Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2021 00:00 Margir voru orðnir langeygðir eftir opnun skemmtistaða og öldurhúsa, ekki síst rekstraraðilar þeirra. Vísir/Vilhelm Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti en í breytingunum felst meðal annars að krám, skemmtistöðum og spilakassasölum verður heimilt að opna á ný að uppfylltum skilyrðum. Verður stöðunum leyft að hafa opið til klukkan 22 á kvöldin líkt og veitingastöðum og um þá gilda einnig sömu 20 manna fjöldatakmörk. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram 20 manns en með rýmri undantekningum en áður. Á sama tíma haldast reglur um tveggja metra nálægðarmörk og grímuskyldu óbreyttar. Með breytingunum færast fjöldatakmörk í sviðslistum og útförum úr 100 í 150. Heilsu- og líkamsræktarstöðvum er heimilt að opna búningsaðstöðu sína á ný og æfingar í tækjasal eru leyfðar með skilyrðum. Flýtti afléttingum vegna góðs gengis Nýju reglurnar eru í gildi fram til 3. mars næstkomandi. Fyrri reglugerð átti að gilda til 17. febrúar en vegna þess hversu vel hefur tekist að draga úr fjölda smita hér á landi taldi sóttvarnalæknir tilefni til afléttinga fyrr. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti breytingarnar á á föstudag og sagðist hafa fallist á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Þetta eru varfærin skref, ekki stór en okkur finnst endurspegla það að Ísland sé grænt og sker sig þannig úr,“ sagði Svandís á föstudag. Undantekningar frá 20 manna fjöldatakmörkunum Eftirtaldar undantekningar eru frá 20 manna fjöldatakmörkunum en áfram gilda þó ákvæði um tveggja metra nálægðartakmörk og grímuskyldu líkt og áður segir. Fjöldatakmörkin eiga ekki við um börn fædd 2005 eða síðar þar sem þau eru undanþegin ákvæðum um fjöldatakmörk, nálægðarmörk og grímuskyldu. Trú- og lífsskoðunarfélög: Við allar athafnir mega vera 150 fullorðnir einstaklingar. Verslanir: Heimilt verður að taka við 150 viðskiptavinum að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra. Söfn: Heimilt er að taka á móti 150 gestum að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra. Sviðslistir: Heimilt er að taka á móti 150 gestum í sæti. Hugarleikir: Reglur sem gilt hafa um íþróttaæfingar og keppnir munu nú gilda á sama hátt um t.d. skák, bridds og bingó og sambærilega hugarleiki. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar mega opna búningsaðstöðu að nýju og æfingar í tækjasal verða heimilaðar að því gefnu að ekki séu fleiri en 20 manns í hverju rými og skulu þeir skrá þátttöku sína fyrirfram. Leyfilegur hámarksfjöldi gesta nemur helmingi af þeim fjölda sem kveðið er á um í starfsleyfi. Allur búnaður skal sótthreinsaður eftir notkun og tryggja skal að einstaklingar fari ekki á milli rýma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Verður stöðunum leyft að hafa opið til klukkan 22 á kvöldin líkt og veitingastöðum og um þá gilda einnig sömu 20 manna fjöldatakmörk. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram 20 manns en með rýmri undantekningum en áður. Á sama tíma haldast reglur um tveggja metra nálægðarmörk og grímuskyldu óbreyttar. Með breytingunum færast fjöldatakmörk í sviðslistum og útförum úr 100 í 150. Heilsu- og líkamsræktarstöðvum er heimilt að opna búningsaðstöðu sína á ný og æfingar í tækjasal eru leyfðar með skilyrðum. Flýtti afléttingum vegna góðs gengis Nýju reglurnar eru í gildi fram til 3. mars næstkomandi. Fyrri reglugerð átti að gilda til 17. febrúar en vegna þess hversu vel hefur tekist að draga úr fjölda smita hér á landi taldi sóttvarnalæknir tilefni til afléttinga fyrr. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti breytingarnar á á föstudag og sagðist hafa fallist á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Þetta eru varfærin skref, ekki stór en okkur finnst endurspegla það að Ísland sé grænt og sker sig þannig úr,“ sagði Svandís á föstudag. Undantekningar frá 20 manna fjöldatakmörkunum Eftirtaldar undantekningar eru frá 20 manna fjöldatakmörkunum en áfram gilda þó ákvæði um tveggja metra nálægðartakmörk og grímuskyldu líkt og áður segir. Fjöldatakmörkin eiga ekki við um börn fædd 2005 eða síðar þar sem þau eru undanþegin ákvæðum um fjöldatakmörk, nálægðarmörk og grímuskyldu. Trú- og lífsskoðunarfélög: Við allar athafnir mega vera 150 fullorðnir einstaklingar. Verslanir: Heimilt verður að taka við 150 viðskiptavinum að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra. Söfn: Heimilt er að taka á móti 150 gestum að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra. Sviðslistir: Heimilt er að taka á móti 150 gestum í sæti. Hugarleikir: Reglur sem gilt hafa um íþróttaæfingar og keppnir munu nú gilda á sama hátt um t.d. skák, bridds og bingó og sambærilega hugarleiki. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar mega opna búningsaðstöðu að nýju og æfingar í tækjasal verða heimilaðar að því gefnu að ekki séu fleiri en 20 manns í hverju rými og skulu þeir skrá þátttöku sína fyrirfram. Leyfilegur hámarksfjöldi gesta nemur helmingi af þeim fjölda sem kveðið er á um í starfsleyfi. Allur búnaður skal sótthreinsaður eftir notkun og tryggja skal að einstaklingar fari ekki á milli rýma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26