Nær öllum húsum Borgarbyggðar í Brákarey lokað vegna slæmra brunavarna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 20:08 Fjórtán rekstraraðilar munu þurfa að yfirgefa húsnæði sitt í Brákarey í Borgarnesi á morgun vegna slæmra brunavarna. Vísir/Vilhelm Nær öllu húsnæði í eigu Borgarbyggðar í Brákarey verður lokað frá og með morgundeginum vegna alvarlegra athugasemda eldvarnareftirlits og byggingafulltrúa. Fjórtán rekstraraðilar munu þurfa að yfirgefa húsnæði sín á morgun og var þeim tilkynnt þetta í dag. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við brunavarnir í húsinu, en þar segir ljóst að nauðsynlegt sé að gera töluverðar úrbætur á húsnæðinu. Þær breytingar varða sérstaklega flóttaleiðir, vatnsleka, brunahólfun, rafmagnsmál og leiðir til reyklosunar. Skessuhorn greinir frá þessu. Um er að ræða húsnæði við Brákarbraut 25 og 27 í Brákarey, þar sem félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir eru með starfsemi. Rekstraraðilum í húsnæðinu var tilkynnt um lokunina á fundi í dag. Grímshús í Brákarey verður eina húsnæðið í eyjunni í eigu sveitarfélagsins sem fær að vera opið áfram. Eldvarnareftirlitið og byggingafulltrúi gerðu úttekt í húsnæði Ölunnar í síðustu viku og var í kjölfarið ákveðið að framkvæma heildarúttekt á húsnæðinu að Brákarbraut 25-27. Fram kemur hjá Skessuhorni að í kjölfar þess að niðurstöður lágu fyrir var ekki annað í stöðunni en að loka húsnæðinu um óákveðinn tíma. Eldvarnareftirlitið og byggingafulltrúi gerðu alvarlegar athugasemdir vegna brunavarna í húsinu og segir Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn að ekki hafi annað komið til greina en að loka húsnæðinu. „Þessi ákvörðun er okkur ekki léttvæg en við erum fyrst og fremst að hugsa um öryggi þeirra aðila sem hafa notað aðstöðuna í húsnæðinu. Niðurstöður úr úttektunum hafa leitt í ljós að nauðsynlegt er að gera töluverðar úrbætur á húsnæðinu, m.t.t. til eldvarna- og öryggismála. Helstu athugasemdir varða flóttaleiðir, vatnsleka, brunahólfun, rafmagnsmál og leiðir til reyklosunar,“ segir Þórdís. Engin ákvörðun hefur verið tekin um næstu skref í málinu og framtíð húsanna. Byggðarráð Borgarbyggðar mun í næstu viku ræða málið á fundi sínum og ákvörðun verður þá tekin um næstu skref. Borgarbyggð Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Sjá meira
Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við brunavarnir í húsinu, en þar segir ljóst að nauðsynlegt sé að gera töluverðar úrbætur á húsnæðinu. Þær breytingar varða sérstaklega flóttaleiðir, vatnsleka, brunahólfun, rafmagnsmál og leiðir til reyklosunar. Skessuhorn greinir frá þessu. Um er að ræða húsnæði við Brákarbraut 25 og 27 í Brákarey, þar sem félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir eru með starfsemi. Rekstraraðilum í húsnæðinu var tilkynnt um lokunina á fundi í dag. Grímshús í Brákarey verður eina húsnæðið í eyjunni í eigu sveitarfélagsins sem fær að vera opið áfram. Eldvarnareftirlitið og byggingafulltrúi gerðu úttekt í húsnæði Ölunnar í síðustu viku og var í kjölfarið ákveðið að framkvæma heildarúttekt á húsnæðinu að Brákarbraut 25-27. Fram kemur hjá Skessuhorni að í kjölfar þess að niðurstöður lágu fyrir var ekki annað í stöðunni en að loka húsnæðinu um óákveðinn tíma. Eldvarnareftirlitið og byggingafulltrúi gerðu alvarlegar athugasemdir vegna brunavarna í húsinu og segir Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn að ekki hafi annað komið til greina en að loka húsnæðinu. „Þessi ákvörðun er okkur ekki léttvæg en við erum fyrst og fremst að hugsa um öryggi þeirra aðila sem hafa notað aðstöðuna í húsnæðinu. Niðurstöður úr úttektunum hafa leitt í ljós að nauðsynlegt er að gera töluverðar úrbætur á húsnæðinu, m.t.t. til eldvarna- og öryggismála. Helstu athugasemdir varða flóttaleiðir, vatnsleka, brunahólfun, rafmagnsmál og leiðir til reyklosunar,“ segir Þórdís. Engin ákvörðun hefur verið tekin um næstu skref í málinu og framtíð húsanna. Byggðarráð Borgarbyggðar mun í næstu viku ræða málið á fundi sínum og ákvörðun verður þá tekin um næstu skref.
Borgarbyggð Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Sjá meira