Háskólanemi situr uppi með einkunnina 0,0 eftir ritstuld Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2021 11:29 Nemandinn fékk einkunnina 0,0 í fyrir ritgerð sína um straum flóttafólks á landamærum Grikklands og Tyrklands á tímum kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hefur hafnað kröfu nemenda við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands um að ógilda ákvörðun deildarforseta um að gefa nemendanum einkunnina 0,0 í námskeiði vegna ritstuldar við ritgerðarsmið. Kröfu nemandans um að ógilda áminningu sem forseti Félagsvísindadeildar skólans veitti honum síðasta sumar var sömuleiðis hafnað. Úrskurður nefndarinnar var birtur í gær, en nemandinn fékk einkunnina 0,0 í námskeiðinu The Role and Policymaking of International Institutions á vormisseri 2020 þar sem nemendur fræðast um hlutverk og stefnumótun innan alþjóðastofnana. Nemandinn vildi meina að hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að tjá sig um ásakanir um meintan ritstuld áður en ákvarðanir voru teknar um að hann fengi 0,0 í einkunn og í framhaldi áður en ákvörðun var tekin um áminningu. Heilsuleysi, tímaskortur og vankunnátta Nemendanum var í apríl síðastliðinn tilkynnt í tölvupósti deildarforseta Stjórnmálafræðideildar skólans að grunur hafi vaknað um ætlaðan ritstuld í ritgerð sem bar titilinn „Covid 19 Crisis in border of Turkey-Greece between Migrants influx”. Var meginhluti ritgerðarinnar sagður byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda væri getið. Skólinn notaðist þar við niðurstöður úr forritinu Turnitin sem hafi sýnt að texti ritgerðarinnar væri að stórum hluta fenginn úr ýmsum heimildum á internetinu án þess að heimilda væri getið í samræmi við vönduð akademísk vinnubrögð. Í svörum nemendans á fjarfundi og síðar tölvupósti sagði hann meðal annars að hann hefði ekki vísvitandi brotið reglur skólans. Brotin hefði verið afleiðing af fötlun og heilsuleysi, tímaskorti og vankunnáttu um reglur skólans. Ekki trúverðugar skýringar Nemandanum var svo tilkynnt í tölvupósti frá deildarforseta um þá ákvörðun að hann fengi einkunnina 0,0 fyrir ritgerðina þar sem hann hefði brotið gegn lögum um opinbera háskóla. Í júní sendi forseti Félagsvísindasviðs nemandanum svo póst þar sem honum var veitt tækifæri til að tjá sig um ætluð brot áður en ákvörðun yrði tekin um agaviðurlög. Engin andmæli bárust og var nemandanum í kjölfarið veitt áminning. Í niðurstöðukafla úrskurðar áfrýjunarnefndarinnar segir að ekki hafa komið fram trúverðugar skýringar af hálfu nemendans á því hvers vegna meginhluti ritgerðar hans hafi verið byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda sé getið. Ekki sé því rétt að verða við kröfu að ógilda einkunnina 0,0. Sömuleiðis hafi ekki verið talin efni til að fallast á að andmælaréttur nemandans verið brotinn áður en ákvörðun um áminningu var tekin. Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Höfundaréttur Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kröfu nemandans um að ógilda áminningu sem forseti Félagsvísindadeildar skólans veitti honum síðasta sumar var sömuleiðis hafnað. Úrskurður nefndarinnar var birtur í gær, en nemandinn fékk einkunnina 0,0 í námskeiðinu The Role and Policymaking of International Institutions á vormisseri 2020 þar sem nemendur fræðast um hlutverk og stefnumótun innan alþjóðastofnana. Nemandinn vildi meina að hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að tjá sig um ásakanir um meintan ritstuld áður en ákvarðanir voru teknar um að hann fengi 0,0 í einkunn og í framhaldi áður en ákvörðun var tekin um áminningu. Heilsuleysi, tímaskortur og vankunnátta Nemendanum var í apríl síðastliðinn tilkynnt í tölvupósti deildarforseta Stjórnmálafræðideildar skólans að grunur hafi vaknað um ætlaðan ritstuld í ritgerð sem bar titilinn „Covid 19 Crisis in border of Turkey-Greece between Migrants influx”. Var meginhluti ritgerðarinnar sagður byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda væri getið. Skólinn notaðist þar við niðurstöður úr forritinu Turnitin sem hafi sýnt að texti ritgerðarinnar væri að stórum hluta fenginn úr ýmsum heimildum á internetinu án þess að heimilda væri getið í samræmi við vönduð akademísk vinnubrögð. Í svörum nemendans á fjarfundi og síðar tölvupósti sagði hann meðal annars að hann hefði ekki vísvitandi brotið reglur skólans. Brotin hefði verið afleiðing af fötlun og heilsuleysi, tímaskorti og vankunnáttu um reglur skólans. Ekki trúverðugar skýringar Nemandanum var svo tilkynnt í tölvupósti frá deildarforseta um þá ákvörðun að hann fengi einkunnina 0,0 fyrir ritgerðina þar sem hann hefði brotið gegn lögum um opinbera háskóla. Í júní sendi forseti Félagsvísindasviðs nemandanum svo póst þar sem honum var veitt tækifæri til að tjá sig um ætluð brot áður en ákvörðun yrði tekin um agaviðurlög. Engin andmæli bárust og var nemandanum í kjölfarið veitt áminning. Í niðurstöðukafla úrskurðar áfrýjunarnefndarinnar segir að ekki hafa komið fram trúverðugar skýringar af hálfu nemendans á því hvers vegna meginhluti ritgerðar hans hafi verið byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda sé getið. Ekki sé því rétt að verða við kröfu að ógilda einkunnina 0,0. Sömuleiðis hafi ekki verið talin efni til að fallast á að andmælaréttur nemandans verið brotinn áður en ákvörðun um áminningu var tekin.
Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Höfundaréttur Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira