Íslenskum landsliðsmanni hent út úr hóp eftir ósætti á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 08:00 Mikael Neville Anderson og Sory Kaba sjást hér í leik FC Midtjylland og Liverpool í Meistaradeildinni. Mikael Neville kvartar við dómara leiksins. EPA-EFE/Bo Amstrup Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson missti af mikilvægum leik FC Midtjylland í toppbaráttu dönsku deildarinnar í gærkvöldi. Það voru þó ekki meiðsli sem héldu honum frá leiknum. Ekstabladet segir frá því að Mikael Neville Anderson og Sory Kaba hafi ekki verið í leikmannahópi Midtjylland á móti Randers eftir að hafa lent saman á æfingu liðsins. Ekki kemur fram ástæðurnar fyrir ósættum leikmannanna en málið var þó það alvarlegt að Brian Priske þjálfari ákvað að velja hvorugan þeirra í leikmannahópinn fyrir mikilvægan leik á móti Randers. Báðir hjálpuðu þeir Mikael Neville og Sory Midtjylland liðinu að vinna danska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Mikael Neville hefur spilað mun meira með Midtjylland en Sory Kaba. Kaba lenti í því að smitast af kórónuveirunni yfir jólahátíðina og hafði því misst talsvert úr að undanförnu. Det knirker i fc Midtjylland... to spillere losset ud af truppen mod Randers fc efter ballade til træning #sldkhttps://t.co/AohLRaKcvP— Klaus Egelund (@klausegelund) February 8, 2021 Mikael hafði komið inn á sem varamaður í fyrsta leik Midtjylland liðsins eftir vetrarfríið en liðið tapaði þá á móti SönderjyskE. Midtjylland vann hins vegar 2-1 sigur á Randers í gærkvöldi. „Ég vil ekki segja neitt meira um þetta annað en að þeir eru ekki með í kvöld. Lengra fer ég ekki. Við veljum það byrjunarlið og þann hóp sem við teljum að geti unnið leikinn. Öll svona mál eru afgreidd innanhúss. Við erum með sterkan og heilbrigðan hóp hvað varðar sigurhugarfar og keppnisskap. Þannig náum við árangri,“ sagði Brian Priske, þjálfari FC Midtjylland um málið í gærkvöldi. Mikael Neville Anderson er 22 ára gamall og hefur verið hjá Midtjylland síðan að hann var átján ára. Hann fór á láni til bæði Vendsyssel og Excelsior áður en hann fékk alvöru tækifæri með aðalliði Midtjylland. Mikael spilaði bæði fyrir íslensk og dönsk unglingalandslið en valdi síðan Ísland. Hann hefur spilað sjö A-landsleiki fyrir Íslands og lagði upp mark í sigri á Moldóvu í síðustu undankeppni. Sory Kaba er þremur árum eldri en Mikael og kemur frá Gíneu í Afríku. Kaba er framherji og hefur skorað 3 mörk í 14 landsleikjum fyrir Gíneu. Hann hefur verið leikmaður Midtjylland frá 2019. Danski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira
Ekstabladet segir frá því að Mikael Neville Anderson og Sory Kaba hafi ekki verið í leikmannahópi Midtjylland á móti Randers eftir að hafa lent saman á æfingu liðsins. Ekki kemur fram ástæðurnar fyrir ósættum leikmannanna en málið var þó það alvarlegt að Brian Priske þjálfari ákvað að velja hvorugan þeirra í leikmannahópinn fyrir mikilvægan leik á móti Randers. Báðir hjálpuðu þeir Mikael Neville og Sory Midtjylland liðinu að vinna danska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Mikael Neville hefur spilað mun meira með Midtjylland en Sory Kaba. Kaba lenti í því að smitast af kórónuveirunni yfir jólahátíðina og hafði því misst talsvert úr að undanförnu. Det knirker i fc Midtjylland... to spillere losset ud af truppen mod Randers fc efter ballade til træning #sldkhttps://t.co/AohLRaKcvP— Klaus Egelund (@klausegelund) February 8, 2021 Mikael hafði komið inn á sem varamaður í fyrsta leik Midtjylland liðsins eftir vetrarfríið en liðið tapaði þá á móti SönderjyskE. Midtjylland vann hins vegar 2-1 sigur á Randers í gærkvöldi. „Ég vil ekki segja neitt meira um þetta annað en að þeir eru ekki með í kvöld. Lengra fer ég ekki. Við veljum það byrjunarlið og þann hóp sem við teljum að geti unnið leikinn. Öll svona mál eru afgreidd innanhúss. Við erum með sterkan og heilbrigðan hóp hvað varðar sigurhugarfar og keppnisskap. Þannig náum við árangri,“ sagði Brian Priske, þjálfari FC Midtjylland um málið í gærkvöldi. Mikael Neville Anderson er 22 ára gamall og hefur verið hjá Midtjylland síðan að hann var átján ára. Hann fór á láni til bæði Vendsyssel og Excelsior áður en hann fékk alvöru tækifæri með aðalliði Midtjylland. Mikael spilaði bæði fyrir íslensk og dönsk unglingalandslið en valdi síðan Ísland. Hann hefur spilað sjö A-landsleiki fyrir Íslands og lagði upp mark í sigri á Moldóvu í síðustu undankeppni. Sory Kaba er þremur árum eldri en Mikael og kemur frá Gíneu í Afríku. Kaba er framherji og hefur skorað 3 mörk í 14 landsleikjum fyrir Gíneu. Hann hefur verið leikmaður Midtjylland frá 2019.
Danski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira