Feðgarnir fluttu fjórir saman mál fyrir Landsrétti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 19:32 Frá vinstri má sjá þá Kristján, Jón Bjarna, Stefán Karl og Pál í dag. Aðsend Bræðurnir Stefán Karl, Páll og Jón Bjarni Kristjánssynir fluttu í dag mál fyrir Landsrétti ásamt Kristjáni Stefánssyni föður þeirra. Einn bræðranna segist telja málið einsdæmi á hærra dómstigi. Stefán Karl Kristjánsson, sem er elstur þeirra bræðra, segir frá þessu á Facebook í dag. „Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar,“ skrifar Kristján. Feðgarnir eru verjendur sakborninga í svokölluðu Hvalfjarðargangamáli, sem nú er til meðferðar hjá Landsrétti. Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar....Posted by Stefán Karl Kristjánsson on Wednesday, 3 February 2021 Í samtali við Vísi segir Stefán að þeir bræður hafi flutt málið saman í héraðsdómi. Þá hafi faðir þeirra hins vegar ekki verið með. „Þá var fulltrúi okkar sem var fjórði maðurinn. Hann hafði ekki réttindi til að flytja málið fyrir Landsrétti. Þannig það varð úr að karl faðir minn, sem hefur yfir 40 ára reynslu í þessu, var með. Við sáum þarna tækifæri til að flytja þetta mál allir saman,“ segir Stefán. Saman í lögmennsku, bolta og karlakór Aðspurður segir Stefán að ferlið hafi verið skemmtilegt og að þeir feðgar vinni vel saman, allir fjórir. Þá eyði bræðurnir miklum tíma saman. „Við höfum alltaf gert það, erum allir saman á KRST-lögmannsstofu. Við erum saman í flestöllu, hvort sem það er lögmennskan, fótboltinn eða karlakórinn Esja,“ segir Stefán. Hann segir þá að færni þeirra bræðra liggi á mismunandi sviðum. Þess vegna sé gott að geta leitað hver til annars í starfinu. „Það er mjög gott að hafa fleiri augu heldur en færri á málinu. Maður er með minna samviskubit að hringja hálf tólf á kvöldin og varpa fram einhverjum hugleiðingum,“ segir Stefán, sem kveðst efast um að málið eigi sér margar hliðstæður. „Við fluttum á sínum tíma mál í Héraðsdómi Suðurlands, þannig þetta er ekki alveg í fyrsta skipti. En ég efast stórlega um að á hærri dómstigum hafi svona gerst, og alveg örugglega ekki á Íslandi, segir Stefán,“ en fréttamaður þekkir sjálfur ekki dæmi þess að þrír bræður og faðir þeirra hafi flutt mál fyrir æðra dómstigi, hvorki hér á landi né annars staðar. Dómsmál Fjölskyldumál Tímamót Dómstólar Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Stefán Karl Kristjánsson, sem er elstur þeirra bræðra, segir frá þessu á Facebook í dag. „Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar,“ skrifar Kristján. Feðgarnir eru verjendur sakborninga í svokölluðu Hvalfjarðargangamáli, sem nú er til meðferðar hjá Landsrétti. Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar....Posted by Stefán Karl Kristjánsson on Wednesday, 3 February 2021 Í samtali við Vísi segir Stefán að þeir bræður hafi flutt málið saman í héraðsdómi. Þá hafi faðir þeirra hins vegar ekki verið með. „Þá var fulltrúi okkar sem var fjórði maðurinn. Hann hafði ekki réttindi til að flytja málið fyrir Landsrétti. Þannig það varð úr að karl faðir minn, sem hefur yfir 40 ára reynslu í þessu, var með. Við sáum þarna tækifæri til að flytja þetta mál allir saman,“ segir Stefán. Saman í lögmennsku, bolta og karlakór Aðspurður segir Stefán að ferlið hafi verið skemmtilegt og að þeir feðgar vinni vel saman, allir fjórir. Þá eyði bræðurnir miklum tíma saman. „Við höfum alltaf gert það, erum allir saman á KRST-lögmannsstofu. Við erum saman í flestöllu, hvort sem það er lögmennskan, fótboltinn eða karlakórinn Esja,“ segir Stefán. Hann segir þá að færni þeirra bræðra liggi á mismunandi sviðum. Þess vegna sé gott að geta leitað hver til annars í starfinu. „Það er mjög gott að hafa fleiri augu heldur en færri á málinu. Maður er með minna samviskubit að hringja hálf tólf á kvöldin og varpa fram einhverjum hugleiðingum,“ segir Stefán, sem kveðst efast um að málið eigi sér margar hliðstæður. „Við fluttum á sínum tíma mál í Héraðsdómi Suðurlands, þannig þetta er ekki alveg í fyrsta skipti. En ég efast stórlega um að á hærri dómstigum hafi svona gerst, og alveg örugglega ekki á Íslandi, segir Stefán,“ en fréttamaður þekkir sjálfur ekki dæmi þess að þrír bræður og faðir þeirra hafi flutt mál fyrir æðra dómstigi, hvorki hér á landi né annars staðar.
Dómsmál Fjölskyldumál Tímamót Dómstólar Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira