Útgerðin segir alrangt að veiðigjald hafi lækkað með núverandi lögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 20:00 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir Útgerðin hefði greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núgildandi lög um veiðigjöld hefðu gilt á tímabilinu. Útgerðin telur rangt að veiðigjöld hafi lækkað síðustu ár með tilkomu nýrra laga. Síðustu þrjú ár hafa veiðigjöld lækkað frá ári til árs og námu á síðasta ári um 4,8 milljörðum króna. Í lok árs 2018 breyttust lög um veiðigjald og samkvæmt afar einföldu dæmi eru þau nú reiknuð þannig. Upphæð álagðs veiðigjalds í milljörðum.Vísir Veiðigjald byggir á afkomu útgerðar tvö ár aftur í tímann. Allar útgerðir í landinu veiða þúsund kíló af þorski - aflaverðmæti er 300.000 kr. Hlutdeild þorsks af kostnaði útgerðar er 250.000 kr. þ.e. fastur og breytilegur kostnaður við veiðarnar. Hagnaður útgerða samtals í landinu af veiðum á þorski er 50.000 kr. Veiðigjald á þorski fæst með því að deila kílóum af þorski í hagnaðinn eða 50.000/1000=50 Ríkið fær 33% af 50 kr. sem er 16,50 kr. fyrir hvert kíló af þorskinum. Þannig er verð á hverri tegund úr raun reiknað. Samkvæmt útreikningum á veiðigjöldum sem byggja á gögnum frá Hagstofunni og Fiskistofu og miðað er við hvernig útgerðir hafa gert upp við ríkisskattstjóra síðan nýju lögin tóku gildi hefði útgerðin greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núverandi lög hefðu gilt þá. Veiðigjald á þorski fæst með því að deila kílóum af þorski í hagnaðinn eða 50.000/1000=50.Vísir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, neitar því að veiðigjöld síðustu ára hafi lækkað vegna breytinga á lögum um gjaldið árið 2018. „Ég held að það skipti hér meginmáli hvaða tímabil er skoðað. Ef við værum að skoða til dæmis árið 2020 þá greiddi útgerðin 4,8 milljarða í veiðigjald. Samkvæmt eldri lögum hefði það verið 3,1 milljarður. Þannig að samkvæmt nýju lögunum er þetta 50 prósent hærra. Sama á við um árið í ár, veiðigjaldið er áætlað 7,5 milljarðar, það hefði verið fimm milljarðar samkvæmt eldri lögum,“ segir Heiðrún Lind. „Það var nákvæmlega þetta sem löggjafinn var að reyna að gera, það var að reyna að minnka þessar rosalegu sveiflur í veiðigjaldinu,“ segir Heiðrún. Hún segir að helstu breytingar með nýjum lögum sé að fastur kostnaður útgerða eins og fjárfestingar hefur nú áhrif á veiðigjaldið til lækkunar en á móti komi að gjaldið sé ekki lengur frádráttarbært frá skatti. „Í raun viðurkennir löggjafinn ákveðna hvata til fjárfestinga með því að hluti fjárfestinga sé frádráttarbær. Það eru auðvitað sameiginlegir hagsmunir okkar sem samfélags að við aukum verðmæti sem frá sjávarútvegi kemur,“ segir Heiðrún. „En á móti kom að það voru líka liðir sem leiddu til hækkunar, eins og álagið á uppsjávarveiðar og að veiðigjald sé ekki frádráttarbært,“ segir hún. Teljið þið núverandi lög sanngjörn? „Við hefðum gjarnan viljað ganga lengra þegar breytingin var gerð á veiðigjaldinu. Staðreyndin er bara sú að sjávarútvegurinn hefur greitt á umliðnum árum um það bil 20 prósent af hagnaði sem sjávarútvegurinn hefur greitt í auðlindagjaldið,“ segir Heiðrún Lind. Sjávarútvegur Skattar og tollar Tengdar fréttir Enn af auðlindaskatti í sjávarútvegi Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. 11. febrúar 2021 13:00 Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. 10. febrúar 2021 21:21 Álögð veiðigjöld 1,8 milljörðum lægri í fyrra en árið á undan Útgerðir landsins greiddu 1,8 milljörðum minna í veiðigjöld á síðasta ári en árið þar á undan. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað töluvert á undanförnum þremur árum. En á kjörtímabilinu voru gerðar breytingar á lögum um veiðigjöld þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. 9. febrúar 2021 16:50 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Síðustu þrjú ár hafa veiðigjöld lækkað frá ári til árs og námu á síðasta ári um 4,8 milljörðum króna. Í lok árs 2018 breyttust lög um veiðigjald og samkvæmt afar einföldu dæmi eru þau nú reiknuð þannig. Upphæð álagðs veiðigjalds í milljörðum.Vísir Veiðigjald byggir á afkomu útgerðar tvö ár aftur í tímann. Allar útgerðir í landinu veiða þúsund kíló af þorski - aflaverðmæti er 300.000 kr. Hlutdeild þorsks af kostnaði útgerðar er 250.000 kr. þ.e. fastur og breytilegur kostnaður við veiðarnar. Hagnaður útgerða samtals í landinu af veiðum á þorski er 50.000 kr. Veiðigjald á þorski fæst með því að deila kílóum af þorski í hagnaðinn eða 50.000/1000=50 Ríkið fær 33% af 50 kr. sem er 16,50 kr. fyrir hvert kíló af þorskinum. Þannig er verð á hverri tegund úr raun reiknað. Samkvæmt útreikningum á veiðigjöldum sem byggja á gögnum frá Hagstofunni og Fiskistofu og miðað er við hvernig útgerðir hafa gert upp við ríkisskattstjóra síðan nýju lögin tóku gildi hefði útgerðin greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núverandi lög hefðu gilt þá. Veiðigjald á þorski fæst með því að deila kílóum af þorski í hagnaðinn eða 50.000/1000=50.Vísir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, neitar því að veiðigjöld síðustu ára hafi lækkað vegna breytinga á lögum um gjaldið árið 2018. „Ég held að það skipti hér meginmáli hvaða tímabil er skoðað. Ef við værum að skoða til dæmis árið 2020 þá greiddi útgerðin 4,8 milljarða í veiðigjald. Samkvæmt eldri lögum hefði það verið 3,1 milljarður. Þannig að samkvæmt nýju lögunum er þetta 50 prósent hærra. Sama á við um árið í ár, veiðigjaldið er áætlað 7,5 milljarðar, það hefði verið fimm milljarðar samkvæmt eldri lögum,“ segir Heiðrún Lind. „Það var nákvæmlega þetta sem löggjafinn var að reyna að gera, það var að reyna að minnka þessar rosalegu sveiflur í veiðigjaldinu,“ segir Heiðrún. Hún segir að helstu breytingar með nýjum lögum sé að fastur kostnaður útgerða eins og fjárfestingar hefur nú áhrif á veiðigjaldið til lækkunar en á móti komi að gjaldið sé ekki lengur frádráttarbært frá skatti. „Í raun viðurkennir löggjafinn ákveðna hvata til fjárfestinga með því að hluti fjárfestinga sé frádráttarbær. Það eru auðvitað sameiginlegir hagsmunir okkar sem samfélags að við aukum verðmæti sem frá sjávarútvegi kemur,“ segir Heiðrún. „En á móti kom að það voru líka liðir sem leiddu til hækkunar, eins og álagið á uppsjávarveiðar og að veiðigjald sé ekki frádráttarbært,“ segir hún. Teljið þið núverandi lög sanngjörn? „Við hefðum gjarnan viljað ganga lengra þegar breytingin var gerð á veiðigjaldinu. Staðreyndin er bara sú að sjávarútvegurinn hefur greitt á umliðnum árum um það bil 20 prósent af hagnaði sem sjávarútvegurinn hefur greitt í auðlindagjaldið,“ segir Heiðrún Lind.
Sjávarútvegur Skattar og tollar Tengdar fréttir Enn af auðlindaskatti í sjávarútvegi Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. 11. febrúar 2021 13:00 Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. 10. febrúar 2021 21:21 Álögð veiðigjöld 1,8 milljörðum lægri í fyrra en árið á undan Útgerðir landsins greiddu 1,8 milljörðum minna í veiðigjöld á síðasta ári en árið þar á undan. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað töluvert á undanförnum þremur árum. En á kjörtímabilinu voru gerðar breytingar á lögum um veiðigjöld þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. 9. febrúar 2021 16:50 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Enn af auðlindaskatti í sjávarútvegi Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. 11. febrúar 2021 13:00
Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. 10. febrúar 2021 21:21
Álögð veiðigjöld 1,8 milljörðum lægri í fyrra en árið á undan Útgerðir landsins greiddu 1,8 milljörðum minna í veiðigjöld á síðasta ári en árið þar á undan. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað töluvert á undanförnum þremur árum. En á kjörtímabilinu voru gerðar breytingar á lögum um veiðigjöld þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. 9. febrúar 2021 16:50