„Fokk! Er þetta að gerast aftur?“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2021 14:01 Hallgrímur var glaðbeittur þegar hann festi kaup á treyjunni en hann hefur svo þurft að horfa upp á Southampton tapa tvívegis 9-0 í treyjunni. Getty/Chloe Knott og úr einkasafni „Ég tók nú bara þessa treyju því hún var það fyrsta sem ég sá í skápnum. Svo settist ég niður til að horfa leikinn og þá hófst þetta „shit show“,“ segir Hallgrímur Viðar Arnarson, stuðningsmaður Southampton, sem hugsar sig tvisvar um áður en hann klæðist aftur treyju liðsins sem hann á. Hallgrímur hefur nefnilega horft á tvo leiki Southampton í treyjunni og báðir hafa þeir tapast 9-0. Þó honum sé alls ekki skemmt þá hafði Hallgrímur þó húmor fyrir þessari, að hans mati, „óáhugaverðu“ staðreynd og benti á hana í hópnum „Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar“ á Facebook í gærkvöld. Hallgrímur keypti sér treyjuna þegar hann fór ásamt syni sínum til Englands haustið 2019 að sjá sína menn spila, en það var fyrsta ferð Hallgríms á leik með liðinu í fimmtán ár. Leikurinn var gegn Leicester og tapaðist 9-0. Mágurinn benti á staðreyndina Treyjuna hafði Hallgrímur síðan geymt inn í skáp í rúmt ár, þar til í gær. Southampton mætti þá Manchester United og Hallgrímur horfði á leikinn með mági sínum, Einari, sem er stuðningsmaður United. Aftur tapaði Southampton 9-0, eftir að hafa meðal annars misst Alexandre Jankewitz af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu og svo Jan Bednarek á 86. mínútu. Slík úrslit eru ekki beinlínis algeng. Only three Premier League matches in history have ever been won by 9 + goals:1995: Man Utd 9 -0 Ipswich Town2019: Southampton 0 -9 Leicester : 9 -0 #MUNSOU pic.twitter.com/9j2PTDAfVC— Premier League (@premierleague) February 3, 2021 „Á einhverjum tímapunkti lítur Einar á mig og spyr; „Ertu ekki í sömu treyju og þú varst í á hinum 9-0 leiknum?“ Ég var ekkert að hugsa út í treyjuna. Fyrir mér var þetta bara; „Ó, fokk! Er þetta að gerast aftur?“,“ sagði Hallgrímur við Vísi í dag. Fékk Southampton-uppeldið frá ólympíufara Ralph Hasenhüttl hefur sett saman skemmtilegt lið hjá Southampton en eftir fjögur töp í deildinni í röð er liðið þó komið niður í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Southampton sló Arsenal út úr bikarnum fyrir tíu dögum. „Við erum búnir að eiga skemmtilegt tímabil, og vorum tímabundið í fyrsta sæti í fyrsta sinn síðan sautjánhundruðogsúrkál. Loksins er maður spenntur fyrir leikjum á móti topp sex liðunum. Man U var nýbúið að tapa fyrir Sheffield United og maður sá alveg séns þarna í gær, en svo fór maður að fá „flashback“ þegar rauða spjaldið og fyrstu mörkin komu. Í hálfleik sagði ég einmitt að allt undir níu mörkum væri jákvætt,“ sagði Hallgrímur. Hallgrímur er af miklum Skagaættum og náfrændi hans, badmintonkempan og ólympíufarinn Árni Þór Hallgrímsson, á langstærstan þátt í því að Hallgrímur skuli styðja Dýrlingana. Sá stuðningur mun ekkert minnka þrátt fyrir hin tvö stóru töp. „Árni er móðurbróðir minn og átti sinn þátt í að ala mig upp. Hann er frægasti Southampton stuðningsmaður landsins og kenndi mér að syngja lögin þegar ég var tveggja ára. Ég hef haldið með liðinu síðan. Maður skiptir ekki um fótboltalið.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Hasenhüttl: Við eigum ekki fleiri leikmenn Ralph Hasenhüttl var eðlilega dapur er hann mætti í viðtal hjá BBC eftir 0-9 tap sinna manna í Southampton gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. 2. febrúar 2021 23:00 Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
Hallgrímur hefur nefnilega horft á tvo leiki Southampton í treyjunni og báðir hafa þeir tapast 9-0. Þó honum sé alls ekki skemmt þá hafði Hallgrímur þó húmor fyrir þessari, að hans mati, „óáhugaverðu“ staðreynd og benti á hana í hópnum „Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar“ á Facebook í gærkvöld. Hallgrímur keypti sér treyjuna þegar hann fór ásamt syni sínum til Englands haustið 2019 að sjá sína menn spila, en það var fyrsta ferð Hallgríms á leik með liðinu í fimmtán ár. Leikurinn var gegn Leicester og tapaðist 9-0. Mágurinn benti á staðreyndina Treyjuna hafði Hallgrímur síðan geymt inn í skáp í rúmt ár, þar til í gær. Southampton mætti þá Manchester United og Hallgrímur horfði á leikinn með mági sínum, Einari, sem er stuðningsmaður United. Aftur tapaði Southampton 9-0, eftir að hafa meðal annars misst Alexandre Jankewitz af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu og svo Jan Bednarek á 86. mínútu. Slík úrslit eru ekki beinlínis algeng. Only three Premier League matches in history have ever been won by 9 + goals:1995: Man Utd 9 -0 Ipswich Town2019: Southampton 0 -9 Leicester : 9 -0 #MUNSOU pic.twitter.com/9j2PTDAfVC— Premier League (@premierleague) February 3, 2021 „Á einhverjum tímapunkti lítur Einar á mig og spyr; „Ertu ekki í sömu treyju og þú varst í á hinum 9-0 leiknum?“ Ég var ekkert að hugsa út í treyjuna. Fyrir mér var þetta bara; „Ó, fokk! Er þetta að gerast aftur?“,“ sagði Hallgrímur við Vísi í dag. Fékk Southampton-uppeldið frá ólympíufara Ralph Hasenhüttl hefur sett saman skemmtilegt lið hjá Southampton en eftir fjögur töp í deildinni í röð er liðið þó komið niður í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Southampton sló Arsenal út úr bikarnum fyrir tíu dögum. „Við erum búnir að eiga skemmtilegt tímabil, og vorum tímabundið í fyrsta sæti í fyrsta sinn síðan sautjánhundruðogsúrkál. Loksins er maður spenntur fyrir leikjum á móti topp sex liðunum. Man U var nýbúið að tapa fyrir Sheffield United og maður sá alveg séns þarna í gær, en svo fór maður að fá „flashback“ þegar rauða spjaldið og fyrstu mörkin komu. Í hálfleik sagði ég einmitt að allt undir níu mörkum væri jákvætt,“ sagði Hallgrímur. Hallgrímur er af miklum Skagaættum og náfrændi hans, badmintonkempan og ólympíufarinn Árni Þór Hallgrímsson, á langstærstan þátt í því að Hallgrímur skuli styðja Dýrlingana. Sá stuðningur mun ekkert minnka þrátt fyrir hin tvö stóru töp. „Árni er móðurbróðir minn og átti sinn þátt í að ala mig upp. Hann er frægasti Southampton stuðningsmaður landsins og kenndi mér að syngja lögin þegar ég var tveggja ára. Ég hef haldið með liðinu síðan. Maður skiptir ekki um fótboltalið.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Hasenhüttl: Við eigum ekki fleiri leikmenn Ralph Hasenhüttl var eðlilega dapur er hann mætti í viðtal hjá BBC eftir 0-9 tap sinna manna í Southampton gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. 2. febrúar 2021 23:00 Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
Hasenhüttl: Við eigum ekki fleiri leikmenn Ralph Hasenhüttl var eðlilega dapur er hann mætti í viðtal hjá BBC eftir 0-9 tap sinna manna í Southampton gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. 2. febrúar 2021 23:00
Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05