Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.
Gestur fundarins verður Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn og sviðsstjóri landamærasviðs embættis ríkislögreglustjóra.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ætlar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir meðal annars að ræða og svara spurningum varðandi háværan orðróma undanfarinna daga um stöðu mála í viðræðum við lyfjaframleiðandann Pfizer.
Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi, í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og í textalýsingu að neðan.
Uppfært: Útsendingu er lokið en upptöku má sjá að neðan.