Trúa því að þeir séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá Lillý Valgerður Pétursdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 6. febrúar 2021 11:35 Gestur segir fjölskyldu og vini fylgjast náið með stöðu mála. Samsett Umfangsmikil leit stendur nú yfir að fjallgöngumanninum John Snorra og tveimur félögum hans á fjallinu K2 í Pakistan en ekkert hefur heyrst til þeirra í á annan sólarhring. Þyrlur hersins hafa verið notaðar við leitina og reyna á að nýta gervihnetti. Fjölskylduvinur segir fjölskyldu og vini trúa því John Snorri og Ali, sem er með honum á fjallinu, séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá. Í fyrrakvöld lagði John Snorri Sigurjónsson á stað upp K2 ásamt þremur félögum sínum. Það er pakistönsku feðgunum Ali og Sajid Sapara og svo Pablo Mohr. Síðast sást til Johns, Sapara og Pablo klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma. Engar fregnir hafa borist af þeim síðan. Áður þurfti Sajid Sapara að snúa við eftir að súrefnisbúnaður hans hætti að virka. Tvær þyrlur sendar á staðinn „Samkvæmt upplýsingum frá honum sá hann þá þrjá Ali, Pablo og John vera í svokölluðum flöskuháls á leiðinni upp,“ segir fjölskylduvinurinn Gestur Pétursson í samtali við fréttastofu. Þá hafi þeir verið í um 8.200 metra hæð en fjallið er rúmlega 8600 metra hátt. Gestur segir leit nú hafna að þremenningunum sem pakistönsk stjórnvöld stýri en tvær þyrlur pakistanska hersins flugu yfir svæðið í morgun og viðbótarmannskapur verið sendur í grunnbúðirnar út af leitinni. Reyna að tengjast gervihnattasímum „Þyrlurnar geta bara flogið ákveðið hátt svo það er verið að skoða möguleikann á því að fá herflutningavél til að fljúga í kringum fjallið og reyna að staðsetja þá. Þar að auki er verið að kanna möguleikann á því að fá gervihnetti til að horfa á svæðið því að tæknin þar er orðin svo mikil að það gæti aðstoðað við leitina.“ Þá er verið að kanna hvort hægt sé að nýta gervihnattasíma þeirra til að finna þá. Þar að auki sé fjölskylda Johns í beinu sambandi við aðila í Bandaríkjunum, fólk í pakistanska hernum og aðila sem stýra grunnbúðunum. Lögreglan hér á landi verið fjölskyldunni innan handar „Íslenska utanríkisþjónustan hefur reynst okkur og fjölskyldunni frábærlega í þessu og verið virkilega verðmætur og góður stuðningur. Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar hefur líka verið að styðja við bakið á okkur með því að meðal annars að fá upplýsingar frá þessu gervihnattasímafyrirtæki.“ John Snorri varð sumarið 2017 fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Hann ætlaði einnig að verða sá fyrsti til að klífa það að vetri til og hefur verið á svæðinu síðan í nóvember við undirbúning. Annar hópur náði þó þeim áfanga í janúar að vera á undan John Snorra og félögum og var þar með sá fyrsti til að komast á toppinn að vetrarlagi. Er þetta nú önnur atlaga Johns að fjallinu að vetri til en hann varð frá að hverfa í janúar vegna veðurs. Gestur er nú á heimili Johns Snorra og eiginkonu hans Línu Móeyjar en þar hafa vinir og fjölskylda sett upp nokkurs konar stjórnstöð vegna leitarinnar. Þau halda öll í vonina um John Snorri og félagar finnist fljótt en Gestur segir líðan fólksins vera eftir atvikum. Eruð þið vongóð um að hann muni finnast? „Við trúum því að John Snorri og Ali séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá.“ Fjallamennska Nepal Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir Engar fregnir eftir nóttina og herinn sendir þyrlur til leitar Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans í rúmlan sólarhring. Síðast sást til þeirra klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma, en hópurinn lagði af stað á fimmtudag áleiðis á topp K2. Pakistanski herinn mun senda þyrlur til að leita að hópnum. 6. febrúar 2021 07:29 Lína Móey bíður eftir að heyra frá John Snorra Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar fjallagarps, hefur sagt vinum fjölskyldunnar frá nýjustu tíðindum sem hún hafi af eiginmanni sínum sem stefnir ótrauður á topp K2. Hún segist hafa ákveðið að setja upplýsingar inn á Facebook til að hughreysta fólk eins og sjálfa sig enda margir áhyggjufullir. 5. febrúar 2021 15:27 John Snorri lagður af stað á toppinn John Snorri Sigurjónsson hefur lagt af stað á toppinn á fjallinu K2 ásamt föruneyti sínu, feðgunum Ali og Sajid. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Johns Snorra í kvöld. 4. febrúar 2021 22:14 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Í fyrrakvöld lagði John Snorri Sigurjónsson á stað upp K2 ásamt þremur félögum sínum. Það er pakistönsku feðgunum Ali og Sajid Sapara og svo Pablo Mohr. Síðast sást til Johns, Sapara og Pablo klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma. Engar fregnir hafa borist af þeim síðan. Áður þurfti Sajid Sapara að snúa við eftir að súrefnisbúnaður hans hætti að virka. Tvær þyrlur sendar á staðinn „Samkvæmt upplýsingum frá honum sá hann þá þrjá Ali, Pablo og John vera í svokölluðum flöskuháls á leiðinni upp,“ segir fjölskylduvinurinn Gestur Pétursson í samtali við fréttastofu. Þá hafi þeir verið í um 8.200 metra hæð en fjallið er rúmlega 8600 metra hátt. Gestur segir leit nú hafna að þremenningunum sem pakistönsk stjórnvöld stýri en tvær þyrlur pakistanska hersins flugu yfir svæðið í morgun og viðbótarmannskapur verið sendur í grunnbúðirnar út af leitinni. Reyna að tengjast gervihnattasímum „Þyrlurnar geta bara flogið ákveðið hátt svo það er verið að skoða möguleikann á því að fá herflutningavél til að fljúga í kringum fjallið og reyna að staðsetja þá. Þar að auki er verið að kanna möguleikann á því að fá gervihnetti til að horfa á svæðið því að tæknin þar er orðin svo mikil að það gæti aðstoðað við leitina.“ Þá er verið að kanna hvort hægt sé að nýta gervihnattasíma þeirra til að finna þá. Þar að auki sé fjölskylda Johns í beinu sambandi við aðila í Bandaríkjunum, fólk í pakistanska hernum og aðila sem stýra grunnbúðunum. Lögreglan hér á landi verið fjölskyldunni innan handar „Íslenska utanríkisþjónustan hefur reynst okkur og fjölskyldunni frábærlega í þessu og verið virkilega verðmætur og góður stuðningur. Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar hefur líka verið að styðja við bakið á okkur með því að meðal annars að fá upplýsingar frá þessu gervihnattasímafyrirtæki.“ John Snorri varð sumarið 2017 fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Hann ætlaði einnig að verða sá fyrsti til að klífa það að vetri til og hefur verið á svæðinu síðan í nóvember við undirbúning. Annar hópur náði þó þeim áfanga í janúar að vera á undan John Snorra og félögum og var þar með sá fyrsti til að komast á toppinn að vetrarlagi. Er þetta nú önnur atlaga Johns að fjallinu að vetri til en hann varð frá að hverfa í janúar vegna veðurs. Gestur er nú á heimili Johns Snorra og eiginkonu hans Línu Móeyjar en þar hafa vinir og fjölskylda sett upp nokkurs konar stjórnstöð vegna leitarinnar. Þau halda öll í vonina um John Snorri og félagar finnist fljótt en Gestur segir líðan fólksins vera eftir atvikum. Eruð þið vongóð um að hann muni finnast? „Við trúum því að John Snorri og Ali séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá.“
Fjallamennska Nepal Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir Engar fregnir eftir nóttina og herinn sendir þyrlur til leitar Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans í rúmlan sólarhring. Síðast sást til þeirra klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma, en hópurinn lagði af stað á fimmtudag áleiðis á topp K2. Pakistanski herinn mun senda þyrlur til að leita að hópnum. 6. febrúar 2021 07:29 Lína Móey bíður eftir að heyra frá John Snorra Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar fjallagarps, hefur sagt vinum fjölskyldunnar frá nýjustu tíðindum sem hún hafi af eiginmanni sínum sem stefnir ótrauður á topp K2. Hún segist hafa ákveðið að setja upplýsingar inn á Facebook til að hughreysta fólk eins og sjálfa sig enda margir áhyggjufullir. 5. febrúar 2021 15:27 John Snorri lagður af stað á toppinn John Snorri Sigurjónsson hefur lagt af stað á toppinn á fjallinu K2 ásamt föruneyti sínu, feðgunum Ali og Sajid. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Johns Snorra í kvöld. 4. febrúar 2021 22:14 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Engar fregnir eftir nóttina og herinn sendir þyrlur til leitar Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans í rúmlan sólarhring. Síðast sást til þeirra klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma, en hópurinn lagði af stað á fimmtudag áleiðis á topp K2. Pakistanski herinn mun senda þyrlur til að leita að hópnum. 6. febrúar 2021 07:29
Lína Móey bíður eftir að heyra frá John Snorra Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar fjallagarps, hefur sagt vinum fjölskyldunnar frá nýjustu tíðindum sem hún hafi af eiginmanni sínum sem stefnir ótrauður á topp K2. Hún segist hafa ákveðið að setja upplýsingar inn á Facebook til að hughreysta fólk eins og sjálfa sig enda margir áhyggjufullir. 5. febrúar 2021 15:27
John Snorri lagður af stað á toppinn John Snorri Sigurjónsson hefur lagt af stað á toppinn á fjallinu K2 ásamt föruneyti sínu, feðgunum Ali og Sajid. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Johns Snorra í kvöld. 4. febrúar 2021 22:14