Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. janúar 2021 14:01 Frá vettvangi slyssins í júlí 2018. Vísir/Jóhann K. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu. Í ákærunni segir að konan hafi ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða þegar hún tók fram úr annarri bifreið sem ekið var sömu leið, án nægilegrar aðgæslu. Við framúraksturinn hafi hún farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á öðrum bíl sem hafði beygt af Þingvallavegi og inn Æsustaðaveg í suður. Aksturshraðinn er ekki tilgreindur í ákæru en í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að konan hafi ekið allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð, eða á um 102-124 kílómetra hraða. Hámarkshraði á veginum var 70 km/klst. Hraði hins bílsins var um 30-50 km/klst. Ökumaður bílsins hlaut alvarlega áverka, meðal annars brot á hálshrygg, rifbrot, mjaðmagrindarbrot, spjaldbeinsbrot, herðablaðsbrot og viðbeinsbrot. En farþeginn lést. Konan er ákærð fyrir brot á hegningar- og umferðarlögum. Farið er fram á að hún verði dæmd til refsingar og fjölskylda hinnar látnu fer fram á samtals tíu milljónir króna í miskabætur. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar lýsa vitni „glæfralegum framúrakstri“ og mat nefndin það sem svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að konan hafi ekið fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Íbúar í Mosfellsbæ boðuðu til íbúafundar í kjölfar slyssins en þeir hafa lengi barist fyrir bættu umferðaröryggi á svæðinu. Það var ekki í fyrsta sinn sem áhyggjufullir íbúar komu saman vegna umferðaröryggis því þeir héldu fyrst íbúafund árið 2016 þar sem þeir kröfðust úrbóta. Þeir sögðust upplifa það sem svo að ekki sé hlustað á þá og þeirra áhyggjur og þá þori íbúar ekki að hafa hesta á beit úti við því þá muni ferðamenn stoppa úti í vegakanti til að taka myndir með tilheyrandi hættu. Í framhaldinu var gripið til endurbóta á yfirborðsmerkingum á veginum, þar sem framúrakstur var bannaður með óbrotinni miðlínu. Samgönguslys Mosfellsbær Lögreglumál Tengdar fréttir Segir íbúa Mosfellsdals tilbúna með málningarrúllu, muni Vegagerðin ekki mála heila línu á Þingvallarveg innan viku 25. júlí 2018 19:30 Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 „Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Í ákærunni segir að konan hafi ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða þegar hún tók fram úr annarri bifreið sem ekið var sömu leið, án nægilegrar aðgæslu. Við framúraksturinn hafi hún farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á öðrum bíl sem hafði beygt af Þingvallavegi og inn Æsustaðaveg í suður. Aksturshraðinn er ekki tilgreindur í ákæru en í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að konan hafi ekið allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð, eða á um 102-124 kílómetra hraða. Hámarkshraði á veginum var 70 km/klst. Hraði hins bílsins var um 30-50 km/klst. Ökumaður bílsins hlaut alvarlega áverka, meðal annars brot á hálshrygg, rifbrot, mjaðmagrindarbrot, spjaldbeinsbrot, herðablaðsbrot og viðbeinsbrot. En farþeginn lést. Konan er ákærð fyrir brot á hegningar- og umferðarlögum. Farið er fram á að hún verði dæmd til refsingar og fjölskylda hinnar látnu fer fram á samtals tíu milljónir króna í miskabætur. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar lýsa vitni „glæfralegum framúrakstri“ og mat nefndin það sem svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að konan hafi ekið fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Íbúar í Mosfellsbæ boðuðu til íbúafundar í kjölfar slyssins en þeir hafa lengi barist fyrir bættu umferðaröryggi á svæðinu. Það var ekki í fyrsta sinn sem áhyggjufullir íbúar komu saman vegna umferðaröryggis því þeir héldu fyrst íbúafund árið 2016 þar sem þeir kröfðust úrbóta. Þeir sögðust upplifa það sem svo að ekki sé hlustað á þá og þeirra áhyggjur og þá þori íbúar ekki að hafa hesta á beit úti við því þá muni ferðamenn stoppa úti í vegakanti til að taka myndir með tilheyrandi hættu. Í framhaldinu var gripið til endurbóta á yfirborðsmerkingum á veginum, þar sem framúrakstur var bannaður með óbrotinni miðlínu.
Samgönguslys Mosfellsbær Lögreglumál Tengdar fréttir Segir íbúa Mosfellsdals tilbúna með málningarrúllu, muni Vegagerðin ekki mála heila línu á Þingvallarveg innan viku 25. júlí 2018 19:30 Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 „Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Segir íbúa Mosfellsdals tilbúna með málningarrúllu, muni Vegagerðin ekki mála heila línu á Þingvallarveg innan viku 25. júlí 2018 19:30
Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30
„Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent