Vill fækka nagladekkjum með gjaldtöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. janúar 2021 14:49 Svifryksmengun í borginni fer reglulega yfir heilsuverndarmörk. vísir/Vilhelm „Mér finnst það ákveðinn veruleikaflótti hjá þeim sem halda að þetta snúist bara um að borgin geti þrifið göturnar betur og að enginn þurfi að breyta sinni hegðun,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunráðs Reykjavíkurborgar. Svifryksmengun er hitamál í borginni um þessar mundir líkt og oft áður. Málið var til umræðu á fundi samgönguráðs í morgun og hjá umhverfis- og heilbrigðisráði í síðustu viku. Svifryksmengun fer reglulega yfir heilsuverndarmörk í borginni og eru umferð og útblástur bíla helsta orsökin, þá sér í lagi bíla á nagladekkjum. Aðrir þættir skipta þó máli og þar má nefna slit á vegum, tegund vegyfirborðs og götuþrif. Í bókun meirihluta umhverfis- og heilbrigðisráðs segir að staðan sé óásættanleg. Draga þurfi úr nagladekkjanotkun. Tónninn var svipaður í umhverfis- og samgönguráði í morgun og meirihlutinn áréttaði bókun sína um nauðsyn heimildar til að sporna við notkun nagladekkja. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í ráðinu, fer yfir fundinn í stöðuuppfærslu á Facebook og segir götuþvott árangurríkustu leiðina til að minnka svifryk. Fundi skipulags- og samgönguráðs var að ljúka - þar var kynntur ævintýralegur úrdráttur úr skýrslu um svifrik. Í...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Miðvikudagur, 27. janúar 2021 Í nýlegri skýrslu Vegagerðarinnar segir að nagladekkjum í umferðinni þurfi að fækka verulega til að markmið íslenskra stjórnvalda um að svifryk fari aldrei yfir heilsuverndarmörk náist. Í dag er talið að um 42 prósent bíla í höfuðborginni séu á negldum dekkjum og í skýrslunni segir að koma þyrfti hlutfallinu niður í 20 prósent til að koma í veg fyrir „gráa daga“. Það eitt og sér dugar þó ekki til og hefur Vegagerðin bent á að einnig sé hægt að lækka hámarkshraða, bleyta götur og draga úr umferð. Reykjavíkurborg hefur ítrekað krafist lagaheimildar frá ríkinu til að banna notkun nagladekkja innan borgarinnar en án árangurs. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar.vísir/Vilhelm Aðspurður um stöðu málsins segist Pawel hugnast gjaldtaka betur en bann. „Mér hugnast betur að leyfa þeim sem vilja að greiða fyrir það að menga. Markmiðið með gjaldtöku væri þó vissulega ekki að áfram yrðu um fjörutíu prósent bíla í umferðinni á nöglum og bara peningur í kassanum hjá borginni.“ Hann bendir á að nagladekkjum í umferðinni hafi fækkað verulega og málið snúist því einnig um hugarfarsbreytingu. Gjaldtaka gæti hraðað þróuninni en lagaheimild þyrfti til. Hann segir heimildina bráðnauðsynlega en ber þó hóflegar væntingar. „Það hafa komið tillögur að heimildum til gjaldtöku í lagafrumvörpum en því hefur verið kippt út,“ segir Pawel og bætir við að slíkt sé auðvelda leiðin með umdeild ákvæði sem þetta. „Ég tel kannski ólíklegt að slík hemild fáist núna á meðan þessi ríkisstjórn er. Ég les allavega ekki stöðuna á þingi þannig að svona mál myndi fara auðveldlega í gegn.“ Umhverfismál Reykjavík Nagladekk Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Svifryksmengun er hitamál í borginni um þessar mundir líkt og oft áður. Málið var til umræðu á fundi samgönguráðs í morgun og hjá umhverfis- og heilbrigðisráði í síðustu viku. Svifryksmengun fer reglulega yfir heilsuverndarmörk í borginni og eru umferð og útblástur bíla helsta orsökin, þá sér í lagi bíla á nagladekkjum. Aðrir þættir skipta þó máli og þar má nefna slit á vegum, tegund vegyfirborðs og götuþrif. Í bókun meirihluta umhverfis- og heilbrigðisráðs segir að staðan sé óásættanleg. Draga þurfi úr nagladekkjanotkun. Tónninn var svipaður í umhverfis- og samgönguráði í morgun og meirihlutinn áréttaði bókun sína um nauðsyn heimildar til að sporna við notkun nagladekkja. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í ráðinu, fer yfir fundinn í stöðuuppfærslu á Facebook og segir götuþvott árangurríkustu leiðina til að minnka svifryk. Fundi skipulags- og samgönguráðs var að ljúka - þar var kynntur ævintýralegur úrdráttur úr skýrslu um svifrik. Í...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Miðvikudagur, 27. janúar 2021 Í nýlegri skýrslu Vegagerðarinnar segir að nagladekkjum í umferðinni þurfi að fækka verulega til að markmið íslenskra stjórnvalda um að svifryk fari aldrei yfir heilsuverndarmörk náist. Í dag er talið að um 42 prósent bíla í höfuðborginni séu á negldum dekkjum og í skýrslunni segir að koma þyrfti hlutfallinu niður í 20 prósent til að koma í veg fyrir „gráa daga“. Það eitt og sér dugar þó ekki til og hefur Vegagerðin bent á að einnig sé hægt að lækka hámarkshraða, bleyta götur og draga úr umferð. Reykjavíkurborg hefur ítrekað krafist lagaheimildar frá ríkinu til að banna notkun nagladekkja innan borgarinnar en án árangurs. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar.vísir/Vilhelm Aðspurður um stöðu málsins segist Pawel hugnast gjaldtaka betur en bann. „Mér hugnast betur að leyfa þeim sem vilja að greiða fyrir það að menga. Markmiðið með gjaldtöku væri þó vissulega ekki að áfram yrðu um fjörutíu prósent bíla í umferðinni á nöglum og bara peningur í kassanum hjá borginni.“ Hann bendir á að nagladekkjum í umferðinni hafi fækkað verulega og málið snúist því einnig um hugarfarsbreytingu. Gjaldtaka gæti hraðað þróuninni en lagaheimild þyrfti til. Hann segir heimildina bráðnauðsynlega en ber þó hóflegar væntingar. „Það hafa komið tillögur að heimildum til gjaldtöku í lagafrumvörpum en því hefur verið kippt út,“ segir Pawel og bætir við að slíkt sé auðvelda leiðin með umdeild ákvæði sem þetta. „Ég tel kannski ólíklegt að slík hemild fáist núna á meðan þessi ríkisstjórn er. Ég les allavega ekki stöðuna á þingi þannig að svona mál myndi fara auðveldlega í gegn.“
Umhverfismál Reykjavík Nagladekk Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira