Fyrsta lota Borgarlínu kosti 25 milljarða og þar muni mestu um byggingu brúa Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2021 21:00 Reiknað er með að fyrsti áfangi Borgarlínu verði tekinn í gagnið seinni hluta ársins 2025. Frumdrög þessa áfanga upp á tuttugu og fimm milljarða voru kynnt í dag og munar þar mestu um kostnað við brýr yfir Fossvog og Elliðaárvog. Fyrsta lota Borgarlínunnar mun ná frá Ártúnshöfða og niður í miðbæ. Þaðan fer hún um miðborgina, yfir í Vatnsmýrina, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan upp í Hamraborg. Áætlanir eru einnig uppi um að þessar leiðir muni einnig teygja sig frá Ártúnshöfða og í Grafarvog og frá Hamraborg upp í Vatnsenda. Vonir standa til að framkvæmdir hefjist í fyrsta lagi 2023 og fyrsti Borgarlínustrætóinn fari þessa leið seinni hluta ársins 2025. Í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir 50 milljörðum í borgarlínuna. Þessi fyrsta lota mun nema 25 milljörðum af þeirri upphæð. Mestu munar um byggingu brúa yfir Fossvog og Elliðaárvog sem verða aðeins fyrir vistvæna ferðamáta. Brúin yfir Fossvog mun liggja frá enda Reykjavíkurflugvallar og að Bakkabraut á Kársnesi. Brýr yfir Elliðárvog mun liggja frá Vogabyggöð, yfir Geirsnef og inn á Sævarhöfða þar sem Borgarlínan fer um nýjan veg að Stórhöfða. Um byltingu verður að ræða fyrir íbúa að sögn þeirra sem að Borgarlínunni standa. „Þetta eru nýir tímar í almenningssamgöngum því Borgarlínan mun ekki bara nýtast þeim sem nota hana. Heldur mun hún létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni. Þetta mun nýtast öllum, hvort sem þeir nota einkabíl eða ekki,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.Vísir/Egill „Fólk sem notar Borgarlínuna mun upplifa styttri ferðatíma. Á algengum leiðum getur ferðatími verið að styttast um allt að helming.“ Samgöngusáttmálinn snýr einnig að uppbyggingu stofnvega, virkra ferðamáta og umferðarflæðis. Davíð segir kostnaðinn við fyrstu lotu borgarlínunnar mega vera háan. „Þetta eru arðbærustu leiðirnar og eðlilega byrjar maður á þeim. Þetta má alveg kosta því það er gert ráð fyrir að arðsemin af þessu sé sjö prósent. Þetta mun nýtast mjög mörgum og verður mjög arðbært. Þetta eru háar fjárhæðir en þeim er mjög vel varið.“ Um er að ræða frumdrög en ekki endanlegar tillögur. Hægt er að kynna sér frumdrögin nánar á vef Borgarlínunnar þar sem er óskað eftir athugasemdum. Reykjavík Kópavogur Borgarlína Samgöngur Skipulag Fossvogsbrú Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Lögreglu tilkynnt um menn með leiðindi Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira
Fyrsta lota Borgarlínunnar mun ná frá Ártúnshöfða og niður í miðbæ. Þaðan fer hún um miðborgina, yfir í Vatnsmýrina, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan upp í Hamraborg. Áætlanir eru einnig uppi um að þessar leiðir muni einnig teygja sig frá Ártúnshöfða og í Grafarvog og frá Hamraborg upp í Vatnsenda. Vonir standa til að framkvæmdir hefjist í fyrsta lagi 2023 og fyrsti Borgarlínustrætóinn fari þessa leið seinni hluta ársins 2025. Í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir 50 milljörðum í borgarlínuna. Þessi fyrsta lota mun nema 25 milljörðum af þeirri upphæð. Mestu munar um byggingu brúa yfir Fossvog og Elliðaárvog sem verða aðeins fyrir vistvæna ferðamáta. Brúin yfir Fossvog mun liggja frá enda Reykjavíkurflugvallar og að Bakkabraut á Kársnesi. Brýr yfir Elliðárvog mun liggja frá Vogabyggöð, yfir Geirsnef og inn á Sævarhöfða þar sem Borgarlínan fer um nýjan veg að Stórhöfða. Um byltingu verður að ræða fyrir íbúa að sögn þeirra sem að Borgarlínunni standa. „Þetta eru nýir tímar í almenningssamgöngum því Borgarlínan mun ekki bara nýtast þeim sem nota hana. Heldur mun hún létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni. Þetta mun nýtast öllum, hvort sem þeir nota einkabíl eða ekki,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.Vísir/Egill „Fólk sem notar Borgarlínuna mun upplifa styttri ferðatíma. Á algengum leiðum getur ferðatími verið að styttast um allt að helming.“ Samgöngusáttmálinn snýr einnig að uppbyggingu stofnvega, virkra ferðamáta og umferðarflæðis. Davíð segir kostnaðinn við fyrstu lotu borgarlínunnar mega vera háan. „Þetta eru arðbærustu leiðirnar og eðlilega byrjar maður á þeim. Þetta má alveg kosta því það er gert ráð fyrir að arðsemin af þessu sé sjö prósent. Þetta mun nýtast mjög mörgum og verður mjög arðbært. Þetta eru háar fjárhæðir en þeim er mjög vel varið.“ Um er að ræða frumdrög en ekki endanlegar tillögur. Hægt er að kynna sér frumdrögin nánar á vef Borgarlínunnar þar sem er óskað eftir athugasemdum.
Reykjavík Kópavogur Borgarlína Samgöngur Skipulag Fossvogsbrú Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Lögreglu tilkynnt um menn með leiðindi Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira