„Hefði viljað ná henni núna því ég er ekki viss um að við náum henni seinna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. janúar 2021 19:04 Helena ræddi um komandi landsliðsþjálfara í viðtali á Stöð 2 í kvöld. vísir/skjáskot Helena Ólafsdóttir, spekingur Stöð 2 Sport og fyrrum landsliðsþjálfari kvenna, hefði viljað sjá Elísabetu Gunnarsdóttur taka við kvennalandsliðinu í fótbolta. Þetta sagði hún í Sportpakkanum á Stöð 2. Það kom ljós í síðustu viku að Elísabet myndi ekki taka við íslenska landsliðinu. Samningaviðræður KSÍ og hennar gengu ekki upp og sagði Elísabet sjálf að hún hefði verið verulega óhress með það. „Það er verið að ræða um tvo frábæra þjálfara. Maður sá ákveðinn sjarma í að að Beta yrði ráðin í starfið. Í upphafi viðræðna hafa menn væntanlega gert sér grein fyrir því að hún er nýbúin að skrifa undir samning við Kristianstad og því þyrfti að leysa þetta ár sem hún væri að stýra tveimur liðum. Ég var því hissa á að þetta hafi ekki gengið upp því þeir fóru í viðræðurnar með þessa vitneskju. Að mati KSÍ hefur hún of mikið á sinni könnu,“ sagði Helena. „Í þessu tilfelli þá ætlaði hún bara að klára árið í Svíþjóð. Það eru æfingaleikir með landsliðinu í vor og undankeppni í haust en ég hefði haldið, með góðum aðstoðarmanni, að þá væri hægt að bjarga þessu þar sem hún hefur mikinn áhuga á landsliðsstarfinu. Ég sá fyrir mér að hún yrði næstu fimm árin með þetta landslið.“ Elísabet hefur lengi verið við störf í sænska boltanum þar sem hún þjálfar lið Kristianstad og hefur gert þar frábæra hluti. „Ég held að það hefði verið hægt að leysa þetta því það eru fordæmi fyrir því. Það sem hræðir mig er að ég hefði viljað ná henni núna því ég er ekki viss um að við náum henni seinna.“ „Hún er að fara í Meistaradeildina með Kristianstad og er búin að vinna þrekvirki þar. Ég get séð hana fara í eitthvað stærra og meira og ég veit ekki hvar við yrðum í röðinni þegar þar að kemur. Það er framtíðin og enginn veit hver hún verður.“ Næstur á blaði, að mati Helenu og svo margra annarra, er margfaldi Íslandmeistarinn Þorsteinn Halldórsson. Þorsteinn þjálfar í dag lið Breiðabliks. „Það lítur allt út fyrir að það verði Þorsteinn og ég fagna því að það verði maður sem gjörþekkir íslenska fótboltann. Bæði hefur hann þjálfað marga hér heima og erlendis. Það er það sem skiptir máli.“ „Það er ekkert alltaf sem eins góðir kostir hafa verið í boði. Það sem er svekkjandi við að hafa misst af Betu er að hún er hámenntuð, búin að taka hæstu gráðuna í þjálfum og er tilbúin. En það er Steini líka. Hann hefur verið lengi með Blika og þetta er kannski sjálfsagt skref á hans ferli.“ Klippa: Sportpakkinn - Helena um landsliðsþjálfarastarfið KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari byrjar á leik gegn Frökkum Fyrsti leikur nýs þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta verður gegn ógnarsterku liði Frakka. 26. janúar 2021 11:16 Ekki ásættanlegt að gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi „Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um þá niðurstöðu að ráða ekki Elísabetu Gunnarsdóttur í starf landsliðsþjálfara samhliða starfi hennar sem þjálfari Kristianstad. 25. janúar 2021 12:54 Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. 25. janúar 2021 11:25 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Sjá meira
Það kom ljós í síðustu viku að Elísabet myndi ekki taka við íslenska landsliðinu. Samningaviðræður KSÍ og hennar gengu ekki upp og sagði Elísabet sjálf að hún hefði verið verulega óhress með það. „Það er verið að ræða um tvo frábæra þjálfara. Maður sá ákveðinn sjarma í að að Beta yrði ráðin í starfið. Í upphafi viðræðna hafa menn væntanlega gert sér grein fyrir því að hún er nýbúin að skrifa undir samning við Kristianstad og því þyrfti að leysa þetta ár sem hún væri að stýra tveimur liðum. Ég var því hissa á að þetta hafi ekki gengið upp því þeir fóru í viðræðurnar með þessa vitneskju. Að mati KSÍ hefur hún of mikið á sinni könnu,“ sagði Helena. „Í þessu tilfelli þá ætlaði hún bara að klára árið í Svíþjóð. Það eru æfingaleikir með landsliðinu í vor og undankeppni í haust en ég hefði haldið, með góðum aðstoðarmanni, að þá væri hægt að bjarga þessu þar sem hún hefur mikinn áhuga á landsliðsstarfinu. Ég sá fyrir mér að hún yrði næstu fimm árin með þetta landslið.“ Elísabet hefur lengi verið við störf í sænska boltanum þar sem hún þjálfar lið Kristianstad og hefur gert þar frábæra hluti. „Ég held að það hefði verið hægt að leysa þetta því það eru fordæmi fyrir því. Það sem hræðir mig er að ég hefði viljað ná henni núna því ég er ekki viss um að við náum henni seinna.“ „Hún er að fara í Meistaradeildina með Kristianstad og er búin að vinna þrekvirki þar. Ég get séð hana fara í eitthvað stærra og meira og ég veit ekki hvar við yrðum í röðinni þegar þar að kemur. Það er framtíðin og enginn veit hver hún verður.“ Næstur á blaði, að mati Helenu og svo margra annarra, er margfaldi Íslandmeistarinn Þorsteinn Halldórsson. Þorsteinn þjálfar í dag lið Breiðabliks. „Það lítur allt út fyrir að það verði Þorsteinn og ég fagna því að það verði maður sem gjörþekkir íslenska fótboltann. Bæði hefur hann þjálfað marga hér heima og erlendis. Það er það sem skiptir máli.“ „Það er ekkert alltaf sem eins góðir kostir hafa verið í boði. Það sem er svekkjandi við að hafa misst af Betu er að hún er hámenntuð, búin að taka hæstu gráðuna í þjálfum og er tilbúin. En það er Steini líka. Hann hefur verið lengi með Blika og þetta er kannski sjálfsagt skref á hans ferli.“ Klippa: Sportpakkinn - Helena um landsliðsþjálfarastarfið
KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari byrjar á leik gegn Frökkum Fyrsti leikur nýs þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta verður gegn ógnarsterku liði Frakka. 26. janúar 2021 11:16 Ekki ásættanlegt að gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi „Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um þá niðurstöðu að ráða ekki Elísabetu Gunnarsdóttur í starf landsliðsþjálfara samhliða starfi hennar sem þjálfari Kristianstad. 25. janúar 2021 12:54 Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. 25. janúar 2021 11:25 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Sjá meira
Nýr landsliðsþjálfari byrjar á leik gegn Frökkum Fyrsti leikur nýs þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta verður gegn ógnarsterku liði Frakka. 26. janúar 2021 11:16
Ekki ásættanlegt að gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi „Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um þá niðurstöðu að ráða ekki Elísabetu Gunnarsdóttur í starf landsliðsþjálfara samhliða starfi hennar sem þjálfari Kristianstad. 25. janúar 2021 12:54
Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. 25. janúar 2021 11:25