Klopp: Eina útskýringin sem ég sé núna er að við séum þrekað lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 09:02 Það lítur allt út fyrir það að Liverpool sé búið að klúðra titilvörninni eftir heimatöp á móti Burnley og Brighton. Getty/Andrew Powell/ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, talað um vöntun á ferskleika í sínu liði eftir tap á móti Brighton á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool er nú sjö stigum á eftir toppliði Manchester City þrátt fyrir að hafa spilað einum leik meira. „Þetta hefur verið mjög erfið vika með tveimur útileikjum, leikjum þar sem var mikil ákefð,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Við litum út fyrir það að vera ekki nógu ferskir í þessum leik, hvorki andlega né líkamlega,“ sagði Klopp. [BBC] Liverpool 0-1 Brighton: Reds 'mentally fatigued' in defeat says Jurgen Klopp https://t.co/TiVYcdnY7S— LFCMAGAZINE (@LFCMAGAZINE) February 4, 2021 „Það voru alltof mörg dæmi um það að við gáfum boltann frá okkur of auðveldlega og þá var eins og strákarnir væru andlega þreyttir. Ég veit að þeir geta vel sent boltann frá A til B en það gerðist ekki. Við gerðum þetta auðvelt fyrir Brighton en þeir stóðu sig líka vel,“ sagði Klopp sem viðurkenndi að úrslitin hafi ekki verið ósanngjörn. „Brighton átti skilið að vinna, það er enginn vafi á því. Fyrir mig er mikilvægara að finna útskýringuna á því af hverju við töpuðum þessum leik og skilja betur hvað gerðist í kvöld. Við litum ekki sannfærandi út,“ sagði Klopp. Liverpool lék 68 leiki í röð á Anfield án þess að tapa en hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð og það á móti Burnley og Brighton. „Eina útskýringin sem ég hef er að við séum þrekað lið þegar við horfum á andlega þáttinn og það leiðir til þess að menn hafa ekki fullan ferskleika í fótunum,“ sagði Klopp. „Það eina sem við getum gert er að nota hlutina sem gerast og reyna að læra af þeim. Lausnin er alltaf hjá leikmönnunum. Þetta hefur verið erfið vika og við gerðum ekki nóg í kvöld. City er á miklu flugi og við þurfum að finna lausnir,“ sagði Jürgen Klopp. Jürgen Klopp admits Liverpool are not title contenders at the moment after losing at home to Brighton. By @AHunterGuardian https://t.co/c9JPIDT9w5— Guardian sport (@guardian_sport) February 4, 2021 Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira
Liverpool er nú sjö stigum á eftir toppliði Manchester City þrátt fyrir að hafa spilað einum leik meira. „Þetta hefur verið mjög erfið vika með tveimur útileikjum, leikjum þar sem var mikil ákefð,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Við litum út fyrir það að vera ekki nógu ferskir í þessum leik, hvorki andlega né líkamlega,“ sagði Klopp. [BBC] Liverpool 0-1 Brighton: Reds 'mentally fatigued' in defeat says Jurgen Klopp https://t.co/TiVYcdnY7S— LFCMAGAZINE (@LFCMAGAZINE) February 4, 2021 „Það voru alltof mörg dæmi um það að við gáfum boltann frá okkur of auðveldlega og þá var eins og strákarnir væru andlega þreyttir. Ég veit að þeir geta vel sent boltann frá A til B en það gerðist ekki. Við gerðum þetta auðvelt fyrir Brighton en þeir stóðu sig líka vel,“ sagði Klopp sem viðurkenndi að úrslitin hafi ekki verið ósanngjörn. „Brighton átti skilið að vinna, það er enginn vafi á því. Fyrir mig er mikilvægara að finna útskýringuna á því af hverju við töpuðum þessum leik og skilja betur hvað gerðist í kvöld. Við litum ekki sannfærandi út,“ sagði Klopp. Liverpool lék 68 leiki í röð á Anfield án þess að tapa en hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð og það á móti Burnley og Brighton. „Eina útskýringin sem ég hef er að við séum þrekað lið þegar við horfum á andlega þáttinn og það leiðir til þess að menn hafa ekki fullan ferskleika í fótunum,“ sagði Klopp. „Það eina sem við getum gert er að nota hlutina sem gerast og reyna að læra af þeim. Lausnin er alltaf hjá leikmönnunum. Þetta hefur verið erfið vika og við gerðum ekki nóg í kvöld. City er á miklu flugi og við þurfum að finna lausnir,“ sagði Jürgen Klopp. Jürgen Klopp admits Liverpool are not title contenders at the moment after losing at home to Brighton. By @AHunterGuardian https://t.co/c9JPIDT9w5— Guardian sport (@guardian_sport) February 4, 2021
Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira