Metár í fjölda nýrra íbúða í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2021 21:01 Áttatíu og þrjár íbúðir verða í tveimur meginbyggingum og þeirri þriðju sem er mun minni á BYKO reitnum. +Arkitektar Metfjöldi íbúða var í byggingu í Reykjavík á síðasta ári þegar bygging yfir ellefu hundruð íbúða hófst. Líkur eru á mikili grósku á þessu ári en deiliskipulag liggur fyrir varðandi fjögur þúsund og níu hundruð íbúðir, meðal annars á BYKO reitnum þar sem rísa munu rúmlega áttatíu íbúðir. Í síðustu viku hófust vinnuvélar og menn handa við að rífa hús sem staðið hefur autt undanfarin ár á horni Hringbrautar og Ánanausta. Niðurrif eldri byggingar á BYKO reitnum er langt komið. Byggingaframkvæmdir hefjast síðan um páskana.Stöð 2/Arnar Niðurrifið á húsinu við Hringbraut er langt komið. Þeir síðustu sem skelltu hurðinni á eftir sér þar var Matvöruverslunin Víðir fyrir nokkrum árum. Þar á undan hafði BYKO verið í húsinu í all mörg ár. Húsið var hins vegar upprunalega byggt fyrir bifreiðastöðina Steindór. Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir mikla eftirspurn eftir nýjum íbúðum í gamla Vesturbænum þar sem lítið hafi verið byggt síðustu hálfu öldina.Stöð 2/Arnar Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir að áttatíu og þrjár íbúðir verða byggðar á lóðinni í tveimur meginbyggingum og þeirri þriðju sem verði mun minni. „Það sem verður byggt hér að framanverðu meðfram Hringbrautinni verður bogalaga bygging sem kallast á við hið fræga JL-hús hinum megin götunnar. Tveggja til fimm hæða hús upp á einhverjar 45 íbúðir. Svo þrjátíu og fimm íbúðir þar fyrir aftan Sólvallagötu meginn,“ segir Jónas Þór. Í húsunum verði blanda tveggja til fjögurra herbergja íbúða ásamt fáeinum fimm herbergja og stúdíó íbúðum. Jónas óttast ekki að fólk setji fyrir sig að stór hluti íbúðanna snúi að hinni umferðarmiklu Hringbraut. Sameiginlegur garður verður milli bygginganna fyrir íbúa húsanna.+Arkitektar „Auk þess eru ákveðin áform um breytingar hjá Vegagerðinni og borginni á hringtorginu hérna sem hægir enn frekar á umferðinni. Svo er það þannig að á jarðhæðinni sem snýr út að Hringbrautinni verður atvinnuhúsnæði,“ segir Jónas Þór. Reiknað sé með að byggingaframkvæmdir hefjist um páska og verði að mestu lokið eftir tvö ár. „Það er nánast varla hægt að tala um nema hundrað íbúðir eða svo sem hafa verið byggðar nýjar nálægt þessum stað (gamla Vesturbænum) síðustu hálfa öldina,“ segir Jónas Þór. Eftirspurnin sé því mikil. Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. 27. desember 2020 18:35 Eigið húsnæði fyrir tekjulága Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. 25. september 2020 10:17 Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Í síðustu viku hófust vinnuvélar og menn handa við að rífa hús sem staðið hefur autt undanfarin ár á horni Hringbrautar og Ánanausta. Niðurrif eldri byggingar á BYKO reitnum er langt komið. Byggingaframkvæmdir hefjast síðan um páskana.Stöð 2/Arnar Niðurrifið á húsinu við Hringbraut er langt komið. Þeir síðustu sem skelltu hurðinni á eftir sér þar var Matvöruverslunin Víðir fyrir nokkrum árum. Þar á undan hafði BYKO verið í húsinu í all mörg ár. Húsið var hins vegar upprunalega byggt fyrir bifreiðastöðina Steindór. Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir mikla eftirspurn eftir nýjum íbúðum í gamla Vesturbænum þar sem lítið hafi verið byggt síðustu hálfu öldina.Stöð 2/Arnar Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir að áttatíu og þrjár íbúðir verða byggðar á lóðinni í tveimur meginbyggingum og þeirri þriðju sem verði mun minni. „Það sem verður byggt hér að framanverðu meðfram Hringbrautinni verður bogalaga bygging sem kallast á við hið fræga JL-hús hinum megin götunnar. Tveggja til fimm hæða hús upp á einhverjar 45 íbúðir. Svo þrjátíu og fimm íbúðir þar fyrir aftan Sólvallagötu meginn,“ segir Jónas Þór. Í húsunum verði blanda tveggja til fjögurra herbergja íbúða ásamt fáeinum fimm herbergja og stúdíó íbúðum. Jónas óttast ekki að fólk setji fyrir sig að stór hluti íbúðanna snúi að hinni umferðarmiklu Hringbraut. Sameiginlegur garður verður milli bygginganna fyrir íbúa húsanna.+Arkitektar „Auk þess eru ákveðin áform um breytingar hjá Vegagerðinni og borginni á hringtorginu hérna sem hægir enn frekar á umferðinni. Svo er það þannig að á jarðhæðinni sem snýr út að Hringbrautinni verður atvinnuhúsnæði,“ segir Jónas Þór. Reiknað sé með að byggingaframkvæmdir hefjist um páska og verði að mestu lokið eftir tvö ár. „Það er nánast varla hægt að tala um nema hundrað íbúðir eða svo sem hafa verið byggðar nýjar nálægt þessum stað (gamla Vesturbænum) síðustu hálfa öldina,“ segir Jónas Þór. Eftirspurnin sé því mikil.
Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. 27. desember 2020 18:35 Eigið húsnæði fyrir tekjulága Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. 25. september 2020 10:17 Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. 27. desember 2020 18:35
Eigið húsnæði fyrir tekjulága Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. 25. september 2020 10:17
Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18