„Kemur vel til greina“ að slaka fyrr á samkomutakmörkunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2021 11:37 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það koma vel til greina að slaka á samkomutakmörkunum fyrir 17. febrúar ef innanlandssmit halda áfram að vera fá og nýgengi innanlandssmita sömuleiðis. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hún kveður meðal annars á um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra reglu og grímuskyldu þar sem ekki er hægt að tryggja metrana tvo. Þá mega líkamsræktarstöðvar hafa opið fyrir hópatíma og sundlaugar eru einnig opnar. Nýgengi innanlandssmita hefur ekki verið eins lágt og það er nú síðan í lok júlí. Þá hafa aðeins níutíu manns greinst með kórónuveiruna innanlands það sem af er árinu 2021 og hefur mikill meirihluti þeirra verið í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði í framsögu sinni á fundinum að núna væri ekki tími til að slaka á aðgerðum en takmarkanirnar væru í sífelldri endurskoðun. Það væri alls ekki útilokað að það yrði hægt að fara í tilslakanir á næstunni. Rifjaði upp hvernig staðan gjörbreyttist á einni viku í september Þegar hann var svo spurður að því hvort það kæmi til greina að slaka mögulega fyrr á samkomutakmörkunum, það er áður en núverandi reglugerð fellur úr gildi, var hann afdráttarlaus í svari. „Já, það kemur vel til greina,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist hins vegar ekki geta sagt mikið um það hvenær hægt yrði að fara í frekari tilslakanir en sagði þó ef smittölur yrðu áfram svona lágar næstu vikuna þá væri ekkert að því að slaka frekar á. Þórólfur lagði þó áherslu á það þyrfti að fara mjög varlega í allar tilslakanir svo að ekki kæmi bakslag í faraldurinn. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, talaði á svipuðum nótum og rifjaði það upp í byrjun fundarins hvernig staðan var 11. til 18. september. Þá hefði fjölda greindra smita á degi hverjum farið úr einu í 74 á einni viku. Það þyrfti ekki nema eitt smit til að koma stórri bylgju af stað. Skilaboð yfirvalda væru því áfram þau að fólk ætti ekki að slaka á heldur fylgja áfram leiðbeiningum og sinna persónubundnum sóttvörnum og fara í sýnatöku ef maður fyndi fyrir einkennum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hún kveður meðal annars á um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra reglu og grímuskyldu þar sem ekki er hægt að tryggja metrana tvo. Þá mega líkamsræktarstöðvar hafa opið fyrir hópatíma og sundlaugar eru einnig opnar. Nýgengi innanlandssmita hefur ekki verið eins lágt og það er nú síðan í lok júlí. Þá hafa aðeins níutíu manns greinst með kórónuveiruna innanlands það sem af er árinu 2021 og hefur mikill meirihluti þeirra verið í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði í framsögu sinni á fundinum að núna væri ekki tími til að slaka á aðgerðum en takmarkanirnar væru í sífelldri endurskoðun. Það væri alls ekki útilokað að það yrði hægt að fara í tilslakanir á næstunni. Rifjaði upp hvernig staðan gjörbreyttist á einni viku í september Þegar hann var svo spurður að því hvort það kæmi til greina að slaka mögulega fyrr á samkomutakmörkunum, það er áður en núverandi reglugerð fellur úr gildi, var hann afdráttarlaus í svari. „Já, það kemur vel til greina,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist hins vegar ekki geta sagt mikið um það hvenær hægt yrði að fara í frekari tilslakanir en sagði þó ef smittölur yrðu áfram svona lágar næstu vikuna þá væri ekkert að því að slaka frekar á. Þórólfur lagði þó áherslu á það þyrfti að fara mjög varlega í allar tilslakanir svo að ekki kæmi bakslag í faraldurinn. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, talaði á svipuðum nótum og rifjaði það upp í byrjun fundarins hvernig staðan var 11. til 18. september. Þá hefði fjölda greindra smita á degi hverjum farið úr einu í 74 á einni viku. Það þyrfti ekki nema eitt smit til að koma stórri bylgju af stað. Skilaboð yfirvalda væru því áfram þau að fólk ætti ekki að slaka á heldur fylgja áfram leiðbeiningum og sinna persónubundnum sóttvörnum og fara í sýnatöku ef maður fyndi fyrir einkennum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira