„Fokk! Er þetta að gerast aftur?“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2021 14:01 Hallgrímur var glaðbeittur þegar hann festi kaup á treyjunni en hann hefur svo þurft að horfa upp á Southampton tapa tvívegis 9-0 í treyjunni. Getty/Chloe Knott og úr einkasafni „Ég tók nú bara þessa treyju því hún var það fyrsta sem ég sá í skápnum. Svo settist ég niður til að horfa leikinn og þá hófst þetta „shit show“,“ segir Hallgrímur Viðar Arnarson, stuðningsmaður Southampton, sem hugsar sig tvisvar um áður en hann klæðist aftur treyju liðsins sem hann á. Hallgrímur hefur nefnilega horft á tvo leiki Southampton í treyjunni og báðir hafa þeir tapast 9-0. Þó honum sé alls ekki skemmt þá hafði Hallgrímur þó húmor fyrir þessari, að hans mati, „óáhugaverðu“ staðreynd og benti á hana í hópnum „Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar“ á Facebook í gærkvöld. Hallgrímur keypti sér treyjuna þegar hann fór ásamt syni sínum til Englands haustið 2019 að sjá sína menn spila, en það var fyrsta ferð Hallgríms á leik með liðinu í fimmtán ár. Leikurinn var gegn Leicester og tapaðist 9-0. Mágurinn benti á staðreyndina Treyjuna hafði Hallgrímur síðan geymt inn í skáp í rúmt ár, þar til í gær. Southampton mætti þá Manchester United og Hallgrímur horfði á leikinn með mági sínum, Einari, sem er stuðningsmaður United. Aftur tapaði Southampton 9-0, eftir að hafa meðal annars misst Alexandre Jankewitz af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu og svo Jan Bednarek á 86. mínútu. Slík úrslit eru ekki beinlínis algeng. Only three Premier League matches in history have ever been won by 9 + goals:1995: Man Utd 9 -0 Ipswich Town2019: Southampton 0 -9 Leicester : 9 -0 #MUNSOU pic.twitter.com/9j2PTDAfVC— Premier League (@premierleague) February 3, 2021 „Á einhverjum tímapunkti lítur Einar á mig og spyr; „Ertu ekki í sömu treyju og þú varst í á hinum 9-0 leiknum?“ Ég var ekkert að hugsa út í treyjuna. Fyrir mér var þetta bara; „Ó, fokk! Er þetta að gerast aftur?“,“ sagði Hallgrímur við Vísi í dag. Fékk Southampton-uppeldið frá ólympíufara Ralph Hasenhüttl hefur sett saman skemmtilegt lið hjá Southampton en eftir fjögur töp í deildinni í röð er liðið þó komið niður í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Southampton sló Arsenal út úr bikarnum fyrir tíu dögum. „Við erum búnir að eiga skemmtilegt tímabil, og vorum tímabundið í fyrsta sæti í fyrsta sinn síðan sautjánhundruðogsúrkál. Loksins er maður spenntur fyrir leikjum á móti topp sex liðunum. Man U var nýbúið að tapa fyrir Sheffield United og maður sá alveg séns þarna í gær, en svo fór maður að fá „flashback“ þegar rauða spjaldið og fyrstu mörkin komu. Í hálfleik sagði ég einmitt að allt undir níu mörkum væri jákvætt,“ sagði Hallgrímur. Hallgrímur er af miklum Skagaættum og náfrændi hans, badmintonkempan og ólympíufarinn Árni Þór Hallgrímsson, á langstærstan þátt í því að Hallgrímur skuli styðja Dýrlingana. Sá stuðningur mun ekkert minnka þrátt fyrir hin tvö stóru töp. „Árni er móðurbróðir minn og átti sinn þátt í að ala mig upp. Hann er frægasti Southampton stuðningsmaður landsins og kenndi mér að syngja lögin þegar ég var tveggja ára. Ég hef haldið með liðinu síðan. Maður skiptir ekki um fótboltalið.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Hasenhüttl: Við eigum ekki fleiri leikmenn Ralph Hasenhüttl var eðlilega dapur er hann mætti í viðtal hjá BBC eftir 0-9 tap sinna manna í Southampton gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. 2. febrúar 2021 23:00 Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira
Hallgrímur hefur nefnilega horft á tvo leiki Southampton í treyjunni og báðir hafa þeir tapast 9-0. Þó honum sé alls ekki skemmt þá hafði Hallgrímur þó húmor fyrir þessari, að hans mati, „óáhugaverðu“ staðreynd og benti á hana í hópnum „Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar“ á Facebook í gærkvöld. Hallgrímur keypti sér treyjuna þegar hann fór ásamt syni sínum til Englands haustið 2019 að sjá sína menn spila, en það var fyrsta ferð Hallgríms á leik með liðinu í fimmtán ár. Leikurinn var gegn Leicester og tapaðist 9-0. Mágurinn benti á staðreyndina Treyjuna hafði Hallgrímur síðan geymt inn í skáp í rúmt ár, þar til í gær. Southampton mætti þá Manchester United og Hallgrímur horfði á leikinn með mági sínum, Einari, sem er stuðningsmaður United. Aftur tapaði Southampton 9-0, eftir að hafa meðal annars misst Alexandre Jankewitz af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu og svo Jan Bednarek á 86. mínútu. Slík úrslit eru ekki beinlínis algeng. Only three Premier League matches in history have ever been won by 9 + goals:1995: Man Utd 9 -0 Ipswich Town2019: Southampton 0 -9 Leicester : 9 -0 #MUNSOU pic.twitter.com/9j2PTDAfVC— Premier League (@premierleague) February 3, 2021 „Á einhverjum tímapunkti lítur Einar á mig og spyr; „Ertu ekki í sömu treyju og þú varst í á hinum 9-0 leiknum?“ Ég var ekkert að hugsa út í treyjuna. Fyrir mér var þetta bara; „Ó, fokk! Er þetta að gerast aftur?“,“ sagði Hallgrímur við Vísi í dag. Fékk Southampton-uppeldið frá ólympíufara Ralph Hasenhüttl hefur sett saman skemmtilegt lið hjá Southampton en eftir fjögur töp í deildinni í röð er liðið þó komið niður í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Southampton sló Arsenal út úr bikarnum fyrir tíu dögum. „Við erum búnir að eiga skemmtilegt tímabil, og vorum tímabundið í fyrsta sæti í fyrsta sinn síðan sautjánhundruðogsúrkál. Loksins er maður spenntur fyrir leikjum á móti topp sex liðunum. Man U var nýbúið að tapa fyrir Sheffield United og maður sá alveg séns þarna í gær, en svo fór maður að fá „flashback“ þegar rauða spjaldið og fyrstu mörkin komu. Í hálfleik sagði ég einmitt að allt undir níu mörkum væri jákvætt,“ sagði Hallgrímur. Hallgrímur er af miklum Skagaættum og náfrændi hans, badmintonkempan og ólympíufarinn Árni Þór Hallgrímsson, á langstærstan þátt í því að Hallgrímur skuli styðja Dýrlingana. Sá stuðningur mun ekkert minnka þrátt fyrir hin tvö stóru töp. „Árni er móðurbróðir minn og átti sinn þátt í að ala mig upp. Hann er frægasti Southampton stuðningsmaður landsins og kenndi mér að syngja lögin þegar ég var tveggja ára. Ég hef haldið með liðinu síðan. Maður skiptir ekki um fótboltalið.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Hasenhüttl: Við eigum ekki fleiri leikmenn Ralph Hasenhüttl var eðlilega dapur er hann mætti í viðtal hjá BBC eftir 0-9 tap sinna manna í Southampton gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. 2. febrúar 2021 23:00 Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira
Hasenhüttl: Við eigum ekki fleiri leikmenn Ralph Hasenhüttl var eðlilega dapur er hann mætti í viðtal hjá BBC eftir 0-9 tap sinna manna í Southampton gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. 2. febrúar 2021 23:00
Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05