„Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af" Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2021 19:00 Aðalheiður Borgþórsdóttir og Sigfinnur Mikaelsson. Aurskriða virtist stefna að húsinu þeirra en beygði frá rétt áður. Vísir/Arnar Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Kompás þar sem rætt er við hjónin Aðalheiði Borgþórsdóttur og Sigfinn Mikaelsson. Þau hafa búið í húsi sem stendur við Búðará á Seyðisfirði í 37 ár. Sigfinnur var ásamt sonum sínum í húsinu þegar skriðan stóra féll úr fjallinu 18. desember. „Strákarnir mínir öskra báðir á fullu að fjallið sé að koma á okkur og yngri strákurinn segir: Við erum að fara að deyja! Ég hélt að þetta væri oftúlkun hjá honum og náði að kíkja út um eldhúsgluggann og upp í fjallið og sá flóðbylgju koma niður sem stefndi beint á okkur. Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af," segir Sigfinnur. Skriðan fór á einhvern ótrúlegan hátt framhjá húsinu þeirra en tók Framhúsið sem stóð skammt hjá. Dagna 14. - 18. desember var úrkoma á Seyðisfirði 570 millimetrar, en úrkoma á meðalárí í Reykjavík nær 860 millimetrum. „Við vorum að ganga í gegnum hamfararigningar,“ segir Aðalheiður. „Það vantaði bara skilgreininguna á því,“ bætir Sigfinnur við. „Það var ekki búið að rýma svæðið, okkur finnst það svolítið alvarlegt. Það var hringt í okkur daginn áður og við vorum bara rosalega róleg. Við sváfum í húsinu nóttina áður og hann var að steypa hérna korter í skriðu. Það vantar skilgreiningu á hamfararingingu. Nú vitum hvað hún er og það hefði þurft að rýma þessar hlíðar miklu fyrr,“ segir Aðalheiður. Kompás-þáttinn í heild má sjá hér fyrir neðan: Kompás Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjasta þætti Kompás þar sem rætt er við hjónin Aðalheiði Borgþórsdóttur og Sigfinn Mikaelsson. Þau hafa búið í húsi sem stendur við Búðará á Seyðisfirði í 37 ár. Sigfinnur var ásamt sonum sínum í húsinu þegar skriðan stóra féll úr fjallinu 18. desember. „Strákarnir mínir öskra báðir á fullu að fjallið sé að koma á okkur og yngri strákurinn segir: Við erum að fara að deyja! Ég hélt að þetta væri oftúlkun hjá honum og náði að kíkja út um eldhúsgluggann og upp í fjallið og sá flóðbylgju koma niður sem stefndi beint á okkur. Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af," segir Sigfinnur. Skriðan fór á einhvern ótrúlegan hátt framhjá húsinu þeirra en tók Framhúsið sem stóð skammt hjá. Dagna 14. - 18. desember var úrkoma á Seyðisfirði 570 millimetrar, en úrkoma á meðalárí í Reykjavík nær 860 millimetrum. „Við vorum að ganga í gegnum hamfararigningar,“ segir Aðalheiður. „Það vantaði bara skilgreininguna á því,“ bætir Sigfinnur við. „Það var ekki búið að rýma svæðið, okkur finnst það svolítið alvarlegt. Það var hringt í okkur daginn áður og við vorum bara rosalega róleg. Við sváfum í húsinu nóttina áður og hann var að steypa hérna korter í skriðu. Það vantar skilgreiningu á hamfararingingu. Nú vitum hvað hún er og það hefði þurft að rýma þessar hlíðar miklu fyrr,“ segir Aðalheiður. Kompás-þáttinn í heild má sjá hér fyrir neðan:
Kompás Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46