Raunverð íbúða hefur hækkað meira hér en á hinum Norðurlöndunum Eiður Þór Árnason skrifar 11. febrúar 2021 12:55 Meiri sveiflur eru í uppbyggingu íbúða hér á landi en í nágrannalöndunum. Vísir/Vilhelm Raunverð íbúða hefur hækkað meira hér á landi en í nágrannalöndum á síðustu fimm árum. Mælist hækkunin yfir 40% í heildina frá 2015 á Íslandi en er á bilinu 1 til 20% á hinum Norðurlöndunum. Hefur raunverð hækkað minnst í Finnlandi þar sem verð hefur haldist nær óbreytt. Meiri sveiflur einkenna húsnæðismarkaðinn hér á landi samanborið við nágrannaþjóðirnar, hvort sem litið er til verðþróunar eða uppbyggingar íbúða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir að hækkunin hér á landi sé nær öll vegna hækkana á seinni hluta árs 2016 og 2017. Síðan þá hafi þróunin verið nokkuð áþekk hér á landi og í löndunum í kringum okkur en þó með undantekningum. Hækki nú hraðar á hinum Norðurlöndunum Nýjustu mælingar um þróunina á árinu 2020 gefa til kynna að verð sé að hækka nokkuð hraðar víða í nágrannalöndunum en hér á landi eftir að heimsfaraldurinn hófst. „12 mánaða hækkun mældist um 5% milli ára í Svíþjóð og Danmörku á þriðja ársfjórðungi síðasta árs en 4% hér. Sambærilegar mælingar vegna fjórða ársfjórðungs eru einungis fáanlegar fyrir Svíþjóð og Ísland enn sem komið er og mælist hækkunin 3% hér á landi en tæp 9% í Svíþjóð samkvæmt mælingum OECD. Samkvæmt þessu eru vísbendingar um að nágrannalöndin séu sum að finna fyrir meiri spennu á fasteignamarkaði en við búum við hér eftir að faraldurinn hófst,“ segir í nýrri Hagsjá Landsbankans. Eru vaxtalækkanir Seðlabanka Íslands sem bankinn greip til við upphaf faraldursins og leiddu til vaxtahækkana á húsnæðislánum talin vera ein ástæða verðhækkana hér á landi í fyrra. Það sama virðist ekki gilda um verðhækkanir hjá nágrannaþjóðum þar sem stýrivextir voru víða komnir niður í 0% áður en faraldurinn hófst og hafa því ekki verið lækkaðir. Samkomutakmarkanir einnig spilað inn í Að sögn hagfræðideildar Landsbankans er ólíklegt að vaxtabreytingar einar og sér skýri hækkanir á íbúðaverði á seinni hluta 2020, hér eða annars staðar. „Samkomutakmarkanir hafa til að mynda gert neyslumöguleika víða um heim takmarkaða og sparnaður margra því ef til vill ratað inn á fasteignamarkað með tilheyrandi þrýstingi á verðlag.“ Framboð íbúðarhúsnæðis er önnur stærð sem er sögð hafa áhrif á verðlag á markaði og voru verðhækkanir áranna 2016 og 2017 hér á landi meðal annars raktar til skorts á framboði íbúða og þá einna helst ákveðinna tegunda. Meiri sveiflur á Íslandi Að sögn hagfræðideildar Landsbankans sýna tölur að bygging hafi að jafnaði byrjað á fleiri íbúðum á hverja 100 þúsund íbúða á ári samanborið við nágrannalöndin. Hér hafi að meðaltali verið hafin bygging á tæplega 670 íbúðum á hverja 100.000 íbúa á ári frá aldamótum á meðan fjöldinn er á bilinu 350 til 580 í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Sveiflurnar séu þó meiri milli ára á Íslandi en annars staðar. „Tölur um ný verkefni á árinu 2020 liggja ekki fyrir, en samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins fækkar þeim sem eru á fyrstu byggingarstigum. Hagstofan greindi einnig frá því að útgefin byggingarleyfi á þriðja ársfjórðungi síðasta árs höfðu ekki mælst færri í a.m.k. áratug. Það eru því líkur á að sveiflur í uppbyggingu muni halda áfram hér á landi og vera meiri en hjá nágrannaþjóðum okkar,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Húsnæðismál Verðlag Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. 27. janúar 2021 13:42 Hægist á fasteignamarkaði og sölutími íbúða aldrei styttri Vísbendingar eru um að aðeins sé tekið að hægjast á fasteignamarkaði eftir mikið líf síðan í sumar en aðeins dró úr fjölda útgefinna kaupsamninga og veltu í nóvember samanborið við mánuðinn á undan. 13. janúar 2021 07:54 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Hefur raunverð hækkað minnst í Finnlandi þar sem verð hefur haldist nær óbreytt. Meiri sveiflur einkenna húsnæðismarkaðinn hér á landi samanborið við nágrannaþjóðirnar, hvort sem litið er til verðþróunar eða uppbyggingar íbúða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir að hækkunin hér á landi sé nær öll vegna hækkana á seinni hluta árs 2016 og 2017. Síðan þá hafi þróunin verið nokkuð áþekk hér á landi og í löndunum í kringum okkur en þó með undantekningum. Hækki nú hraðar á hinum Norðurlöndunum Nýjustu mælingar um þróunina á árinu 2020 gefa til kynna að verð sé að hækka nokkuð hraðar víða í nágrannalöndunum en hér á landi eftir að heimsfaraldurinn hófst. „12 mánaða hækkun mældist um 5% milli ára í Svíþjóð og Danmörku á þriðja ársfjórðungi síðasta árs en 4% hér. Sambærilegar mælingar vegna fjórða ársfjórðungs eru einungis fáanlegar fyrir Svíþjóð og Ísland enn sem komið er og mælist hækkunin 3% hér á landi en tæp 9% í Svíþjóð samkvæmt mælingum OECD. Samkvæmt þessu eru vísbendingar um að nágrannalöndin séu sum að finna fyrir meiri spennu á fasteignamarkaði en við búum við hér eftir að faraldurinn hófst,“ segir í nýrri Hagsjá Landsbankans. Eru vaxtalækkanir Seðlabanka Íslands sem bankinn greip til við upphaf faraldursins og leiddu til vaxtahækkana á húsnæðislánum talin vera ein ástæða verðhækkana hér á landi í fyrra. Það sama virðist ekki gilda um verðhækkanir hjá nágrannaþjóðum þar sem stýrivextir voru víða komnir niður í 0% áður en faraldurinn hófst og hafa því ekki verið lækkaðir. Samkomutakmarkanir einnig spilað inn í Að sögn hagfræðideildar Landsbankans er ólíklegt að vaxtabreytingar einar og sér skýri hækkanir á íbúðaverði á seinni hluta 2020, hér eða annars staðar. „Samkomutakmarkanir hafa til að mynda gert neyslumöguleika víða um heim takmarkaða og sparnaður margra því ef til vill ratað inn á fasteignamarkað með tilheyrandi þrýstingi á verðlag.“ Framboð íbúðarhúsnæðis er önnur stærð sem er sögð hafa áhrif á verðlag á markaði og voru verðhækkanir áranna 2016 og 2017 hér á landi meðal annars raktar til skorts á framboði íbúða og þá einna helst ákveðinna tegunda. Meiri sveiflur á Íslandi Að sögn hagfræðideildar Landsbankans sýna tölur að bygging hafi að jafnaði byrjað á fleiri íbúðum á hverja 100 þúsund íbúða á ári samanborið við nágrannalöndin. Hér hafi að meðaltali verið hafin bygging á tæplega 670 íbúðum á hverja 100.000 íbúa á ári frá aldamótum á meðan fjöldinn er á bilinu 350 til 580 í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Sveiflurnar séu þó meiri milli ára á Íslandi en annars staðar. „Tölur um ný verkefni á árinu 2020 liggja ekki fyrir, en samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins fækkar þeim sem eru á fyrstu byggingarstigum. Hagstofan greindi einnig frá því að útgefin byggingarleyfi á þriðja ársfjórðungi síðasta árs höfðu ekki mælst færri í a.m.k. áratug. Það eru því líkur á að sveiflur í uppbyggingu muni halda áfram hér á landi og vera meiri en hjá nágrannaþjóðum okkar,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Húsnæðismál Verðlag Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. 27. janúar 2021 13:42 Hægist á fasteignamarkaði og sölutími íbúða aldrei styttri Vísbendingar eru um að aðeins sé tekið að hægjast á fasteignamarkaði eftir mikið líf síðan í sumar en aðeins dró úr fjölda útgefinna kaupsamninga og veltu í nóvember samanborið við mánuðinn á undan. 13. janúar 2021 07:54 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. 27. janúar 2021 13:42
Hægist á fasteignamarkaði og sölutími íbúða aldrei styttri Vísbendingar eru um að aðeins sé tekið að hægjast á fasteignamarkaði eftir mikið líf síðan í sumar en aðeins dró úr fjölda útgefinna kaupsamninga og veltu í nóvember samanborið við mánuðinn á undan. 13. janúar 2021 07:54