Steinhissa og kveðst ekki vita hvort Kjartan laug Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2021 11:31 Kjartan Henry Finnbogason með boltann í leik með Horsens gegn Bröndby. Getty/Lars Ronbog Danska knattspyrnufélagið Horsens samþykkti beiðni Kjartans Henry Finnbogasonar um riftun samnings svo að hann gæti farið heim til Íslands. Íþróttastjóri Horsens var því steinhissa þegar tilkynnt var í morgun að Kjartan yrði áfram í Danmörku enn um sinn. Esbjerg, sem leikur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar í næstefstu deild Danmerkur, tilkynnti í morgun að félagið hefði gert samning við Kjartan sem gildir til 30. júní. Aðeins tveir dagar eru síðan að hann fékk samningnum við Horsens rift. Í viðtali við Fótbolta.net segir Kjartan að hlutirnir hafi gerst hratt eftir að samningnum var rift. Ólafur Kristjánsson hafi þá haft samband. „Tímabilið heima byrjar ekki fyrr en í byrjun maí. Ég vildi ekki bora í nefið í febrúar og mars á meðan við erum að pakka hérna úti og koma fjölskyldunni heim,“ sagði Kjartan við Fótbolta.net. Kjartan segist hafa heyrt í íslenskum knattspyrnufélögum en að það „þyrfti ansi mikið til“ svo að hann færi í annað lið en KR á Íslandi. Þá sé ekki útilokað að hann framlengi samninginn við Esbjerg, þó að líklegast sé að hann komi heim, hugsanlega í kringum upphaf Íslandsmótsins í vor en annars þegar félagskiptaglugginn opnist aftur 1. júlí. Segir Kjartan hafa lýst yfir skýrum vilja til að fara frá Danmörku Ljóst er að það kemur forráðamönnum og stuðningsmönnum Horsens rækilega á óvart að Kjartan ætli að spila áfram í Danmörku næstu mánuðina, eftir að hafa fengið samningi sínum rift á þeim forsendum að hann væri á leið heim til Íslands. „Ég verð að viðurkenna að þessu bjóst ég ekki við,“ sagði Niels Erik Söndergaard, íþróttastjóri Horsens, við Ekstrabladet. „Við settumst niður með Kjartani og hann gaf það skýrt til kynna að hann vildi fara heim til Íslands af persónulegum ástæðum, og að hann hefði engan áhuga á að spila áfram í Danmörku. Það kemur mér því verulega á óvart að hann skuli núna fara að spila í Esbjerg,“ sagði Söndergaard. Fljótt að breytast í fótboltaheiminum sem er stundum svolítið rotinn Söndergaard kveðst ekki bitur yfir niðurstöðunni en viðurkennir að þeir sem hafi verið lengur en hann hjá Esbjerg geti verið það. „Ég get bara sagt að hlutirnir eru fljótir að gerast í fótboltaheiminum, sem er stundum svolítið rotinn,“ sagði Söndergaard. En finnst honum Kjartan hafa logið til að losna undan samningi? „Það veit ég ekki. Kjartan verður að svara því hvað breyttist frá því að við töluðum saman, og hvað gerðist varðandi Esbjerg. Ég vil bara segja að ég er hissa en svo nær það ekki lengra,“ sagði Söndergaard. Danski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Sjá meira
Esbjerg, sem leikur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar í næstefstu deild Danmerkur, tilkynnti í morgun að félagið hefði gert samning við Kjartan sem gildir til 30. júní. Aðeins tveir dagar eru síðan að hann fékk samningnum við Horsens rift. Í viðtali við Fótbolta.net segir Kjartan að hlutirnir hafi gerst hratt eftir að samningnum var rift. Ólafur Kristjánsson hafi þá haft samband. „Tímabilið heima byrjar ekki fyrr en í byrjun maí. Ég vildi ekki bora í nefið í febrúar og mars á meðan við erum að pakka hérna úti og koma fjölskyldunni heim,“ sagði Kjartan við Fótbolta.net. Kjartan segist hafa heyrt í íslenskum knattspyrnufélögum en að það „þyrfti ansi mikið til“ svo að hann færi í annað lið en KR á Íslandi. Þá sé ekki útilokað að hann framlengi samninginn við Esbjerg, þó að líklegast sé að hann komi heim, hugsanlega í kringum upphaf Íslandsmótsins í vor en annars þegar félagskiptaglugginn opnist aftur 1. júlí. Segir Kjartan hafa lýst yfir skýrum vilja til að fara frá Danmörku Ljóst er að það kemur forráðamönnum og stuðningsmönnum Horsens rækilega á óvart að Kjartan ætli að spila áfram í Danmörku næstu mánuðina, eftir að hafa fengið samningi sínum rift á þeim forsendum að hann væri á leið heim til Íslands. „Ég verð að viðurkenna að þessu bjóst ég ekki við,“ sagði Niels Erik Söndergaard, íþróttastjóri Horsens, við Ekstrabladet. „Við settumst niður með Kjartani og hann gaf það skýrt til kynna að hann vildi fara heim til Íslands af persónulegum ástæðum, og að hann hefði engan áhuga á að spila áfram í Danmörku. Það kemur mér því verulega á óvart að hann skuli núna fara að spila í Esbjerg,“ sagði Söndergaard. Fljótt að breytast í fótboltaheiminum sem er stundum svolítið rotinn Söndergaard kveðst ekki bitur yfir niðurstöðunni en viðurkennir að þeir sem hafi verið lengur en hann hjá Esbjerg geti verið það. „Ég get bara sagt að hlutirnir eru fljótir að gerast í fótboltaheiminum, sem er stundum svolítið rotinn,“ sagði Söndergaard. En finnst honum Kjartan hafa logið til að losna undan samningi? „Það veit ég ekki. Kjartan verður að svara því hvað breyttist frá því að við töluðum saman, og hvað gerðist varðandi Esbjerg. Ég vil bara segja að ég er hissa en svo nær það ekki lengra,“ sagði Söndergaard.
Danski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn