Kæmi ekki á óvart þótt fastagestir fagni með því að taka lagið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 14:45 Þessi ljósmynd var tekin í byrjun sumars árið 2019 og er af Götubarnum og göngugötunni á Akureyri. Vísir/Vilhelm Kráareigendur mega nú opna staði sína á ný eftir marga mánaða lokun. Einum af eigendum Götubarsins á Akureyri kæmi hreint ekki á óvart þótt einhver fastagestanna fagnaði opnun staðarins með því að spreyta sig á vel sótthreinsuðum flygli. Áfram verður almennt miðað við tuttugu manna samkomubann, tveggja metra regluna og grímuskyldu. Þrátt fyrir góðan árangur í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands hafa sóttvarnayfirvöld sagst vilja stíga varfærin skref í átt að opnun í ljósi nýrra afbrigða veirunnar og mikillar útbreiðslu hennar í löndunum í kringum okkur. Aron Elí Gíslason, einn eigenda Götubarsins á Akureyri, er hæstánægður með að geta opnað að nýju eftir margra mánaða lokun. Staðurinn verður opnaður fyrir gestum næsta fimmtudag klukkan fimm. „Eftir fjóra erfiða mánuði þar sem við þurftum að hafa lokað, þá erum við hrikalega ánægð að geta opnað og höldum að fram undan séu bjartir tímar. Vonandi var þetta síðasta lokunin hjá okkur í bili. Það verður bara hrikalega gott að fá fólk í húsið og að starfsfólkið geti fengið að vinna aftur. Við erum mjög jákvæð gagnvart framhaldinu.“ Aron er sannfærður um að gestum götubarsins líði eins. Staðurinn verður opnaður á ný næsta fimmtudag klukkan 17.00. „Ég hugsa að margir gestir hafi saknað þess að geta farið á Götubarinn og fengið sér smá vín. Ég hugsa að það verði ágætt að gera hjá okkur og að þeir sem elski Götubarinn láti sjá sig.“ Það kæmi Aroni hreint ekki á óvart þótt einhver muni taka lagið á fimmtudaginn enda er staðurinn landsþekktur fyrir að vera hálfgerður tónlistarbar þar sem gestir geta látið ljós sitt skína á flyglinum. „Við erum með tvo flygla hérna og oftar en ekki er nú einhver sem heldur uppi stemningunni þannig að ég held að það verði engin breyting á því núna um helgina.“ Þrátt fyrir að ráðist hafi verið í varfærnar tilslakanir þarf eftir sem áður að gæta vel að sóttvörnum. Aron segir að hugsað hafi verið fyrir öllu og að starfsfólk verði tilbúið í að taka á móti gestum á fimmtudag. „Við búum svo vel að geta skipt staðnum alveg upp í tvö hólf og við ætlum að nýta það og passa að allir starfsmenn verði með grímur og við munum þjóna til borðs og passa upp á að það verði einungis tuttugu manns á staðnum með starfsfólki. Við fylgjum öllum reglum og þrífum alla snertifleti vel.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Akureyri Tengdar fréttir Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti en í breytingunum felst meðal annars að krám, skemmtistöðum og spilakassasölum verður heimilt að opna á ný að uppfylltum skilyrðum. 8. febrúar 2021 00:00 Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. 6. febrúar 2021 08:00 Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Áfram verður almennt miðað við tuttugu manna samkomubann, tveggja metra regluna og grímuskyldu. Þrátt fyrir góðan árangur í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands hafa sóttvarnayfirvöld sagst vilja stíga varfærin skref í átt að opnun í ljósi nýrra afbrigða veirunnar og mikillar útbreiðslu hennar í löndunum í kringum okkur. Aron Elí Gíslason, einn eigenda Götubarsins á Akureyri, er hæstánægður með að geta opnað að nýju eftir margra mánaða lokun. Staðurinn verður opnaður fyrir gestum næsta fimmtudag klukkan fimm. „Eftir fjóra erfiða mánuði þar sem við þurftum að hafa lokað, þá erum við hrikalega ánægð að geta opnað og höldum að fram undan séu bjartir tímar. Vonandi var þetta síðasta lokunin hjá okkur í bili. Það verður bara hrikalega gott að fá fólk í húsið og að starfsfólkið geti fengið að vinna aftur. Við erum mjög jákvæð gagnvart framhaldinu.“ Aron er sannfærður um að gestum götubarsins líði eins. Staðurinn verður opnaður á ný næsta fimmtudag klukkan 17.00. „Ég hugsa að margir gestir hafi saknað þess að geta farið á Götubarinn og fengið sér smá vín. Ég hugsa að það verði ágætt að gera hjá okkur og að þeir sem elski Götubarinn láti sjá sig.“ Það kæmi Aroni hreint ekki á óvart þótt einhver muni taka lagið á fimmtudaginn enda er staðurinn landsþekktur fyrir að vera hálfgerður tónlistarbar þar sem gestir geta látið ljós sitt skína á flyglinum. „Við erum með tvo flygla hérna og oftar en ekki er nú einhver sem heldur uppi stemningunni þannig að ég held að það verði engin breyting á því núna um helgina.“ Þrátt fyrir að ráðist hafi verið í varfærnar tilslakanir þarf eftir sem áður að gæta vel að sóttvörnum. Aron segir að hugsað hafi verið fyrir öllu og að starfsfólk verði tilbúið í að taka á móti gestum á fimmtudag. „Við búum svo vel að geta skipt staðnum alveg upp í tvö hólf og við ætlum að nýta það og passa að allir starfsmenn verði með grímur og við munum þjóna til borðs og passa upp á að það verði einungis tuttugu manns á staðnum með starfsfólki. Við fylgjum öllum reglum og þrífum alla snertifleti vel.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Akureyri Tengdar fréttir Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti en í breytingunum felst meðal annars að krám, skemmtistöðum og spilakassasölum verður heimilt að opna á ný að uppfylltum skilyrðum. 8. febrúar 2021 00:00 Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. 6. febrúar 2021 08:00 Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti en í breytingunum felst meðal annars að krám, skemmtistöðum og spilakassasölum verður heimilt að opna á ný að uppfylltum skilyrðum. 8. febrúar 2021 00:00
Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. 6. febrúar 2021 08:00
Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26