„Byrjað að sjást í ána þar sem sást ekki í hana áður“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. febrúar 2021 13:42 Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa staðið vaktina við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Mynd/Brynjar Vatnshæðin við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað síðan í gær. Hætta er þó enn talin á krapahlaupum í ánni og er eftirlit við brúna. Eftirlitsmenn á vegum Vegagerðarinnar fylgjast með umferð um brúna alla helgina en aðeins er hægt að aka yfir hana frá níu á morgnana til sjö á kvöldin. Brynjar Örn Ástþórsson verkstjóri hjá Vegagerðinni á Húsavík er nú á svæðinu og segir hann enn hættu vegna klakastíflunnar sunnan við brúna. „Það er auðvitað enn þá bara rosalega mikill klaki. Bara þak yfir þessu öllu saman. Hún er eitthvað aðeins að byrja að opna sig þarna að ofanverðu og það getur að minni bestu vitund verið gott merki og það getur líka verið slæmt merki. Það er enn þá að koma krapi þarna niður og það sást á myndum sem voru teknar þarna í gær,“ segir Brynjar. Samkvæmt mælum Veðurstofunnar þá hefur vatnshæðin lækkað við brúna síðan í gær en er nú rúmir 470 sentimetrar. „Það er búið að hengja utan í brúna brúsa. Maður hefur séð að spottarnir eru stundum slakir og stundum bara sterktir. Þannig þetta er að hækka og lækka.“ Brynjar segir nú sjást í ána þar sem ekki sást í hana áður. „Það eru komin göt þar sem voru ekki göt áður.“ Erfitt er að meta nú hversu lengi takmarkanir verða á umferð yfir brúna. „Það er eiginlega alveg ómögulegt að segja hversu langan tíma þetta tekur. Þetta verður metið aftur betur á mánudaginn.“ Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni. 2. febrúar 2021 16:21 Vatn í Jökulsá fór yfir vatnshæðarþröskuldinn Í kringum miðnætti í nótt fór vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, 520 sentimetra. Vatnshæðin hefur hækkað hægt og rólega síðan um klukkan þrjú síðdegis í gær. 30. janúar 2021 08:30 Lýsa yfir óvissustigi vegna krapastíflu og flóðahættu Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum, á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. 28. janúar 2021 16:12 Bara krapi svo langt sem augað eygir Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn. 27. janúar 2021 21:32 Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána. 3. febrúar 2021 11:54 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Eftirlitsmenn á vegum Vegagerðarinnar fylgjast með umferð um brúna alla helgina en aðeins er hægt að aka yfir hana frá níu á morgnana til sjö á kvöldin. Brynjar Örn Ástþórsson verkstjóri hjá Vegagerðinni á Húsavík er nú á svæðinu og segir hann enn hættu vegna klakastíflunnar sunnan við brúna. „Það er auðvitað enn þá bara rosalega mikill klaki. Bara þak yfir þessu öllu saman. Hún er eitthvað aðeins að byrja að opna sig þarna að ofanverðu og það getur að minni bestu vitund verið gott merki og það getur líka verið slæmt merki. Það er enn þá að koma krapi þarna niður og það sást á myndum sem voru teknar þarna í gær,“ segir Brynjar. Samkvæmt mælum Veðurstofunnar þá hefur vatnshæðin lækkað við brúna síðan í gær en er nú rúmir 470 sentimetrar. „Það er búið að hengja utan í brúna brúsa. Maður hefur séð að spottarnir eru stundum slakir og stundum bara sterktir. Þannig þetta er að hækka og lækka.“ Brynjar segir nú sjást í ána þar sem ekki sást í hana áður. „Það eru komin göt þar sem voru ekki göt áður.“ Erfitt er að meta nú hversu lengi takmarkanir verða á umferð yfir brúna. „Það er eiginlega alveg ómögulegt að segja hversu langan tíma þetta tekur. Þetta verður metið aftur betur á mánudaginn.“
Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni. 2. febrúar 2021 16:21 Vatn í Jökulsá fór yfir vatnshæðarþröskuldinn Í kringum miðnætti í nótt fór vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, 520 sentimetra. Vatnshæðin hefur hækkað hægt og rólega síðan um klukkan þrjú síðdegis í gær. 30. janúar 2021 08:30 Lýsa yfir óvissustigi vegna krapastíflu og flóðahættu Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum, á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. 28. janúar 2021 16:12 Bara krapi svo langt sem augað eygir Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn. 27. janúar 2021 21:32 Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána. 3. febrúar 2021 11:54 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni. 2. febrúar 2021 16:21
Vatn í Jökulsá fór yfir vatnshæðarþröskuldinn Í kringum miðnætti í nótt fór vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, 520 sentimetra. Vatnshæðin hefur hækkað hægt og rólega síðan um klukkan þrjú síðdegis í gær. 30. janúar 2021 08:30
Lýsa yfir óvissustigi vegna krapastíflu og flóðahættu Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum, á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. 28. janúar 2021 16:12
Bara krapi svo langt sem augað eygir Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn. 27. janúar 2021 21:32
Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána. 3. febrúar 2021 11:54