Þrjú smituð og öllu skellt í lás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. febrúar 2021 08:35 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, er hér fyrir miðju. Með henni á myndinni eru landlæknir Nýja-Sjálands og ráðherrar í ríkisstórn hennar. Dave Rowland/Getty Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað þriggja daga útgöngubann og harðar sóttvarnaaðgerðir í Auckland, stærstu borg landsins, eftir að þrír einstaklingar greindust þar með kórónuveiruna. Markmið stjórnvalda er að grípa til harðra aðgerða strax og smit greinast, og koma þannig í veg fyrir útbreiðslu. Um er að ræða þriggja manna fjölskyldu sem greindist með veiruna í dag. Nýja-Sjáland hefur vakið heimsathygli fyrir viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum. Rúmlega 2.300 manns hafa greinst með kórónuveiruna frá upphafi faraldursins á síðasta ári og 25 manns látið lífið af völdum Covid-19. Íbúafjöldi Nýja-Sjálands er um fimm milljónir. Meðal þeirra aðgerða sem þessi góði árangur hefur verið þakkaður eru harðar reglur á landamærunum. Nánast engum öðrum en ríkisborgurum og íbúum landsins er hleypt inn. Þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til í Auckland vegna smitanna þriggja fela í sér að íbúum borgarinnar, sem telja um 1,7 milljónir, verður gert að halda sig heima nema brýna nauðsyn beri til, svo sem ef fólk vinnur nauðsynlega vinnu eða þarf að kaupa nauðsynjavörur. Skólum og verslunum sem ekki teljast nauðsynlegar verður lokað í þá þrjá daga sem aðgerðirnar eiga að vara. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Ardern að þrír dagar ættu að vera nægur tími fyrir stjórnvöld til að afla sér upplýsinga um smitin, framkvæmda smitrakningu og komast að því hvort útbreiðsla hefði orðið. Þó hörðustu aðgerðir eigi bara við um Auckland er fólki annars staðar í landinu bent á að vera á varðbergi og reyna að gera ráðstafanir. Þannig er fólki sem getur unnið heima bent á að gera það. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Markmið stjórnvalda er að grípa til harðra aðgerða strax og smit greinast, og koma þannig í veg fyrir útbreiðslu. Um er að ræða þriggja manna fjölskyldu sem greindist með veiruna í dag. Nýja-Sjáland hefur vakið heimsathygli fyrir viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum. Rúmlega 2.300 manns hafa greinst með kórónuveiruna frá upphafi faraldursins á síðasta ári og 25 manns látið lífið af völdum Covid-19. Íbúafjöldi Nýja-Sjálands er um fimm milljónir. Meðal þeirra aðgerða sem þessi góði árangur hefur verið þakkaður eru harðar reglur á landamærunum. Nánast engum öðrum en ríkisborgurum og íbúum landsins er hleypt inn. Þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til í Auckland vegna smitanna þriggja fela í sér að íbúum borgarinnar, sem telja um 1,7 milljónir, verður gert að halda sig heima nema brýna nauðsyn beri til, svo sem ef fólk vinnur nauðsynlega vinnu eða þarf að kaupa nauðsynjavörur. Skólum og verslunum sem ekki teljast nauðsynlegar verður lokað í þá þrjá daga sem aðgerðirnar eiga að vara. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Ardern að þrír dagar ættu að vera nægur tími fyrir stjórnvöld til að afla sér upplýsinga um smitin, framkvæmda smitrakningu og komast að því hvort útbreiðsla hefði orðið. Þó hörðustu aðgerðir eigi bara við um Auckland er fólki annars staðar í landinu bent á að vera á varðbergi og reyna að gera ráðstafanir. Þannig er fólki sem getur unnið heima bent á að gera það.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira