2020 algjört metár á fasteignamarkaðnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 06:50 Veltan á íbúðamarkaði í fyrra sló öll met. Vísir/Vilhelm Þinglýstir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði fyrir árið 2020 eru 14% fleiri en árið 2019 eða tæplega 12.100 á móti um 10.600. Er þetta algjört metár því aðeins árið 2007 var fjöldi kaupsamninga meiri og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og annars staðar á landsbyggðinni var í raun um metár að ræða. Þá sló veltan á íbúðamarkaði öll met. Veltan, það er heildarupphæðir söluverðs í öllum stökum íbúðaviðskiptum, nam 600 milljörðum króna á síðasta ári sem er nærri 19% meira en árið 2019 á föstu verðlagi og 6% meira en árið 2007. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kemur út í dag. Þar segir að veltuaukningin undanfarin ár hafi verið sérstaklega mikil á Suðurlandi, Norðausturlandi og á Vestfjörðum en hóflegri á Austurlandi og Norðvesturlandi. Þetta mikla líf á fasteignamarkaði kemur meðal annars fram í hærra fasteignaverði: „Mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, auk takmarkaðs fjölda íbúða til sölu og lágra vaxta, hefur óhjákvæmilega leitt til hærra fasteignaverðs. Samkvæmt vísitölu söluverðs HMS hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 8,4% á undanförnum 12 mánuðum í desember og hefur hækkunartakturinn verið að aukast. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins nam hækkunin 6,2% sem er aðeins hærra en hefur verið undanfarna mánuði og annars staðar á landsbyggðinni nam 12 mánaða hækkunin 0,8% sem er ögn meira en mældist í desember en þó hefur hækkunartakturinn þar verið að leita niður á við,“ segir í skýrslunni. Þá hafa fyrstu kaupendur aldrei verið fleiri en í fyrra; samkvæmt tölum Þjóðskrár voru 30,3% af öllum kaupsamningum á árinu 2020 vegna fyrstu kaupa og hefur hlutfallið ekki mælst hærra eins langt og tölur ná, eða frá þriðja ársfjórðungi 2008. „Þess má geta að ef tveir aðilar kaupa saman er nóg að annar aðilinn hafi aldrei átt íbúð áður til þess að viðskiptin teljist til fyrstu kaupa,“ segir í skýrslu HMS en hana má nálgast í heild sinni hér. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Er þetta algjört metár því aðeins árið 2007 var fjöldi kaupsamninga meiri og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og annars staðar á landsbyggðinni var í raun um metár að ræða. Þá sló veltan á íbúðamarkaði öll met. Veltan, það er heildarupphæðir söluverðs í öllum stökum íbúðaviðskiptum, nam 600 milljörðum króna á síðasta ári sem er nærri 19% meira en árið 2019 á föstu verðlagi og 6% meira en árið 2007. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kemur út í dag. Þar segir að veltuaukningin undanfarin ár hafi verið sérstaklega mikil á Suðurlandi, Norðausturlandi og á Vestfjörðum en hóflegri á Austurlandi og Norðvesturlandi. Þetta mikla líf á fasteignamarkaði kemur meðal annars fram í hærra fasteignaverði: „Mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, auk takmarkaðs fjölda íbúða til sölu og lágra vaxta, hefur óhjákvæmilega leitt til hærra fasteignaverðs. Samkvæmt vísitölu söluverðs HMS hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 8,4% á undanförnum 12 mánuðum í desember og hefur hækkunartakturinn verið að aukast. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins nam hækkunin 6,2% sem er aðeins hærra en hefur verið undanfarna mánuði og annars staðar á landsbyggðinni nam 12 mánaða hækkunin 0,8% sem er ögn meira en mældist í desember en þó hefur hækkunartakturinn þar verið að leita niður á við,“ segir í skýrslunni. Þá hafa fyrstu kaupendur aldrei verið fleiri en í fyrra; samkvæmt tölum Þjóðskrár voru 30,3% af öllum kaupsamningum á árinu 2020 vegna fyrstu kaupa og hefur hlutfallið ekki mælst hærra eins langt og tölur ná, eða frá þriðja ársfjórðungi 2008. „Þess má geta að ef tveir aðilar kaupa saman er nóg að annar aðilinn hafi aldrei átt íbúð áður til þess að viðskiptin teljist til fyrstu kaupa,“ segir í skýrslu HMS en hana má nálgast í heild sinni hér.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira