Rúnar Alex fyrsti íslenski markvörðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2021 20:20 Rúnar Alex í leiknum í kvöld. Catherine Ivill/Getty Images Rúnar Alex Rúnarsson skráði sig á spjöld knattspyrnusögunnar í kvöld er hann varð fyrsti íslenski markvörðurinn til að standa í marki liðs í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er Arsenal tapaði 2-1 gegn Wolves í kvöld. Rúnar Alex hóf leik kvöldsins á varamannabekk Arsenal en hinn þýski Bernd Leno var að venju á milli stanganna. Segja má að Rúnar Alex hafi verið nokkuð óvænt á varamannabekk liðsins í kvöld en Mat Ryan – sem kom á láni frá Brighton & Hove Albion – er meiddur og var ekki með í kvöld. Staðan var 2-1 Wolves í vil þegar Rúnar Alex kom inn í kvöld. Ástæðan var sú að Leno rak hendi í knöttinn fyrir utan vítateig á 72. mínútu og þar sem leikmaður Wolves var nálægt honum þá var Þjóðverjinn sendur í sturtu fyrir að ræna marktækifæri. Söguleg stund. Rúnar Alex Rúnarsson fyrsti íslenski markmaðurinn til að spila í Premier League.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 2, 2021 Um var að ræða annað rauða spjald Arsenal í leiknum þar sem David Luiz fékk rautt spjald er fyrri hálfleikur var í þann mund að enda. Rúnar Alex átti mjög fína innkomu og varði í tvígang vel er níu leikmenn Arsenal gerðu sitt besta til að jafna metin. Gestirnir fengu aukaspyrnu á vallarhelmingi Wolves er uppbótartíminn var við það að renna út og tók Rúnar spyrnuna. Heimamenn skölluðu frá og leiknum lauk því með 2-1 sigri Wolves. Söguleg stund á Síminn Sport.Rúnar Alex Rúnarsson fyrsti íslenski markvörðurinn sem spilar í Premier League. pic.twitter.com/ZtglZVEoQQ— Síminn (@siminn) February 2, 2021 Eins og áður kom fram varð Rúnar samt sem áður fyrsti íslenski markvörðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni með innkomunni í kvöld. Þar sem áðurnefndur Mat Ryan er sem stendur á meiðslalista Arsenal gæti verið svo að Rúnar Alex verði fyrsti íslenski markvörðurinn til að byrja leik í ensku úrvalsdeildinni er Arsenal mætir Aston Villa þann 6. febrúar. Nú er bara að bíða og sjá, og vona. Fyndið að sjá enska stuðningsmenn Arsenal vonast eftir því að fá Mat Ryan heilan fyrir laugardaginn. Hann er jú LÉLEGASTI markvörður deildarinnar á þessari leiktíð. Gaurinn er með solid 50% vörslu sem væri vissulega gott í handbolta en sá næst slakasti er með 61% vörslu.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 2, 2021 Fótbolti Enski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Arsenal sá tvö rauð í tapi gegn Wolves | Sharp gaf Sheffield líflínu Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Wolves vann 2-1 heimasigur á Arsenal þar sem gestirnir fengu tvívegis að líta rauða spjaldið. Þá vann Sheffield United 2-1 sigur í uppgjöri botnliða deildarinnar. 2. febrúar 2021 20:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Rúnar Alex hóf leik kvöldsins á varamannabekk Arsenal en hinn þýski Bernd Leno var að venju á milli stanganna. Segja má að Rúnar Alex hafi verið nokkuð óvænt á varamannabekk liðsins í kvöld en Mat Ryan – sem kom á láni frá Brighton & Hove Albion – er meiddur og var ekki með í kvöld. Staðan var 2-1 Wolves í vil þegar Rúnar Alex kom inn í kvöld. Ástæðan var sú að Leno rak hendi í knöttinn fyrir utan vítateig á 72. mínútu og þar sem leikmaður Wolves var nálægt honum þá var Þjóðverjinn sendur í sturtu fyrir að ræna marktækifæri. Söguleg stund. Rúnar Alex Rúnarsson fyrsti íslenski markmaðurinn til að spila í Premier League.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 2, 2021 Um var að ræða annað rauða spjald Arsenal í leiknum þar sem David Luiz fékk rautt spjald er fyrri hálfleikur var í þann mund að enda. Rúnar Alex átti mjög fína innkomu og varði í tvígang vel er níu leikmenn Arsenal gerðu sitt besta til að jafna metin. Gestirnir fengu aukaspyrnu á vallarhelmingi Wolves er uppbótartíminn var við það að renna út og tók Rúnar spyrnuna. Heimamenn skölluðu frá og leiknum lauk því með 2-1 sigri Wolves. Söguleg stund á Síminn Sport.Rúnar Alex Rúnarsson fyrsti íslenski markvörðurinn sem spilar í Premier League. pic.twitter.com/ZtglZVEoQQ— Síminn (@siminn) February 2, 2021 Eins og áður kom fram varð Rúnar samt sem áður fyrsti íslenski markvörðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni með innkomunni í kvöld. Þar sem áðurnefndur Mat Ryan er sem stendur á meiðslalista Arsenal gæti verið svo að Rúnar Alex verði fyrsti íslenski markvörðurinn til að byrja leik í ensku úrvalsdeildinni er Arsenal mætir Aston Villa þann 6. febrúar. Nú er bara að bíða og sjá, og vona. Fyndið að sjá enska stuðningsmenn Arsenal vonast eftir því að fá Mat Ryan heilan fyrir laugardaginn. Hann er jú LÉLEGASTI markvörður deildarinnar á þessari leiktíð. Gaurinn er með solid 50% vörslu sem væri vissulega gott í handbolta en sá næst slakasti er með 61% vörslu.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 2, 2021
Fótbolti Enski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Arsenal sá tvö rauð í tapi gegn Wolves | Sharp gaf Sheffield líflínu Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Wolves vann 2-1 heimasigur á Arsenal þar sem gestirnir fengu tvívegis að líta rauða spjaldið. Þá vann Sheffield United 2-1 sigur í uppgjöri botnliða deildarinnar. 2. febrúar 2021 20:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Arsenal sá tvö rauð í tapi gegn Wolves | Sharp gaf Sheffield líflínu Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Wolves vann 2-1 heimasigur á Arsenal þar sem gestirnir fengu tvívegis að líta rauða spjaldið. Þá vann Sheffield United 2-1 sigur í uppgjöri botnliða deildarinnar. 2. febrúar 2021 20:00