Fjórmenningarnir voru samir við sig og buðu upp á mikið fjör, gleði og glaum í þættinum þar sem þeir skiptust á að flytja slagara hvors annars ásamt vel völdum popplögum.
Það var vel við hæfi að ljúka þættinum á lagi Frikka Dórs, Dönsum eins á hálfvitar, en það er vafalaust mörgum farið að klæja vel í iljarnar og dansskóna nú á tímum.