Á fundi Samorku, sem hefst klukkan eitt í dag, verður meðal annars rætt hvað felist í þessu hugtaki, hvað þurfi til að ná grænni endurreisn, hver helstu tækifærin séu og helstu áskoranirnar.
Fundurinn byggir á stuttum erindum, viðtölum við fólk í atvinnulífinu og pallborðsumræðum og er áætlað að hann verði rúmlega klukkustundar langur.
Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan og er dagskrá hans þar fyrir neðan. Eins og áður segir, þá hefst fundurinn klukkan eitt.
Græn endurreisn from Samorka on Vimeo.
Dagskrá:
Einkenni kórónukreppunnar - Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA
Lykillinn að grænni endurreisn - Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku
Pallborðsumræður:
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Á fundinum koma einnig fram:
Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskóla Íslands Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Sigurður Markússon, nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku
Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku