Rakel Dögg: Við féllum í þeirra gildru Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 22:40 Rakel Dögg er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Bára „Fyrirfram hefði þetta ekkert verið slæmt, Fram er auðvitað stærra lið en eftir fækkun leikja í deildinni þá er hver leikur svo dýrmætur og mikilvægur" sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, eftir 7 marka tap liðsins á heimavelli í kvöld Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikin eftir 7 marka tap liðsins gegn Fram eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik. Rakel segir að sínar stelpur hafi fallið í gryfju Framara „Það sem gerist er að það hægist á okkur sóknarlega og við dettum í þessa gildru sem Fram vildi leiða okkur í. Við fórum að sækja inn á miðju og skjóta ótímabærum skotum. Þær blokkuðu heilan helling í hávörninni hjá sér og gerðu þar markmanninum sínum auðveldara fyrir,“ sagði Rakel Dögg en Katrín Ósk Magnúsdóttir, markvörður Fram átti stórleik í markinu með yfir 50% markvörslu. „Svo eru náttúrulega svo rosalega grimmar að refsa í hraðaupphlaupum, ég er ekki með töluna á því en ég held að þær hafi skorað helming sinna marka í fyrstu bylgju hraðaupphlaupi.“ Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir að hafa unnið tvo sterka sigra í síðustu leikjum var við því búist að þær myndu halda áfram uppteknum hætti. „Það var rosa stemning. Við náðum þéttri og góðri vörn og við fengum hraða og gott flæði í sóknarleiknum. Það er auðvitað skrítið að segja það þegar við fáum á okkur 33 mörk en mér fannst samt meira að sóknarlega en varnarlega í dag.“ Katrín Ósk, eins og áður sagði, var Stjörnustúlkum erfið í dag en Rakel Dögg segir þó sóknarleik Stjörnunnar hafa orðið þeim að falli í þessum leik „Katrín er frábær markmaður og varði rosalega vel í dag, en við voru ekki að hjálpa til. Slæmar ákvarðanatökur í skotunum, fórum inn á miðjuna og leyfðum varnarmanninum að stýra þessu í stað þess að reyna að slíta í sundur vörnina.“ Fram stöðvaði gott gengi Stjörnunnar og segir Rakel Dögg það fyrirfram hafa verið eðlilegt að tapa fyrir Fram en núna sé það bara svekkjandi „Fyrirfram hefði þetta ekkert verið slæmt, Fram er auðvitað stærra lið en eftir fækkun leikja í deildinni þá er hver leikur svo dýrmætur og mikilvægur. Auðvitað er ég bara drullu svekkt að tapa,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikin eftir 7 marka tap liðsins gegn Fram eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik. Rakel segir að sínar stelpur hafi fallið í gryfju Framara „Það sem gerist er að það hægist á okkur sóknarlega og við dettum í þessa gildru sem Fram vildi leiða okkur í. Við fórum að sækja inn á miðju og skjóta ótímabærum skotum. Þær blokkuðu heilan helling í hávörninni hjá sér og gerðu þar markmanninum sínum auðveldara fyrir,“ sagði Rakel Dögg en Katrín Ósk Magnúsdóttir, markvörður Fram átti stórleik í markinu með yfir 50% markvörslu. „Svo eru náttúrulega svo rosalega grimmar að refsa í hraðaupphlaupum, ég er ekki með töluna á því en ég held að þær hafi skorað helming sinna marka í fyrstu bylgju hraðaupphlaupi.“ Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir að hafa unnið tvo sterka sigra í síðustu leikjum var við því búist að þær myndu halda áfram uppteknum hætti. „Það var rosa stemning. Við náðum þéttri og góðri vörn og við fengum hraða og gott flæði í sóknarleiknum. Það er auðvitað skrítið að segja það þegar við fáum á okkur 33 mörk en mér fannst samt meira að sóknarlega en varnarlega í dag.“ Katrín Ósk, eins og áður sagði, var Stjörnustúlkum erfið í dag en Rakel Dögg segir þó sóknarleik Stjörnunnar hafa orðið þeim að falli í þessum leik „Katrín er frábær markmaður og varði rosalega vel í dag, en við voru ekki að hjálpa til. Slæmar ákvarðanatökur í skotunum, fórum inn á miðjuna og leyfðum varnarmanninum að stýra þessu í stað þess að reyna að slíta í sundur vörnina.“ Fram stöðvaði gott gengi Stjörnunnar og segir Rakel Dögg það fyrirfram hafa verið eðlilegt að tapa fyrir Fram en núna sé það bara svekkjandi „Fyrirfram hefði þetta ekkert verið slæmt, Fram er auðvitað stærra lið en eftir fækkun leikja í deildinni þá er hver leikur svo dýrmætur og mikilvægur. Auðvitað er ég bara drullu svekkt að tapa,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45