„Ég bý svo vel að því að eiga mjög lausgirta vini“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 12. febrúar 2021 13:30 Rithöfundurinn og Twitterdrottningin Kamilla Einarsdóttir í hipspurslausu viðtali við Makamál um hvað hrífur og hendir frá. „Frá og með næstu mánaðarmótum byrja ég á listamannalaunum og ég hef sagt öllum vinum mínum að þá ætli ég að fara að ganga um með barðastóra hatta, í síðkjólum og lykta öll svakalega mikið af Patchouli,“ segir Kamilla Einarsdóttir rithöfundur í viðtali við Makamál. „Vinir mínir eru samt sannfærðir um að ég muni þá sennilega ekki gera neitt annað allan tímann en að vera í þvældum þungarokksbolum og horfa endalaust á fjórðu seríuna af The Simpsons. Ég vona nú að sitt lítið af hvoru tveggja nái að verða að veruleika.“ Nýja árið leggst vel í Kamillu sem þessa dagana er að vinna í því að skrifa nýja bók. Kamilla segist spennt fyrir nýju ári og eyðir nú tíma sínum meðal annars í að skrifa nýja bók. „Ég spái samt ekkert mikið í öllu árinu í senn, reyni bara að láta hvern dag nægja sína þjáningu. Ætli það mikilvægasta á komandi ári sé ekki það að allir sem mér þykir vænt um haldi heilsu og líði vel. Mig langar að geta hjálpað þeim sem ná því ekki og geta verið til staðar. Allt annað er bara léttvægur bónus.“ Um helgina byrja aftur sýningar á leikritinu Kópavogskrónikan í Þjóðleikhúsinu sem byggt er á bók eftir Kamillu en segist hún vera mjög spennt yfir því að sjá það lifna við aftur á þjölum leikhússins. „Ilmur Kristjánsdóttir leikur aðalhlutverkið og Silja Hauksdóttir leikstýrir verkinu. Þær eru svo fyndnar og kúl að allt sem þær gera verður æði. Að taka þátt í því og að fá að kynnast fólkinu upp í leikhúsi, miðasölufólkinu, leikmyndahönnuðinum og hinum leikurunum í verkinu, hefur verið eitt það skemmtilegasta sem ég hef lent í.“ Hvernig hefur þér fundist að vera einhleyp í heimsfaraldrinum? Ég bý svo vel að því að eiga mjög lausgirta vini. Ég held að helmingurinn af þeim viti ekki einu sinni til hvers tölurnar á buxunum þeirra eru. Það tekur því svo sjaldan fyrir þau að girða sig svo ég hef aldrei upplifað neitt panikástand í þessum efnum. Ég hef alltaf vitað að ég gæti alltaf bara heyrt í þeim ef ég myndi skyndilega fyllast einhverri svakalegri þörf á að skreppa upp á einhvern. „En svona yfir það heila spái ég nú lítið í hjúsakaparstöðu mína. Allt svona að sofast á eitthvað er auðvitað hin ágætasta afþreying. En mér finnst mikilvægara fyrir mig að eyða orku í að búa til list og hafa gaman.“ Kamilla segir að skemmtistaða og barlokanir síðustu mánuði hafi ekki haft mikil áhrif á hennar líf en hún afturámóti fagni innilega opnun eins tiltekins staðar. En það er frábært og mikið gleðiefni að nú sé Catalina í Hamraborg loksins búin að opna aftur. Orð geta ekki lýst því hvað ég er búin að sakna þess mikið að kíkja þangað. Hér fyrir neðan deilir Kamilla því með lesendum hvað henni finnast heillandi og óheillandi persónueiginleikar í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Ástríða - Bara brennandi áhugi fyrir einhverju. Það má vera fyrir sjampóum, kombucha eða tattúum en mér finnst ekkert jafn heillandi og fólk sem hefur ástríðu fyrir einhverju. Það þarf ekkert endilega að vera fyrir einhverju sem ég hef sjálf áhuga á nú þegar. Það er jafnvel bara meira spennandi að kynnast fólki sem hefur mikinn áhuga á einhverju sem ég skil kannski ekki alveg í fyrstu. Dýragæska - Mér þykja öll dýr svo sæt og hef mjög mikinn áhuga á dýravelferð. Svo að mér finnst sá eiginleiki vera eiginlega blátt áfram nauðsynlegur hjá öðrum og mjög aðlaðandi. Tónleikar - Mér finnst rosalega gaman að fara á tónleika. Alls konar tónleika. Hip hop, djass, teknó eða rokktónleika svo að mér þætti gaman að manneskja sem ég væri með plön um að hanga mikið með hefði líka gaman að tónleikum. Skapandi - Það þarf ekki endilega að eiga við um list, þó það sé líka gaman. Það getur verið sem dæmi í matargerð, förðun eða parketlagningu. En það er bara svo gaman að vera í kringum fólk sem finnst gaman að búa eitthvað til. Það er orka sem mér líður vel í kringum. Hannes Finnsson -Ég er ekki að fara fram á einhverja hlutverkaleiki þar sem maki myndi þykjast vera þessi átjándu aldar biskup í rúminu til að gleðja mig. Ekki nema bara við einhver alveg spes tilefni. En bókin sem hann skrifaði: Mannfækkun af hallærum er bara mín uppáhalds sjálfshjálparbók svo það væri hjálplegt ef viðkomandi hefði allavega þolinmæði fyrir því að ég er alveg með hann á heilanum. OFF Dónaskapur við fólk í þjónustustörfum - Ég vil ekki einu sinni eiga lauslega kunningja eða vini sem eru dónalegir við afgreiðslufólk á kaffihúsum, bensínstöðvum, bókabúðum eða eitthvað þannig. Svo að það myndi aldrei nokkurn tímann neitt ganga á milli mín og einhverrar manneskju sem þætti í lagi að vera með leiðindi við fólk í þannig stöðu. Mér finnst þannig fólk ógeðslegt. Snobb - Að eltast endalaust við allt það dýrasta og fínasta. Fínasta armbandsúrið með skífu úr demöntum og smarögðum lætur tímann ekki líða neitt hraðar þegar við bíðum eftir því að örbylgjuofninn klárist. Halda með Manchester United - Tvær af mínum bestu vinkonum, Anna Hafþórs og Júlía Margrét halda með því liði og ég elska þær mjög mikið. En það þýðir að ég er alltaf eina Liverpool manneskjan þegar við förum að horfa á leiki. Ef ég myndi fá mér maka þyrfti viðkomandi ekkert endilega að halda með sama liði og ég, hann mætti halda með Arsenal eða þess vegna Luton. Bara ekki Man U. Ég hef ekki pláss fyrir fleiri slíkar manneskjur í líf mitt. Dómharka/óbilgirni - Við erum öll breysk og gerum mistök. Mér finnst ekki sexí þegar fólk sýnir ríka tilhneigingu til að vilja ekki gefa öðru fólki annan séns. Fólki sem hefur jafnvel beðist afsökunar og vill bæta ráð sitt. Víkingametall -Auðvitað fáránlegt af mér að viðurkenna þetta eftir að hafa sagt að ég kunni illa við dómhörku og óbilgirni en ég ræð bara ekki við mig. Eina sem ég get gert til að bæta upp fyrir þessa hræsni er að vera allavega hreinskilin með þetta. Ég elska að fara á metaltónleika. Ég myndi til dæmis glöð handleggsbrjóta mig til að komast á hvaða Une Misére tónleika í heimi. En ég bara skil ekki víkingametal. Æstir aðdáendur þeirrar stefnu ættu mjög illa samleið með mér í lífinu. Sko bara þeirra vegna held ég að það væri best að þannig fólk sleppti því bara að byrja með mér. Það myndi bara enda í gráti og gnístran tanna og einhverjum vandræðalegum formælingum á heimatilbúinni norsku. Lífið er of stutt til að nokkur jafni sig á slíkri martröð. Kamilla er þekkt fyrir að vera mjög hnyttinn penni og er hún meðal annars mjög virk á samfélagsmiðlinum Twitter. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Kamillu hér. Kamilla er einnig frekar þekkt innan Twitter heimsins þar sem hún þykir einstaklega hnyttin og skemmtilegur penni. Hægt er að nálgast Twitter prófílinn hennar hér. Bone-orðin 10 Ástin og lífið Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Er kynlíf vandamál í sambandinu þínu? Nánd, innileiki og kynlíf eru oftast eitt af mikilvægustu þáttum í ástarsamböndum. Allir þessir þættir eru að einhverju leyti háðir hverjum öðrum. Á meðan margir upplifa meiri nánd í sambandinu þegar kynlífið er í lagi geta aðrir snúið þessu við og sagt að til að kynlífið sé í lagi þurfi meiri innileika í sambandið. 12. febrúar 2021 08:01 „Við erum svo mikið Covid-kærustupar“ Íris Hauksdóttir hefur starfað við fjölmiðla síðastliðinn áratug, lengst af hjá útgáfufyrirtækinu Birtingi en nú síðast Frjálsri fjölmiðlun. Hún fann ástina í faðmi píanóleikarans Sigurðar Helga Oddsson en fyrir á hún tvær dætur úr fyrra sambandi. 11. febrúar 2021 10:31 „Fjórðungur para skilur þegar barnið er á leikskólaaldri eða yngra“ „Konur kvarta undan skort á stuðningi og að makinn sé ekki til staðar fyrir þær, þetta leiðir af sér einmanaleika. Karlar kvarta oft undan of mörgum rifrildum og of litlu kynlífi. Það sem er áhugavert hér er að vandinn er af sama grunni, bæði eru einmana og þrá meiri nánd.“ Þetta segir Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í viðtali við Makamál. 9. febrúar 2021 20:11 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Makamál Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega? Makamál Í lögreglufylgd á stefnumót: „Um leið og ég settist inn í bílinn, kom útkall“ Makamál Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Vinir mínir eru samt sannfærðir um að ég muni þá sennilega ekki gera neitt annað allan tímann en að vera í þvældum þungarokksbolum og horfa endalaust á fjórðu seríuna af The Simpsons. Ég vona nú að sitt lítið af hvoru tveggja nái að verða að veruleika.“ Nýja árið leggst vel í Kamillu sem þessa dagana er að vinna í því að skrifa nýja bók. Kamilla segist spennt fyrir nýju ári og eyðir nú tíma sínum meðal annars í að skrifa nýja bók. „Ég spái samt ekkert mikið í öllu árinu í senn, reyni bara að láta hvern dag nægja sína þjáningu. Ætli það mikilvægasta á komandi ári sé ekki það að allir sem mér þykir vænt um haldi heilsu og líði vel. Mig langar að geta hjálpað þeim sem ná því ekki og geta verið til staðar. Allt annað er bara léttvægur bónus.“ Um helgina byrja aftur sýningar á leikritinu Kópavogskrónikan í Þjóðleikhúsinu sem byggt er á bók eftir Kamillu en segist hún vera mjög spennt yfir því að sjá það lifna við aftur á þjölum leikhússins. „Ilmur Kristjánsdóttir leikur aðalhlutverkið og Silja Hauksdóttir leikstýrir verkinu. Þær eru svo fyndnar og kúl að allt sem þær gera verður æði. Að taka þátt í því og að fá að kynnast fólkinu upp í leikhúsi, miðasölufólkinu, leikmyndahönnuðinum og hinum leikurunum í verkinu, hefur verið eitt það skemmtilegasta sem ég hef lent í.“ Hvernig hefur þér fundist að vera einhleyp í heimsfaraldrinum? Ég bý svo vel að því að eiga mjög lausgirta vini. Ég held að helmingurinn af þeim viti ekki einu sinni til hvers tölurnar á buxunum þeirra eru. Það tekur því svo sjaldan fyrir þau að girða sig svo ég hef aldrei upplifað neitt panikástand í þessum efnum. Ég hef alltaf vitað að ég gæti alltaf bara heyrt í þeim ef ég myndi skyndilega fyllast einhverri svakalegri þörf á að skreppa upp á einhvern. „En svona yfir það heila spái ég nú lítið í hjúsakaparstöðu mína. Allt svona að sofast á eitthvað er auðvitað hin ágætasta afþreying. En mér finnst mikilvægara fyrir mig að eyða orku í að búa til list og hafa gaman.“ Kamilla segir að skemmtistaða og barlokanir síðustu mánuði hafi ekki haft mikil áhrif á hennar líf en hún afturámóti fagni innilega opnun eins tiltekins staðar. En það er frábært og mikið gleðiefni að nú sé Catalina í Hamraborg loksins búin að opna aftur. Orð geta ekki lýst því hvað ég er búin að sakna þess mikið að kíkja þangað. Hér fyrir neðan deilir Kamilla því með lesendum hvað henni finnast heillandi og óheillandi persónueiginleikar í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Ástríða - Bara brennandi áhugi fyrir einhverju. Það má vera fyrir sjampóum, kombucha eða tattúum en mér finnst ekkert jafn heillandi og fólk sem hefur ástríðu fyrir einhverju. Það þarf ekkert endilega að vera fyrir einhverju sem ég hef sjálf áhuga á nú þegar. Það er jafnvel bara meira spennandi að kynnast fólki sem hefur mikinn áhuga á einhverju sem ég skil kannski ekki alveg í fyrstu. Dýragæska - Mér þykja öll dýr svo sæt og hef mjög mikinn áhuga á dýravelferð. Svo að mér finnst sá eiginleiki vera eiginlega blátt áfram nauðsynlegur hjá öðrum og mjög aðlaðandi. Tónleikar - Mér finnst rosalega gaman að fara á tónleika. Alls konar tónleika. Hip hop, djass, teknó eða rokktónleika svo að mér þætti gaman að manneskja sem ég væri með plön um að hanga mikið með hefði líka gaman að tónleikum. Skapandi - Það þarf ekki endilega að eiga við um list, þó það sé líka gaman. Það getur verið sem dæmi í matargerð, förðun eða parketlagningu. En það er bara svo gaman að vera í kringum fólk sem finnst gaman að búa eitthvað til. Það er orka sem mér líður vel í kringum. Hannes Finnsson -Ég er ekki að fara fram á einhverja hlutverkaleiki þar sem maki myndi þykjast vera þessi átjándu aldar biskup í rúminu til að gleðja mig. Ekki nema bara við einhver alveg spes tilefni. En bókin sem hann skrifaði: Mannfækkun af hallærum er bara mín uppáhalds sjálfshjálparbók svo það væri hjálplegt ef viðkomandi hefði allavega þolinmæði fyrir því að ég er alveg með hann á heilanum. OFF Dónaskapur við fólk í þjónustustörfum - Ég vil ekki einu sinni eiga lauslega kunningja eða vini sem eru dónalegir við afgreiðslufólk á kaffihúsum, bensínstöðvum, bókabúðum eða eitthvað þannig. Svo að það myndi aldrei nokkurn tímann neitt ganga á milli mín og einhverrar manneskju sem þætti í lagi að vera með leiðindi við fólk í þannig stöðu. Mér finnst þannig fólk ógeðslegt. Snobb - Að eltast endalaust við allt það dýrasta og fínasta. Fínasta armbandsúrið með skífu úr demöntum og smarögðum lætur tímann ekki líða neitt hraðar þegar við bíðum eftir því að örbylgjuofninn klárist. Halda með Manchester United - Tvær af mínum bestu vinkonum, Anna Hafþórs og Júlía Margrét halda með því liði og ég elska þær mjög mikið. En það þýðir að ég er alltaf eina Liverpool manneskjan þegar við förum að horfa á leiki. Ef ég myndi fá mér maka þyrfti viðkomandi ekkert endilega að halda með sama liði og ég, hann mætti halda með Arsenal eða þess vegna Luton. Bara ekki Man U. Ég hef ekki pláss fyrir fleiri slíkar manneskjur í líf mitt. Dómharka/óbilgirni - Við erum öll breysk og gerum mistök. Mér finnst ekki sexí þegar fólk sýnir ríka tilhneigingu til að vilja ekki gefa öðru fólki annan séns. Fólki sem hefur jafnvel beðist afsökunar og vill bæta ráð sitt. Víkingametall -Auðvitað fáránlegt af mér að viðurkenna þetta eftir að hafa sagt að ég kunni illa við dómhörku og óbilgirni en ég ræð bara ekki við mig. Eina sem ég get gert til að bæta upp fyrir þessa hræsni er að vera allavega hreinskilin með þetta. Ég elska að fara á metaltónleika. Ég myndi til dæmis glöð handleggsbrjóta mig til að komast á hvaða Une Misére tónleika í heimi. En ég bara skil ekki víkingametal. Æstir aðdáendur þeirrar stefnu ættu mjög illa samleið með mér í lífinu. Sko bara þeirra vegna held ég að það væri best að þannig fólk sleppti því bara að byrja með mér. Það myndi bara enda í gráti og gnístran tanna og einhverjum vandræðalegum formælingum á heimatilbúinni norsku. Lífið er of stutt til að nokkur jafni sig á slíkri martröð. Kamilla er þekkt fyrir að vera mjög hnyttinn penni og er hún meðal annars mjög virk á samfélagsmiðlinum Twitter. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Kamillu hér. Kamilla er einnig frekar þekkt innan Twitter heimsins þar sem hún þykir einstaklega hnyttin og skemmtilegur penni. Hægt er að nálgast Twitter prófílinn hennar hér.
Bone-orðin 10 Ástin og lífið Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Er kynlíf vandamál í sambandinu þínu? Nánd, innileiki og kynlíf eru oftast eitt af mikilvægustu þáttum í ástarsamböndum. Allir þessir þættir eru að einhverju leyti háðir hverjum öðrum. Á meðan margir upplifa meiri nánd í sambandinu þegar kynlífið er í lagi geta aðrir snúið þessu við og sagt að til að kynlífið sé í lagi þurfi meiri innileika í sambandið. 12. febrúar 2021 08:01 „Við erum svo mikið Covid-kærustupar“ Íris Hauksdóttir hefur starfað við fjölmiðla síðastliðinn áratug, lengst af hjá útgáfufyrirtækinu Birtingi en nú síðast Frjálsri fjölmiðlun. Hún fann ástina í faðmi píanóleikarans Sigurðar Helga Oddsson en fyrir á hún tvær dætur úr fyrra sambandi. 11. febrúar 2021 10:31 „Fjórðungur para skilur þegar barnið er á leikskólaaldri eða yngra“ „Konur kvarta undan skort á stuðningi og að makinn sé ekki til staðar fyrir þær, þetta leiðir af sér einmanaleika. Karlar kvarta oft undan of mörgum rifrildum og of litlu kynlífi. Það sem er áhugavert hér er að vandinn er af sama grunni, bæði eru einmana og þrá meiri nánd.“ Þetta segir Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í viðtali við Makamál. 9. febrúar 2021 20:11 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Makamál Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega? Makamál Í lögreglufylgd á stefnumót: „Um leið og ég settist inn í bílinn, kom útkall“ Makamál Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Spurning vikunnar: Er kynlíf vandamál í sambandinu þínu? Nánd, innileiki og kynlíf eru oftast eitt af mikilvægustu þáttum í ástarsamböndum. Allir þessir þættir eru að einhverju leyti háðir hverjum öðrum. Á meðan margir upplifa meiri nánd í sambandinu þegar kynlífið er í lagi geta aðrir snúið þessu við og sagt að til að kynlífið sé í lagi þurfi meiri innileika í sambandið. 12. febrúar 2021 08:01
„Við erum svo mikið Covid-kærustupar“ Íris Hauksdóttir hefur starfað við fjölmiðla síðastliðinn áratug, lengst af hjá útgáfufyrirtækinu Birtingi en nú síðast Frjálsri fjölmiðlun. Hún fann ástina í faðmi píanóleikarans Sigurðar Helga Oddsson en fyrir á hún tvær dætur úr fyrra sambandi. 11. febrúar 2021 10:31
„Fjórðungur para skilur þegar barnið er á leikskólaaldri eða yngra“ „Konur kvarta undan skort á stuðningi og að makinn sé ekki til staðar fyrir þær, þetta leiðir af sér einmanaleika. Karlar kvarta oft undan of mörgum rifrildum og of litlu kynlífi. Það sem er áhugavert hér er að vandinn er af sama grunni, bæði eru einmana og þrá meiri nánd.“ Þetta segir Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í viðtali við Makamál. 9. febrúar 2021 20:11