„Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 20:01 Margrét Lillý segir létti að úrskurðurinn sé kominn. Hann staðfesti allt sem hún hafi sagt um störf barnaverndaryfirvalda á Nesinu. vísir/egill Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar. Margar tilkynningar hafi borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við þeim með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Málið var kært til Barnaverndarstofu og í skýrslu sem kom út í síðustu viku segir að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli stúlkunnar. Skýrslan telur tólf blaðsíður og kemur meðal annars fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning og ekki hafi verið haft samband við föður við meðferð málsins eins og eðlilegt sé. Hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ Feðginin fagna skýrslunni enda sýni hún svart á hvítu að nefndin hafi ekki unnið sína vinnu. „Þetta er algjör áfellisdómur fyrir Seltjarnarnesbæ. Það er bara loksins komið í ljós að nefndin er algjörlega óhæf og hefur verið það frá byrjun,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar Lillýjar. Hann vonar að íbúar á Seltjarnarnesi krefjist þess að vinnubrögð verði bætt. Á meðan stjórnvaldið hagi sér svona sé eitthvað mikið að í bænum. „Þetta er bara hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ.“ Lífið byrjaði fyrir tveimur árum Margrét Lillý segir að henni sé létt, það sé gott að fólk viti að saga hennar sé sönn. Hún beri ekki slæmar tilfinningar til Seltjarnarnesbæjar en eigi erfitt með að skilja af hverju fólkið með stjórnartaumana sinnti ekki starfi sínu betur. Einar og Margrét Lillý segja baráttunni ekki lokið. Þau vilji tryggja að barnaverndaryfirvöld á Seltjarnarnesi sinni framvegis starfi sínu.vísir/egill „Þetta rændi æskunni minni og það er þessu fólki að kenna. Ég steig fyrst inn í lífið fyrir tveimur árum.“ Margrét Lillý er að verða nítján ára, hún útskrifast úr menntaskóla í vor og stefnir á viðskiptafræði í HR næsta haust. Hún segir framtíðina bjarta þrátt fyrir erfiða reynslu. „Það eru minningar sem munu alltaf vera fastar, sem ég mun aldrei gleyma, en maður lærir að lifa með þeim. Mér finnst ég hafa unnið vel úr þessu og verð alltaf betri og betri með tímanum. Já, mér finnst ég bara hafa höndlað þetta vel, ef ég má segja eins og er, og er bara mjög stolt af mér.“ Berjast fyrir framtíð annarra barna Feðginin ætla að ráðfæra sig við lögfræðing sinn og skoða næstu skref. „Við ætlum að taka þetta alla leið. við ætlum aðsjá til þess að það sé framtíð fyrir börn sem lenda í vanrækslu, eða andlegu og líkamlegu ofbeldi, og þau geti treyst á kerfið okkar til að aðstoða þau og hjálpa þeim.“ Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar. Margar tilkynningar hafi borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við þeim með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Málið var kært til Barnaverndarstofu og í skýrslu sem kom út í síðustu viku segir að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli stúlkunnar. Skýrslan telur tólf blaðsíður og kemur meðal annars fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning og ekki hafi verið haft samband við föður við meðferð málsins eins og eðlilegt sé. Hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ Feðginin fagna skýrslunni enda sýni hún svart á hvítu að nefndin hafi ekki unnið sína vinnu. „Þetta er algjör áfellisdómur fyrir Seltjarnarnesbæ. Það er bara loksins komið í ljós að nefndin er algjörlega óhæf og hefur verið það frá byrjun,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar Lillýjar. Hann vonar að íbúar á Seltjarnarnesi krefjist þess að vinnubrögð verði bætt. Á meðan stjórnvaldið hagi sér svona sé eitthvað mikið að í bænum. „Þetta er bara hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ.“ Lífið byrjaði fyrir tveimur árum Margrét Lillý segir að henni sé létt, það sé gott að fólk viti að saga hennar sé sönn. Hún beri ekki slæmar tilfinningar til Seltjarnarnesbæjar en eigi erfitt með að skilja af hverju fólkið með stjórnartaumana sinnti ekki starfi sínu betur. Einar og Margrét Lillý segja baráttunni ekki lokið. Þau vilji tryggja að barnaverndaryfirvöld á Seltjarnarnesi sinni framvegis starfi sínu.vísir/egill „Þetta rændi æskunni minni og það er þessu fólki að kenna. Ég steig fyrst inn í lífið fyrir tveimur árum.“ Margrét Lillý er að verða nítján ára, hún útskrifast úr menntaskóla í vor og stefnir á viðskiptafræði í HR næsta haust. Hún segir framtíðina bjarta þrátt fyrir erfiða reynslu. „Það eru minningar sem munu alltaf vera fastar, sem ég mun aldrei gleyma, en maður lærir að lifa með þeim. Mér finnst ég hafa unnið vel úr þessu og verð alltaf betri og betri með tímanum. Já, mér finnst ég bara hafa höndlað þetta vel, ef ég má segja eins og er, og er bara mjög stolt af mér.“ Berjast fyrir framtíð annarra barna Feðginin ætla að ráðfæra sig við lögfræðing sinn og skoða næstu skref. „Við ætlum að taka þetta alla leið. við ætlum aðsjá til þess að það sé framtíð fyrir börn sem lenda í vanrækslu, eða andlegu og líkamlegu ofbeldi, og þau geti treyst á kerfið okkar til að aðstoða þau og hjálpa þeim.“
Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira