Spánverjarnir gáfu tóninn í upphafi leiks. Þeir komust í 4-0 og voru fimm mörkum yfir eftir stundarfjórðung, 11-6. Aðeins náðu Frakkarnir að laga muninn fyrir hlé en þá stóðu leikar 16-13.
Þeir spænsku héldu tröllatökum á leiknum í síðari hálfleik. Frakkar minnkuðu mest muninn í fjögur mörk en lokatölur urðu að endingu 35-29.
Bræðurnir Alex og Daniel Dujshebaev voru markahæstir í liði Spánar. Alex gerði átta og Daniel sex. Rodrigo Corrales var með rúmlega fjörutíu prósent markvörslu í marki Spánar.
Hugo Descat skoraði sjö mörk fyrir Frakka. Nicolas Tournat og Ludovic Fabregas gerðu fjögur hvor.
Most goals in a World Championship bronze match by one team:
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 31, 2021
🆕35 (SPAIN against France in 2021
34 (Denmark against France in 2007)
31 (Poland against Denmark in 2009)
31 (Croatia against Slovenia in 2013)
31 (Slovenia against Croatia in 2017)#handball #egypt2021