Sportið í dag: „Hakan hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2021 13:50 Björgvin Páll Gústavsson kom til Hauka frá Skjern í Danmörku fyrir tímabilið. Stoppið í Hafnarfirði verður þó styttra en búist var við. vísir/vilhelm Það kæmi lítið á óvart ef Björgvin Páll Gústavsson gengi í raðir Vals í sumar. Þetta sagði Henry Birgir Gunnarsson í Sportinu í dag. Í gærkvöldi sendu Haukar frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Björgvin hefði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við félagið. Í tilkynningu sagði Björgvin að hann vildi komast í fullt starf við handbolta til að geta varið meiri tíma með fjölskyldu sinni. Málefni Björgvins voru rædd í Sportinu í dag. „Það er auðvitað mjög sérstakt að greina frá þessu núna en á móti kemur, hefði verið hægt að halda þessu leyndu?“ sagði Henry Birgir. Hann segir að Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sé eflaust pirraður að missa Björgvin þótt hann sé ekki pirraður út í hann sjálfan. Langlíklegast þykir að Björgvin fari til Vals sem yrði góð lending fyrir báða aðila segir Henry Birgir. „Við höfum heimildir fyrir því að það sé mjög líklega aðalástæðan fyrir því að hann nýtti sér þetta uppsagnarákvæði. Og það þarf ekkert að koma á óvart. Valur er fjársterkasta félag landsins, ætla sér alltaf stóra hluti og eru fullir af metnaði. Markvarðateymi Vals hefur valdið gríðarlega miklum vonbrigðum og Björgvin Páll hefur verið besti markvörður Íslands í meira en áratug. Hann er það góður að titlar vinnast með hann innanborðs,“ sagði Henry Birgir. „Ég er ekkert hissa á því ef það er rétt að Valur sé að ganga með grasið í skónum á eftir honum og semja við hann. Valsmenn eru að reyna að bæta atvinnumannaumhverfi í sínum íþróttum og það að ráða Björgvin Pál inn í hundrað prósent starf og láta hann sinna einhverju öðru með er rökrétt skref hjá félagi sem hefur efni á því. Hakan á mér hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val í dag að Björgvin sé kominn þangað frá og með næsta sumri.“ Henry Birgir efast um að þessi tíðindi, að Björgvin yfirgefi Hauka í sumar, muni ekki hafa áhrif á að hann eða samherja hans það sem eftir lifir tímabils. „Hann er toppmaður, góður í hóp og algjör fagmaður. Hann mun gefa 120 prósent. Auðvitað er Aron pirraður og þarf að fara að huga að næstu leiktíð en hann vill bara vinna titilinn núna. Andri Scheving fær kannski aðeins meiri tíma. Síðan kalla Haukar Stefán Huldar [Stefánsson] heim frá Gróttu,“ sagði Henry Birgir en umræddur Stefán Huldar er í láni hjá Gróttu frá Haukum og hefur leikið einkar vel í vetur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Haukar Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Björgvin yfirgefur Hauka í sumar Björgvin Páll Gústavsson mun yfirgefa Hauka eftir leiktíðina í Olís deild karla og róa önnur mið. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú í kvöld. 8. febrúar 2021 22:37 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira
Í gærkvöldi sendu Haukar frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Björgvin hefði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við félagið. Í tilkynningu sagði Björgvin að hann vildi komast í fullt starf við handbolta til að geta varið meiri tíma með fjölskyldu sinni. Málefni Björgvins voru rædd í Sportinu í dag. „Það er auðvitað mjög sérstakt að greina frá þessu núna en á móti kemur, hefði verið hægt að halda þessu leyndu?“ sagði Henry Birgir. Hann segir að Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sé eflaust pirraður að missa Björgvin þótt hann sé ekki pirraður út í hann sjálfan. Langlíklegast þykir að Björgvin fari til Vals sem yrði góð lending fyrir báða aðila segir Henry Birgir. „Við höfum heimildir fyrir því að það sé mjög líklega aðalástæðan fyrir því að hann nýtti sér þetta uppsagnarákvæði. Og það þarf ekkert að koma á óvart. Valur er fjársterkasta félag landsins, ætla sér alltaf stóra hluti og eru fullir af metnaði. Markvarðateymi Vals hefur valdið gríðarlega miklum vonbrigðum og Björgvin Páll hefur verið besti markvörður Íslands í meira en áratug. Hann er það góður að titlar vinnast með hann innanborðs,“ sagði Henry Birgir. „Ég er ekkert hissa á því ef það er rétt að Valur sé að ganga með grasið í skónum á eftir honum og semja við hann. Valsmenn eru að reyna að bæta atvinnumannaumhverfi í sínum íþróttum og það að ráða Björgvin Pál inn í hundrað prósent starf og láta hann sinna einhverju öðru með er rökrétt skref hjá félagi sem hefur efni á því. Hakan á mér hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val í dag að Björgvin sé kominn þangað frá og með næsta sumri.“ Henry Birgir efast um að þessi tíðindi, að Björgvin yfirgefi Hauka í sumar, muni ekki hafa áhrif á að hann eða samherja hans það sem eftir lifir tímabils. „Hann er toppmaður, góður í hóp og algjör fagmaður. Hann mun gefa 120 prósent. Auðvitað er Aron pirraður og þarf að fara að huga að næstu leiktíð en hann vill bara vinna titilinn núna. Andri Scheving fær kannski aðeins meiri tíma. Síðan kalla Haukar Stefán Huldar [Stefánsson] heim frá Gróttu,“ sagði Henry Birgir en umræddur Stefán Huldar er í láni hjá Gróttu frá Haukum og hefur leikið einkar vel í vetur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Haukar Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Björgvin yfirgefur Hauka í sumar Björgvin Páll Gústavsson mun yfirgefa Hauka eftir leiktíðina í Olís deild karla og róa önnur mið. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú í kvöld. 8. febrúar 2021 22:37 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira
Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59
Björgvin yfirgefur Hauka í sumar Björgvin Páll Gústavsson mun yfirgefa Hauka eftir leiktíðina í Olís deild karla og róa önnur mið. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú í kvöld. 8. febrúar 2021 22:37