég hef ótrúlega mikinn áhuga á þessu starfi og vildi finna lausn á þessu,“ sagði Elísabet við Fótbolta.net. „Þau höfðu samband í janúar og þá var ég búin að skrifa undir samning hér. Ég túlkaði þetta eins og það væri vilji til að finna lausn á þessu. Á fimmtudaginn voru þau komin í hring með það að það gengi ekki að gera þetta saman í ár og ég yrði að hætta hérna innan þriggja mánaða. Að koma með það sem skilmála 20. janúar er of seint. Ég er ekki þannig, hvorki sem manneskja né þjálfari, að labba frá liðinu þegar ég er búin að standa fyrir framan liðið og ræða markmið og strategíu fyrir árið. Ég get bara ekki gert það. Þar af leiðandi var það nei af beggja hálfu,“ bætti Elísabet við. Hlýt að hafa mistúlkað þetta brjálæðislega Hún segist greinilega hafa mistúlkað vilja KSÍ í þessu máli og er svekkt að dæmið hafi ekki gengið upp. „Ég er drullusvekkt með þetta. Svona er þetta. Ég ber virðingu fyrir því að þau vilji ekki vera með þjálfara í tvöföldu starfi. Ég hlýt að hafa mistúlkað þetta brjálæðislega því mér fannst okkar viðræður vera þannig að við værum að finna lausn á þessu. Ég held að sá vilji hafi ekki endilega verið til staðar. Maður verður að bera virðingu fyrir því og vona að þeir ráði góðan mann í starfið. Þetta er rosalega spennandi lið að þjálfa,“ sagði Elísabet. Lesa má viðtalið með því að smella hér. EM 2021 í Englandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira
Elísabet greinir frá þessu í viðtali á Fótbolta.net. Þar segist hún hafa haft mikinn áhuga á að taka við landsliðinu og sé svekkt að það hafi ekki gengið eftir. Elísabet er þjálfari Kristianstad í Svíþjóð og vildi stýra liðinu á næsta tímabili samhliða því að þjálfa landsliðið. Að hennar sögn virtist KSÍ opið fyrir því fyrirkomulagi en fyrir helgi kom annað hljóð í strokkinn. Elísabetu var að ekki gengi að þjálfa bæði landsliðið og Kristianstad og hún yrði að hætta með sænska liðið innan þriggja mánaða ef hún ætlaði að taka við landsliðinu. Hún er þegar byrjuð að undirbúa næsta tímabil með Kristianstad og var ekki tilbúin að stökkva frá borði. „Þau höfðu samband við mig í byrjun janúar og ég fór á tvo fundi með þeim. Ég hef líka átt einhver mini samtöl þess á milli. Við höfum rætt það í tvær vikur að ég þjálfi Kristianstad áfram í ár og landsliðið og að ég myndi síðan hætta hérna úti og fara alfarið í landsliðsverkefnið. Ég ætla að vera alveg hreinskilin, ég hélt að við værum að finna lausn á þessu. Þetta er kóróna ár og það eru færri verkefni á venjulegu ári. Ég var mjög skýr, ég hef ótrúlega mikinn áhuga á þessu starfi og vildi finna lausn á þessu,“ sagði Elísabet við Fótbolta.net. „Þau höfðu samband í janúar og þá var ég búin að skrifa undir samning hér. Ég túlkaði þetta eins og það væri vilji til að finna lausn á þessu. Á fimmtudaginn voru þau komin í hring með það að það gengi ekki að gera þetta saman í ár og ég yrði að hætta hérna innan þriggja mánaða. Að koma með það sem skilmála 20. janúar er of seint. Ég er ekki þannig, hvorki sem manneskja né þjálfari, að labba frá liðinu þegar ég er búin að standa fyrir framan liðið og ræða markmið og strategíu fyrir árið. Ég get bara ekki gert það. Þar af leiðandi var það nei af beggja hálfu,“ bætti Elísabet við. Hlýt að hafa mistúlkað þetta brjálæðislega Hún segist greinilega hafa mistúlkað vilja KSÍ í þessu máli og er svekkt að dæmið hafi ekki gengið upp. „Ég er drullusvekkt með þetta. Svona er þetta. Ég ber virðingu fyrir því að þau vilji ekki vera með þjálfara í tvöföldu starfi. Ég hlýt að hafa mistúlkað þetta brjálæðislega því mér fannst okkar viðræður vera þannig að við værum að finna lausn á þessu. Ég held að sá vilji hafi ekki endilega verið til staðar. Maður verður að bera virðingu fyrir því og vona að þeir ráði góðan mann í starfið. Þetta er rosalega spennandi lið að þjálfa,“ sagði Elísabet. Lesa má viðtalið með því að smella hér.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira