„Hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2021 18:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill stíga varlega til jarðar í öllum tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lítið þurfi út af að bregða til að kórónuveirufaraldurinn fari aftur af stað. Veiran sé enn úti í samfélaginu, þó það sé í litlum mæli. Fara þurfi mjög hægt í tilslakanir. Þórólfur ræddi stöðu faraldursins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði stöðuna fína; ánægjulegt væri að allir sem greindust með veiruna í gær hefðu verið í sóttkví. Síðustu sex daga hafa allir þeir sem greinast innanlands verið í sóttkví, samkvæmt tölum á Covid.is. Þar er meðtalinn 21. janúar, þegar enginn greindist með veiruna. Góð staða miðað við Norðurlöndin Núverandi samkomutakmarkanir gilda til 17. febrúar. Þórólfur var nokkuð jákvæður í garð mögulegra tilslakana. „Ég held að það gæti alveg orðið ef þetta heldur svona áfram en ég held við ættum að fara okkur mjög hægt,“ sagði Þórólfur, sem sat fund með sóttvarnalæknum Norðurlandanna í morgun. „Og þar er ástandið bara mjög slæmt. Það er nánast allt lokað og nú eru þeir að reyna að ná tökum á landamærunum, sem við erum búin að gera síðan síðastliðið sumar. Og nú eru menn allt í einu að sjá hvað er mikilvægt að takmarka flæði af veirunni erlendis frá. Við erum með mjög góða stöðu þannig að við eigum að reyna að halda henni og við höldum henni með því að fara okkur hægt í afléttingum. Veiran er enn þá úti í samfélaginu, í litlum mæli. En hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað.“ Engar persónugreinanlegar upplýsingar til Pfizer Þá sagði Þórólfur allt „á lágu nótunum“ í viðræðum við lyfjaframleiðandann Pfizer, sem staðið hafa yfir síðustu vikur. Ekkert væri að frétta og fólk væri „að hugsa málið“. En hvaða upplýsingar fengi Pfizer ef af rannsókninni yrði? „Þá myndi þetta vera rannsókn sem við gerðum. Engar persónugreinanlegar upplýsingar myndu fara til Pfizer, heldur bara myndu þessar upplýsingar sem við erum með deilast með þeim, það er að segja hversu margir bólusettir eru að greinast með veiruna, hversu margir óbólusettir eru að greinast með veiruna og þar fram eftir götunum.“ Ekki rétt að nota bóluefni sem upplýsingar fást ekki um Kína og Rússland hafa þróað sín eigin bóluefni við kórónuveirunni, sem þegar hafa verið gefin fólki í löndunum tveimur. Þórólfur sagði mjög erfitt að fá upplýsingar um þessi bóluefni. „Það er mjög erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar um hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á þessum bóluefnum og það sem maður hefur séð hefur verið gert á mjög fáum einstaklingum. Þannig að ég myndi nú ekki telja að það væri rétt að vera að fá eitthvert bóluefni sem við fáum ekki góðar upplýsingar um, um hvernig hefur gengið með í rannsóknum, bæði aukaverkanir og hvernig það virkar, bara til að fá eitthvað bóluefni,“ sagði Þórólfur. „Við verðum að vera viss um það að það bóluefni sem við ætlum að fara að bjóða þjóðinni sé eins vel rannsakað og eins góðar og hagstæðar niðurstöður úr þeim rannsóknum eins og mögulegt er.“ Þá nefndi Þórólfur að bæði á mánudag og í gær hefðu margir mætt í sýnatöku, sem væri ánægjulegt. Sóttvarnayfirvöld höfðu áður lýst yfir áhyggjum af því að fólk með einkenni mætti ekki í sýnatöku vegna fárra smita sem greinast. Heilt yfir kvað Þórólfur stöðuna góða en mörgum spurningum væri ósvarað. „Mér finnst þetta líta ágætlega út og niðurstöður úr rannsóknum á þessum bóluefnum eru bara mjög góðar. En það á eftir að svara fullt af spurningum um þessi bóluefni sem við erum að bjóðast til að reyna að svara með þessari samvinnu við Pfizer en það er bara ekki komið á neinn endapunkt enn þá,“ sagði Þórólfur. „Meðan það er munum við koma til með að mjatla þessu í þjóðina, eins og við fáum. Og ég held að það muni aukast þegar AstraZeneca fær leyfið og Janssen fær leyfið þá förum við náttúrulega að fá meira af bóluefni. [..] Þannig að ef við fáum ekki meira bóluefni en við teljum núna þá tekur þetta einhverjar vikur eða mánuði að fá stóran hluta þjóðarinnar bólusettan.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Evrópusambandið biðlar til AstraZeneca að standa við gefin loforð Evrópusambandið hefur biðlað til lyfjaframleiðandans AstraZeneca að afhenda því fleiri skammta af bóluefni framleiðandans við Covid-19 en ætlað er. Fyrirtækið er sagt ekki geta afhent skammtana sem samningar segja til um vegna vandræða við framleiðslu. 27. janúar 2021 18:05 Fyrstu innanlandssmitin í marga mánuði og opna mögulega ekki landamærin á þessu ári Þrír Nýsjálendingar hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í marga mánuði. Ein kona greindist smituð í síðustu viku og tveir í dag. Öll þrjú luku nýverið sóttkví í sama farsóttahúsinu í borginni Auckland. 27. janúar 2021 11:18 Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þórólfur ræddi stöðu faraldursins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði stöðuna fína; ánægjulegt væri að allir sem greindust með veiruna í gær hefðu verið í sóttkví. Síðustu sex daga hafa allir þeir sem greinast innanlands verið í sóttkví, samkvæmt tölum á Covid.is. Þar er meðtalinn 21. janúar, þegar enginn greindist með veiruna. Góð staða miðað við Norðurlöndin Núverandi samkomutakmarkanir gilda til 17. febrúar. Þórólfur var nokkuð jákvæður í garð mögulegra tilslakana. „Ég held að það gæti alveg orðið ef þetta heldur svona áfram en ég held við ættum að fara okkur mjög hægt,“ sagði Þórólfur, sem sat fund með sóttvarnalæknum Norðurlandanna í morgun. „Og þar er ástandið bara mjög slæmt. Það er nánast allt lokað og nú eru þeir að reyna að ná tökum á landamærunum, sem við erum búin að gera síðan síðastliðið sumar. Og nú eru menn allt í einu að sjá hvað er mikilvægt að takmarka flæði af veirunni erlendis frá. Við erum með mjög góða stöðu þannig að við eigum að reyna að halda henni og við höldum henni með því að fara okkur hægt í afléttingum. Veiran er enn þá úti í samfélaginu, í litlum mæli. En hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað.“ Engar persónugreinanlegar upplýsingar til Pfizer Þá sagði Þórólfur allt „á lágu nótunum“ í viðræðum við lyfjaframleiðandann Pfizer, sem staðið hafa yfir síðustu vikur. Ekkert væri að frétta og fólk væri „að hugsa málið“. En hvaða upplýsingar fengi Pfizer ef af rannsókninni yrði? „Þá myndi þetta vera rannsókn sem við gerðum. Engar persónugreinanlegar upplýsingar myndu fara til Pfizer, heldur bara myndu þessar upplýsingar sem við erum með deilast með þeim, það er að segja hversu margir bólusettir eru að greinast með veiruna, hversu margir óbólusettir eru að greinast með veiruna og þar fram eftir götunum.“ Ekki rétt að nota bóluefni sem upplýsingar fást ekki um Kína og Rússland hafa þróað sín eigin bóluefni við kórónuveirunni, sem þegar hafa verið gefin fólki í löndunum tveimur. Þórólfur sagði mjög erfitt að fá upplýsingar um þessi bóluefni. „Það er mjög erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar um hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á þessum bóluefnum og það sem maður hefur séð hefur verið gert á mjög fáum einstaklingum. Þannig að ég myndi nú ekki telja að það væri rétt að vera að fá eitthvert bóluefni sem við fáum ekki góðar upplýsingar um, um hvernig hefur gengið með í rannsóknum, bæði aukaverkanir og hvernig það virkar, bara til að fá eitthvað bóluefni,“ sagði Þórólfur. „Við verðum að vera viss um það að það bóluefni sem við ætlum að fara að bjóða þjóðinni sé eins vel rannsakað og eins góðar og hagstæðar niðurstöður úr þeim rannsóknum eins og mögulegt er.“ Þá nefndi Þórólfur að bæði á mánudag og í gær hefðu margir mætt í sýnatöku, sem væri ánægjulegt. Sóttvarnayfirvöld höfðu áður lýst yfir áhyggjum af því að fólk með einkenni mætti ekki í sýnatöku vegna fárra smita sem greinast. Heilt yfir kvað Þórólfur stöðuna góða en mörgum spurningum væri ósvarað. „Mér finnst þetta líta ágætlega út og niðurstöður úr rannsóknum á þessum bóluefnum eru bara mjög góðar. En það á eftir að svara fullt af spurningum um þessi bóluefni sem við erum að bjóðast til að reyna að svara með þessari samvinnu við Pfizer en það er bara ekki komið á neinn endapunkt enn þá,“ sagði Þórólfur. „Meðan það er munum við koma til með að mjatla þessu í þjóðina, eins og við fáum. Og ég held að það muni aukast þegar AstraZeneca fær leyfið og Janssen fær leyfið þá förum við náttúrulega að fá meira af bóluefni. [..] Þannig að ef við fáum ekki meira bóluefni en við teljum núna þá tekur þetta einhverjar vikur eða mánuði að fá stóran hluta þjóðarinnar bólusettan.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Evrópusambandið biðlar til AstraZeneca að standa við gefin loforð Evrópusambandið hefur biðlað til lyfjaframleiðandans AstraZeneca að afhenda því fleiri skammta af bóluefni framleiðandans við Covid-19 en ætlað er. Fyrirtækið er sagt ekki geta afhent skammtana sem samningar segja til um vegna vandræða við framleiðslu. 27. janúar 2021 18:05 Fyrstu innanlandssmitin í marga mánuði og opna mögulega ekki landamærin á þessu ári Þrír Nýsjálendingar hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í marga mánuði. Ein kona greindist smituð í síðustu viku og tveir í dag. Öll þrjú luku nýverið sóttkví í sama farsóttahúsinu í borginni Auckland. 27. janúar 2021 11:18 Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Evrópusambandið biðlar til AstraZeneca að standa við gefin loforð Evrópusambandið hefur biðlað til lyfjaframleiðandans AstraZeneca að afhenda því fleiri skammta af bóluefni framleiðandans við Covid-19 en ætlað er. Fyrirtækið er sagt ekki geta afhent skammtana sem samningar segja til um vegna vandræða við framleiðslu. 27. janúar 2021 18:05
Fyrstu innanlandssmitin í marga mánuði og opna mögulega ekki landamærin á þessu ári Þrír Nýsjálendingar hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í marga mánuði. Ein kona greindist smituð í síðustu viku og tveir í dag. Öll þrjú luku nýverið sóttkví í sama farsóttahúsinu í borginni Auckland. 27. janúar 2021 11:18
Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34