„Varð strax ástfangin af honum fyrsta kvöldið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2021 10:00 Unnur Eggertsdóttir opnar sig um ástina. vísir/vilhelm Leikkonan Unnur Eggertsdóttir hefur verið búsett í Los Angeles undanfarin ár að reyna fyrir sér í leiklistinni. Hún lék Sollu Stirðu í nokkur ár, tók þátt í Söngvakeppninni og þykir efnileg leik- og söngkona. Unnur hefur í raun verið föst á Íslandi í nokkra mánuði vegna heimsfaraldurs en hún ætlaði sér rétt svo að koma til landsins til að bíða af sér versta ástandið í Bandaríkjunum. Unnur hefur gengið í gegnum margt og mikið á sinni lífsleið og glímir hún í dag við áfallastreituröskun eftir röð áfalla. Eitt af þeim áföllum var þegar ölvaður ökumaður ók bifreið sinni á kærasta hennar Travis með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega. Unnur hefur verið í sambandi með Travis, sem er tónlistarmaður, í tvö ár. „Við höfum verið í fjarsambandi í nokkra mánuði út af öllu þessi ástandi. Hann kom í líf mitt fyrir tveimur árum og ég er rosalega rómantísk manneskja en aldrei einhver svona sambands manneskja,“ segir Unnur og heldur áfram. „Mér fannst rosalega gaman að vera einhleyp og sjálfstæð og það hefur alltaf þurft mikið til að ég færi að fórna því fyrir að vera í sambandi. En með Travis, ég varð strax ástfangin af honum fyrsta kvöldið. Hann er fyndinn og það skín af honum hvað hann er með gott hjarta.“ Unnur tekur það skýrt fram að samband þeirra sé eins og öll önnur og þau rífist alveg endrum og eins. „Ég hefði rosalega mikið vilja vita það áður en ég fór í mitt fyrsta fullorðins samband 26 ára að það er alveg eðlilegt að vera ósammála maka þínum og ég væri alveg til í að tala meira um það. Það á ekkert að vera ógnvekjandi að rífast við makann þinn svo lengi sem það er ekki verið að öskra og tala niður til hvors annars.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Unnur einnig um leiklistina, nýjan skóla sem hún stofnaði seint á síðasta ári, hlaðvarp sem hún heldur úti um The Bachelor þættina, tónlistina, samband sitt við Travis, framhaldið og margt fleira. Einkalífið Íslendingar erlendis Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Unnur hefur í raun verið föst á Íslandi í nokkra mánuði vegna heimsfaraldurs en hún ætlaði sér rétt svo að koma til landsins til að bíða af sér versta ástandið í Bandaríkjunum. Unnur hefur gengið í gegnum margt og mikið á sinni lífsleið og glímir hún í dag við áfallastreituröskun eftir röð áfalla. Eitt af þeim áföllum var þegar ölvaður ökumaður ók bifreið sinni á kærasta hennar Travis með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega. Unnur hefur verið í sambandi með Travis, sem er tónlistarmaður, í tvö ár. „Við höfum verið í fjarsambandi í nokkra mánuði út af öllu þessi ástandi. Hann kom í líf mitt fyrir tveimur árum og ég er rosalega rómantísk manneskja en aldrei einhver svona sambands manneskja,“ segir Unnur og heldur áfram. „Mér fannst rosalega gaman að vera einhleyp og sjálfstæð og það hefur alltaf þurft mikið til að ég færi að fórna því fyrir að vera í sambandi. En með Travis, ég varð strax ástfangin af honum fyrsta kvöldið. Hann er fyndinn og það skín af honum hvað hann er með gott hjarta.“ Unnur tekur það skýrt fram að samband þeirra sé eins og öll önnur og þau rífist alveg endrum og eins. „Ég hefði rosalega mikið vilja vita það áður en ég fór í mitt fyrsta fullorðins samband 26 ára að það er alveg eðlilegt að vera ósammála maka þínum og ég væri alveg til í að tala meira um það. Það á ekkert að vera ógnvekjandi að rífast við makann þinn svo lengi sem það er ekki verið að öskra og tala niður til hvors annars.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Unnur einnig um leiklistina, nýjan skóla sem hún stofnaði seint á síðasta ári, hlaðvarp sem hún heldur úti um The Bachelor þættina, tónlistina, samband sitt við Travis, framhaldið og margt fleira.
Einkalífið Íslendingar erlendis Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira