„Fokk! Er þetta að gerast aftur?“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2021 14:01 Hallgrímur var glaðbeittur þegar hann festi kaup á treyjunni en hann hefur svo þurft að horfa upp á Southampton tapa tvívegis 9-0 í treyjunni. Getty/Chloe Knott og úr einkasafni „Ég tók nú bara þessa treyju því hún var það fyrsta sem ég sá í skápnum. Svo settist ég niður til að horfa leikinn og þá hófst þetta „shit show“,“ segir Hallgrímur Viðar Arnarson, stuðningsmaður Southampton, sem hugsar sig tvisvar um áður en hann klæðist aftur treyju liðsins sem hann á. Hallgrímur hefur nefnilega horft á tvo leiki Southampton í treyjunni og báðir hafa þeir tapast 9-0. Þó honum sé alls ekki skemmt þá hafði Hallgrímur þó húmor fyrir þessari, að hans mati, „óáhugaverðu“ staðreynd og benti á hana í hópnum „Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar“ á Facebook í gærkvöld. Hallgrímur keypti sér treyjuna þegar hann fór ásamt syni sínum til Englands haustið 2019 að sjá sína menn spila, en það var fyrsta ferð Hallgríms á leik með liðinu í fimmtán ár. Leikurinn var gegn Leicester og tapaðist 9-0. Mágurinn benti á staðreyndina Treyjuna hafði Hallgrímur síðan geymt inn í skáp í rúmt ár, þar til í gær. Southampton mætti þá Manchester United og Hallgrímur horfði á leikinn með mági sínum, Einari, sem er stuðningsmaður United. Aftur tapaði Southampton 9-0, eftir að hafa meðal annars misst Alexandre Jankewitz af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu og svo Jan Bednarek á 86. mínútu. Slík úrslit eru ekki beinlínis algeng. Only three Premier League matches in history have ever been won by 9 + goals:1995: Man Utd 9 -0 Ipswich Town2019: Southampton 0 -9 Leicester : 9 -0 #MUNSOU pic.twitter.com/9j2PTDAfVC— Premier League (@premierleague) February 3, 2021 „Á einhverjum tímapunkti lítur Einar á mig og spyr; „Ertu ekki í sömu treyju og þú varst í á hinum 9-0 leiknum?“ Ég var ekkert að hugsa út í treyjuna. Fyrir mér var þetta bara; „Ó, fokk! Er þetta að gerast aftur?“,“ sagði Hallgrímur við Vísi í dag. Fékk Southampton-uppeldið frá ólympíufara Ralph Hasenhüttl hefur sett saman skemmtilegt lið hjá Southampton en eftir fjögur töp í deildinni í röð er liðið þó komið niður í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Southampton sló Arsenal út úr bikarnum fyrir tíu dögum. „Við erum búnir að eiga skemmtilegt tímabil, og vorum tímabundið í fyrsta sæti í fyrsta sinn síðan sautjánhundruðogsúrkál. Loksins er maður spenntur fyrir leikjum á móti topp sex liðunum. Man U var nýbúið að tapa fyrir Sheffield United og maður sá alveg séns þarna í gær, en svo fór maður að fá „flashback“ þegar rauða spjaldið og fyrstu mörkin komu. Í hálfleik sagði ég einmitt að allt undir níu mörkum væri jákvætt,“ sagði Hallgrímur. Hallgrímur er af miklum Skagaættum og náfrændi hans, badmintonkempan og ólympíufarinn Árni Þór Hallgrímsson, á langstærstan þátt í því að Hallgrímur skuli styðja Dýrlingana. Sá stuðningur mun ekkert minnka þrátt fyrir hin tvö stóru töp. „Árni er móðurbróðir minn og átti sinn þátt í að ala mig upp. Hann er frægasti Southampton stuðningsmaður landsins og kenndi mér að syngja lögin þegar ég var tveggja ára. Ég hef haldið með liðinu síðan. Maður skiptir ekki um fótboltalið.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Hasenhüttl: Við eigum ekki fleiri leikmenn Ralph Hasenhüttl var eðlilega dapur er hann mætti í viðtal hjá BBC eftir 0-9 tap sinna manna í Southampton gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. 2. febrúar 2021 23:00 Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Hallgrímur hefur nefnilega horft á tvo leiki Southampton í treyjunni og báðir hafa þeir tapast 9-0. Þó honum sé alls ekki skemmt þá hafði Hallgrímur þó húmor fyrir þessari, að hans mati, „óáhugaverðu“ staðreynd og benti á hana í hópnum „Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar“ á Facebook í gærkvöld. Hallgrímur keypti sér treyjuna þegar hann fór ásamt syni sínum til Englands haustið 2019 að sjá sína menn spila, en það var fyrsta ferð Hallgríms á leik með liðinu í fimmtán ár. Leikurinn var gegn Leicester og tapaðist 9-0. Mágurinn benti á staðreyndina Treyjuna hafði Hallgrímur síðan geymt inn í skáp í rúmt ár, þar til í gær. Southampton mætti þá Manchester United og Hallgrímur horfði á leikinn með mági sínum, Einari, sem er stuðningsmaður United. Aftur tapaði Southampton 9-0, eftir að hafa meðal annars misst Alexandre Jankewitz af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu og svo Jan Bednarek á 86. mínútu. Slík úrslit eru ekki beinlínis algeng. Only three Premier League matches in history have ever been won by 9 + goals:1995: Man Utd 9 -0 Ipswich Town2019: Southampton 0 -9 Leicester : 9 -0 #MUNSOU pic.twitter.com/9j2PTDAfVC— Premier League (@premierleague) February 3, 2021 „Á einhverjum tímapunkti lítur Einar á mig og spyr; „Ertu ekki í sömu treyju og þú varst í á hinum 9-0 leiknum?“ Ég var ekkert að hugsa út í treyjuna. Fyrir mér var þetta bara; „Ó, fokk! Er þetta að gerast aftur?“,“ sagði Hallgrímur við Vísi í dag. Fékk Southampton-uppeldið frá ólympíufara Ralph Hasenhüttl hefur sett saman skemmtilegt lið hjá Southampton en eftir fjögur töp í deildinni í röð er liðið þó komið niður í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Southampton sló Arsenal út úr bikarnum fyrir tíu dögum. „Við erum búnir að eiga skemmtilegt tímabil, og vorum tímabundið í fyrsta sæti í fyrsta sinn síðan sautjánhundruðogsúrkál. Loksins er maður spenntur fyrir leikjum á móti topp sex liðunum. Man U var nýbúið að tapa fyrir Sheffield United og maður sá alveg séns þarna í gær, en svo fór maður að fá „flashback“ þegar rauða spjaldið og fyrstu mörkin komu. Í hálfleik sagði ég einmitt að allt undir níu mörkum væri jákvætt,“ sagði Hallgrímur. Hallgrímur er af miklum Skagaættum og náfrændi hans, badmintonkempan og ólympíufarinn Árni Þór Hallgrímsson, á langstærstan þátt í því að Hallgrímur skuli styðja Dýrlingana. Sá stuðningur mun ekkert minnka þrátt fyrir hin tvö stóru töp. „Árni er móðurbróðir minn og átti sinn þátt í að ala mig upp. Hann er frægasti Southampton stuðningsmaður landsins og kenndi mér að syngja lögin þegar ég var tveggja ára. Ég hef haldið með liðinu síðan. Maður skiptir ekki um fótboltalið.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Hasenhüttl: Við eigum ekki fleiri leikmenn Ralph Hasenhüttl var eðlilega dapur er hann mætti í viðtal hjá BBC eftir 0-9 tap sinna manna í Southampton gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. 2. febrúar 2021 23:00 Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Hasenhüttl: Við eigum ekki fleiri leikmenn Ralph Hasenhüttl var eðlilega dapur er hann mætti í viðtal hjá BBC eftir 0-9 tap sinna manna í Southampton gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. 2. febrúar 2021 23:00
Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05