„Nú er búið að skoða þetta nóg“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 19:00 Gert er ráð fyrir að Sundabraut tengist Sæbraut við núverandi gatnamót Holtavegar og Sæbrautar. Hægt verði að aka undir Sundabrú við gatnamótin við Skútuvog. vísir/Egill Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. Samgönguráðherra sagði í gær að niðurstöður starfsfhóps um Sundabraut væru afgerandi. Brú væri hagkvæmasti og besti kosturinn. „Og að mínu mati er ekkert því til fyrirstöðu að taka næstu skref og hefja framkvæmdir við Sundabraut,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í gær. Borgarstjóri telur niðurstöðuna ekki eins afdráttarlausa. „Ég held að það sé nú mikilvægt að halda því til haga að hópurinn telur jafnframt að göngin séu raunhæf. Þannig að ábendingar hópsins um hvað þurfi að gera næst, eins og félagsfræðileg greining og gæti náð til beggja kosta,“ segir Dagur B. Eggertsson. Í skýrslunni segir vissulega að báðar leiðir séu raunhæfar en að kostir við Sundabrú vegi þyngra. Dagur bendir á að eftir ítarlegt samráð hafi Reykjavíkurborg hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að göng væru betri kostur. Til þess að breyta því þurfi samráð við meðal annars íbúa í Laugardal, Grafarvogi og á Kjalarnesi. Skýrslan sé gott innlegg í það. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðuna sem Dagur vísar í yfir tíu ára gamla. Nýjar upplýsingar liggi fyrir. „Þessi nefnd var sett á laggirnar til þess að vera síðasta nefndin um Sundabraut. Og miðað við niðurstöðuna og hvað hún er skýr held ég að hún eigi að vera það,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds. „Mér finnst einboðið að menn fari nú bara að framkvæma. Nú er búið að skoða þetta nóg.“ Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.vísir/Vilhelm Dagur segir frekari skoðun á báðum kostum ekki til þess fallna að tefja málið. „Ég er ekki viss um að neinn sé að spara tíma með því að sleppa því að tala við fólk. Annars er hætt við því að allt ferlið tefjist. Ekki okkar vegna heldur vegna þess að fólk á rétt á því að fá svör við sínum spurningum.“ Sundabraut Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Samgönguráðherra sagði í gær að niðurstöður starfsfhóps um Sundabraut væru afgerandi. Brú væri hagkvæmasti og besti kosturinn. „Og að mínu mati er ekkert því til fyrirstöðu að taka næstu skref og hefja framkvæmdir við Sundabraut,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í gær. Borgarstjóri telur niðurstöðuna ekki eins afdráttarlausa. „Ég held að það sé nú mikilvægt að halda því til haga að hópurinn telur jafnframt að göngin séu raunhæf. Þannig að ábendingar hópsins um hvað þurfi að gera næst, eins og félagsfræðileg greining og gæti náð til beggja kosta,“ segir Dagur B. Eggertsson. Í skýrslunni segir vissulega að báðar leiðir séu raunhæfar en að kostir við Sundabrú vegi þyngra. Dagur bendir á að eftir ítarlegt samráð hafi Reykjavíkurborg hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að göng væru betri kostur. Til þess að breyta því þurfi samráð við meðal annars íbúa í Laugardal, Grafarvogi og á Kjalarnesi. Skýrslan sé gott innlegg í það. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðuna sem Dagur vísar í yfir tíu ára gamla. Nýjar upplýsingar liggi fyrir. „Þessi nefnd var sett á laggirnar til þess að vera síðasta nefndin um Sundabraut. Og miðað við niðurstöðuna og hvað hún er skýr held ég að hún eigi að vera það,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds. „Mér finnst einboðið að menn fari nú bara að framkvæma. Nú er búið að skoða þetta nóg.“ Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.vísir/Vilhelm Dagur segir frekari skoðun á báðum kostum ekki til þess fallna að tefja málið. „Ég er ekki viss um að neinn sé að spara tíma með því að sleppa því að tala við fólk. Annars er hætt við því að allt ferlið tefjist. Ekki okkar vegna heldur vegna þess að fólk á rétt á því að fá svör við sínum spurningum.“
Sundabraut Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira