Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 08:51 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Hún kveðst ekki eiga von á því að boðað verði til blaðamannafundar í kvöld í kjölfar fundarins með lyfjafyrirtækinu. Þetta kom fram í viðtali við Katrínu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer um rannsóknina sé í höfn. Því séu mörg hundruð þúsund skammtar af bóluefni á leiðinni til landsins. Þá hefur einnig verið orðrómur um að eitt af skilyrðum Pfizer fyrir rannsókninni sé að hér verði landamærin opnuð. Katrín sagði að opnun landamæranna hefði ekki verið rædd ennþá í þessu samtali en lagði áherslu á að það hefð ekki ennþá komið til tals. „En það er þannig að eftir því sem bólusetningum vindur fram þá munum við sjá tilslakanir hér á Íslandi. Þær verða alltaf gerðar með hagsmuni almennings að leiðarljósi, þannig verður það bara áfram,“ sagði Katrín. Hún sagði ekkert annað að segja um málið en það sem hefur nú þegar komið fram. Aðspurð hvort íslensku vísindamennirnir hefðu umboð frá henni til að ganga frá samningum sagði hún: „Við fylgjumst bara grannt með en það er ekkert meira sem hefur komið út úr þessu en sem komið hefur fram. En ég veit það að það er mikið… þetta er orðið verst geymda leyndarmál Íslandssögunnar getum við sagt en ég get auðvitað ekkert sagt til um það hvað mun koma út úr þessu nákvæmlega.“ Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hún kveðst ekki eiga von á því að boðað verði til blaðamannafundar í kvöld í kjölfar fundarins með lyfjafyrirtækinu. Þetta kom fram í viðtali við Katrínu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer um rannsóknina sé í höfn. Því séu mörg hundruð þúsund skammtar af bóluefni á leiðinni til landsins. Þá hefur einnig verið orðrómur um að eitt af skilyrðum Pfizer fyrir rannsókninni sé að hér verði landamærin opnuð. Katrín sagði að opnun landamæranna hefði ekki verið rædd ennþá í þessu samtali en lagði áherslu á að það hefð ekki ennþá komið til tals. „En það er þannig að eftir því sem bólusetningum vindur fram þá munum við sjá tilslakanir hér á Íslandi. Þær verða alltaf gerðar með hagsmuni almennings að leiðarljósi, þannig verður það bara áfram,“ sagði Katrín. Hún sagði ekkert annað að segja um málið en það sem hefur nú þegar komið fram. Aðspurð hvort íslensku vísindamennirnir hefðu umboð frá henni til að ganga frá samningum sagði hún: „Við fylgjumst bara grannt með en það er ekkert meira sem hefur komið út úr þessu en sem komið hefur fram. En ég veit það að það er mikið… þetta er orðið verst geymda leyndarmál Íslandssögunnar getum við sagt en ég get auðvitað ekkert sagt til um það hvað mun koma út úr þessu nákvæmlega.“ Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira