Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga vinkonu fyrrverandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2021 16:08 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Egill Landsréttur hefur staðfest tveggja og hálfs árs dóm yfir karlmanni fyrir að nauðga vinkonu sinni í janúar fyrir þremur árum. Var karlmaðurinn dæmdur fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði án samþykkis við konuna. Konan hafði verið á þorrablóti með vinkonu sinni og fyrrverandi sambýlismanni hennar. Fór hún heim með þeim að loknu þorrablóti þar sem meira var drukkið og sofnuðu svo allir í sófanum. Konan vaknaði svo ein á sófanum morguninn eftir í uppnámi með minningar af nauðgun. Vinkonan og fyrrverandi kærasti hafi verið komin inn í svefnherbergi. Sjálf fékk hún vinkonu sína til að skutla sér á neyðarmóttöku. Næstu daga greindi hún sínum nánustu frá atburðum og lagði svo fram kæru tveimur mánuðum síðar. Viðurkenndi að hafa klætt hana úr sokkabuxum Í niðurstöðu héraðsdóms var fallist á að frásögn konunnar þess efnis að karlmaðurinn hefði klætt hana úr sokkabuxum og nærfötum. Svo hefði hann haft við hana samræði þar sem hún svaf í sófa í stofu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Þá var karlmaðurinn dæmdur til að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Konan og karlinn komu aftur fyrir dóm í Landsrétti og gáfu viðbótarskýrslur. Þar sagðist karlmaðurinn engu hafa við framburð sinn í hérað að bæta. Taldi hann konuna líkt og hann sjálfan hafa verið í slæmu ástandi. Fyrir utan sameiginlega minningu þeirra um að hann hafi gyrt niður um hana sokkabuxurnar kvaðst hann telja að framburður hennar um það sem síðar eigi að hafa átt sér stað væri tilbúningur. Loks kvaðst hann ekki hafa á því skýringar hvers vegna konan yfirgaf íbúðina í uppnámi og grátandi um morguninn. Konan lýsti líðan sinni eftir að atvik málsins áttu sér stað. Hún hefði útskrifast úr háskóla á réttum tíma og með góðar einkunnir þrátt fyrir þau neikvæðu áhrif sem atvik málsins hefðu haft á líf hennar. Hún sagðist fyrst hafa lýst atvikum með nákvæmum hætti þegar hún ræddi við réttargæslumann sinn og gaf skýrslu hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá sagðist hún bæði hafa verið drukkin og í mjög miklu áfalli þegar vinkona hennar ók henni á neyðarmóttöku og lítið muna eftir samtali þeirra á leiðinni. Því væri ekki óeðlilegt að vinkonan hefði ekki skilið frásögn hennar með réttum hætti. Tvö greinileg minningarbrot Í niðurstöðu Landsréttar segir að konan hafi borið um tvö greinilega minningarbrot eftir að hún sofnaði umrædda nótt. Annars vegar að hún rumskaði við að karlmaðurinn var að klæða hana úr að neðan og hins vegar að hann var að hafa við hana samfarir. Lýsingar hennar hefðu verið skýrar og afgerandi. Ekki yrði ráðið að hún hefði gefið sér að karlmaðurinn hefði átt við hana samræði né mætti ætla að hún væri haldin ranghugmyndum um atvik. Þá hefði hún gefið trúverðugar skýringar á því að tveir mánuðir liðu frá atvikum og þar til hún lagði fram kæru í málinu. Féllst Landsréttur á niðurstöðu í héraði og dæmdi karlmanninn í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Konan hafði verið á þorrablóti með vinkonu sinni og fyrrverandi sambýlismanni hennar. Fór hún heim með þeim að loknu þorrablóti þar sem meira var drukkið og sofnuðu svo allir í sófanum. Konan vaknaði svo ein á sófanum morguninn eftir í uppnámi með minningar af nauðgun. Vinkonan og fyrrverandi kærasti hafi verið komin inn í svefnherbergi. Sjálf fékk hún vinkonu sína til að skutla sér á neyðarmóttöku. Næstu daga greindi hún sínum nánustu frá atburðum og lagði svo fram kæru tveimur mánuðum síðar. Viðurkenndi að hafa klætt hana úr sokkabuxum Í niðurstöðu héraðsdóms var fallist á að frásögn konunnar þess efnis að karlmaðurinn hefði klætt hana úr sokkabuxum og nærfötum. Svo hefði hann haft við hana samræði þar sem hún svaf í sófa í stofu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Þá var karlmaðurinn dæmdur til að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Konan og karlinn komu aftur fyrir dóm í Landsrétti og gáfu viðbótarskýrslur. Þar sagðist karlmaðurinn engu hafa við framburð sinn í hérað að bæta. Taldi hann konuna líkt og hann sjálfan hafa verið í slæmu ástandi. Fyrir utan sameiginlega minningu þeirra um að hann hafi gyrt niður um hana sokkabuxurnar kvaðst hann telja að framburður hennar um það sem síðar eigi að hafa átt sér stað væri tilbúningur. Loks kvaðst hann ekki hafa á því skýringar hvers vegna konan yfirgaf íbúðina í uppnámi og grátandi um morguninn. Konan lýsti líðan sinni eftir að atvik málsins áttu sér stað. Hún hefði útskrifast úr háskóla á réttum tíma og með góðar einkunnir þrátt fyrir þau neikvæðu áhrif sem atvik málsins hefðu haft á líf hennar. Hún sagðist fyrst hafa lýst atvikum með nákvæmum hætti þegar hún ræddi við réttargæslumann sinn og gaf skýrslu hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá sagðist hún bæði hafa verið drukkin og í mjög miklu áfalli þegar vinkona hennar ók henni á neyðarmóttöku og lítið muna eftir samtali þeirra á leiðinni. Því væri ekki óeðlilegt að vinkonan hefði ekki skilið frásögn hennar með réttum hætti. Tvö greinileg minningarbrot Í niðurstöðu Landsréttar segir að konan hafi borið um tvö greinilega minningarbrot eftir að hún sofnaði umrædda nótt. Annars vegar að hún rumskaði við að karlmaðurinn var að klæða hana úr að neðan og hins vegar að hann var að hafa við hana samfarir. Lýsingar hennar hefðu verið skýrar og afgerandi. Ekki yrði ráðið að hún hefði gefið sér að karlmaðurinn hefði átt við hana samræði né mætti ætla að hún væri haldin ranghugmyndum um atvik. Þá hefði hún gefið trúverðugar skýringar á því að tveir mánuðir liðu frá atvikum og þar til hún lagði fram kæru í málinu. Féllst Landsréttur á niðurstöðu í héraði og dæmdi karlmanninn í tveggja og hálfs árs fangelsi.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira