Sportið í dag: „Brjálaður ef þjálfari talaði svona um liðið mitt“ Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2021 14:00 Kristinn Björgúlfsson tók við karlaliði ÍR síðasta vor. VÍSIR/VILHELM Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, fór mikinn í viðtali við Vísi eftir tapið gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í handbolta í gær. Skot hans á leikmenn Stjörnunnar voru honum ekki til sóma að mati strákanna í Sportinu í dag. „Mér finnst Stjarnan ekki vera með betra lið en við á pappír, í liði Stjörnunnar eru fullt af leikmönnum sem eru löngu runnir út á dagsetningu,“ sagði Kristinn meðal annars eftir 27-24 tap ÍR. Þeir Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G ræddu meðal annars ummæli Kristins í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. „Þetta kemur frá þjálfara sem seldi sæti í liðinu sínu fyrir tímabilið,“ sagði Kjartan Atli og vísaði í söfnun ÍR-inga í vor eftir að í ljós kom að handknattleiksdeild ÍR rambaði á barmi gjaldþrots. „Auðvitað er þetta bara vindhögg,“ sagði Henry Birgir. „Þarna var dauðafæri fyrir ÍR að sækja sitt fyrsta stig á tímabilinu, liðið kemst í 9-3 og það er allt jafnt þegar það eru örfáar mínútur eftir. Hann var ógeðslega sár eftir þetta. Stjarnan gat náttúrulega ekki neitt – þetta á að vera formsatriði fyrir lið eins og Stjörnuna en Stjarnan þurfti að fara í 7 á móti 6 gegn ÍR. Pínu neyðarlegt fyrir lið sem tekur sig hátíðlegar en þetta og hefur fjárfest það vel. Kiddi þarf samt auðvitað að halda haus,“ sagði Henry. Patrekur lét sig hverfa Þeir félagar voru sammála um að Kristin hefði skort klassa í gær. „Ég væri brjálaður ef að þjálfari talaði svona um liðið mitt,“ sagði Kjartan Atli og Henry tók við boltanum: „Talandi um skort á klassa. Eins mikla virðingu og ég ber fyrir Patta [Patreki Jóhannessyni, þjálfara Stjörnunnar] þá vantaði aðeins upp á hjá honum eftir leikinn í gær. Hann lét sig bara hverfa. Mætti ekki í viðtal. Ég held að hann hafi bara skammast sín svona fyrir frammistöðuna að hann reykspólaði burt úr Breiðholtinu og heim.“ ÍR-ingar eru eftir sem áður án stiga í Olís-deildinni og óvíst að það breytist nokkuð á leiktíðinni: „Kiddi er samt að gera frábæra hluti að reyna að halda þessu gangandi. Hann fékk erfið spil á hendi – gjaldþrota lið – og er að gera mjög vel. Og mögulega var hann mjög pirraður, en það er ekki næg afsökun,“ sagði Kjartan Atli. Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um ummæli Kristins hefst eftir 10 mínútur af þættinum. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Sportið í dag ÍR Stjarnan Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
„Mér finnst Stjarnan ekki vera með betra lið en við á pappír, í liði Stjörnunnar eru fullt af leikmönnum sem eru löngu runnir út á dagsetningu,“ sagði Kristinn meðal annars eftir 27-24 tap ÍR. Þeir Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G ræddu meðal annars ummæli Kristins í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. „Þetta kemur frá þjálfara sem seldi sæti í liðinu sínu fyrir tímabilið,“ sagði Kjartan Atli og vísaði í söfnun ÍR-inga í vor eftir að í ljós kom að handknattleiksdeild ÍR rambaði á barmi gjaldþrots. „Auðvitað er þetta bara vindhögg,“ sagði Henry Birgir. „Þarna var dauðafæri fyrir ÍR að sækja sitt fyrsta stig á tímabilinu, liðið kemst í 9-3 og það er allt jafnt þegar það eru örfáar mínútur eftir. Hann var ógeðslega sár eftir þetta. Stjarnan gat náttúrulega ekki neitt – þetta á að vera formsatriði fyrir lið eins og Stjörnuna en Stjarnan þurfti að fara í 7 á móti 6 gegn ÍR. Pínu neyðarlegt fyrir lið sem tekur sig hátíðlegar en þetta og hefur fjárfest það vel. Kiddi þarf samt auðvitað að halda haus,“ sagði Henry. Patrekur lét sig hverfa Þeir félagar voru sammála um að Kristin hefði skort klassa í gær. „Ég væri brjálaður ef að þjálfari talaði svona um liðið mitt,“ sagði Kjartan Atli og Henry tók við boltanum: „Talandi um skort á klassa. Eins mikla virðingu og ég ber fyrir Patta [Patreki Jóhannessyni, þjálfara Stjörnunnar] þá vantaði aðeins upp á hjá honum eftir leikinn í gær. Hann lét sig bara hverfa. Mætti ekki í viðtal. Ég held að hann hafi bara skammast sín svona fyrir frammistöðuna að hann reykspólaði burt úr Breiðholtinu og heim.“ ÍR-ingar eru eftir sem áður án stiga í Olís-deildinni og óvíst að það breytist nokkuð á leiktíðinni: „Kiddi er samt að gera frábæra hluti að reyna að halda þessu gangandi. Hann fékk erfið spil á hendi – gjaldþrota lið – og er að gera mjög vel. Og mögulega var hann mjög pirraður, en það er ekki næg afsökun,“ sagði Kjartan Atli. Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um ummæli Kristins hefst eftir 10 mínútur af þættinum. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Sportið í dag ÍR Stjarnan Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira