Ekkert frést af flóðum á Seyðisfirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 15. febrúar 2021 06:45 Fyrr í vetur féllu aurskriður á Seyðisfirði en nú voru þrjú hús í bænum rýmd vegna snjóflóðahættu. Vísir/Arnar Ekkert hefur frést af því að snjóflóð hafi fallið á Seyðisfirði í nótt að sögn ofanflóðafræðings hjá Veðurstofu Íslands. Veðurstofan ákvað í gærkvöld að að rýma skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tók gildi klukkan níu í gærkvöldi og nær til reita 4 og 6 á Seyðisfirði undi Strandartindi yst í sunnanverðum firðinum, vegna hættu á votum snjóflóðum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hætti að rigna á svæðinu á milli klukkan fimm og sex í morgun og gerir veðurspáin ráð fyrir að það verði að mestu þurrt í bænum í dag. Veðurstofan mun þó áfram fylgjast grannt með gangi mála og verða aðstæður metnar í birtingu. Varðskipið Þór, sem var á Reyðarfirði í gær, var sent yfir til Seyðisfjarðar til öryggis og er skipið nú þar í höfn. Meira en 100 mm af úrkomu víða síðasta sólarhringinn Gríðarlega mikil rigning hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum síðasta sólarhringinn. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er farið yfir það hvar úrkoman hefur mælst mest: „Á Suðausturlandi mældist mesta úrkoman á Kvískerjum, eða rétt rúmir 100 mm síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli. Á Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri var einnig drjúg rigning, eða um 47 mm á hvorum stað. Nú þegar þetta er skrifað er hætt að rigna á Suðausturlandi, en búast má við skúradembum þar í dag. Á Austfjörðum rigndi enn meira en á Suðausturlandi. Mest mældist 133 mm síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli í Bakkagerði (á Borgarfirði Eystra). Á Eskifirði og Neskaupstað mældist álíka mikil rigning, eða um 110 mm á hvorum stað. Á Fáskrúðsfirði hafa síðan mælst 100 mm síðasta sólarhring. Á Seyðisfirði mældust 66 mm á mælistöðinni inni í bænum, en til samanburðar má geta þess að í rigningunum miklu í desember sl. mældust þar mest 163 mm á einum sólarhring. Nú hefur stytt upp að mestu á Austfjörðum, en búast má við skúrum þar í dag, þá einkum á sunnanverðum fjörðunum í sunnanáttinni,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Sunnan 8-15 m/s í dag og skúrir, en bjartviðri norðan- og norðaustanlands. Hiti 2 til 7 stig.Austlæg átt 5-13 á morgun og rigning með köflum, en hægari þurrt að kalla norðan- og vestanlands fram á kvöld. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Austlæg átt 5-13 m/s og rigning með köflum, en þurrt að kalla norðan- og vestanlands fram undir kvöld. Hiti 2 til 7 stig. Á miðvikudag: Fremur hæg breytileg átt og víða rigning eða slydda. Sunnan og suðvestan 5-13 seinnipartinn og styttir upp á Norður- og Austurlandi. Hiti 1 til 6 stig. Á fimmtudag: Breytileg átt 3-10 og víða líkur á slyddu eða snjókomu, en rigning með austurströndinni. Úrkomulítið um kvöldið. Hiti um og yfir frostmarki. Á föstudag: Gengur í norðaustan 5-10, en 10-15 með suðausturströndinni. Víða þurrt og bjart veður, en rigning eða snjókoma á austanverðu landinu síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust austast. Múlaþing Veður Almannavarnir Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Veðurstofan ákvað í gærkvöld að að rýma skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tók gildi klukkan níu í gærkvöldi og nær til reita 4 og 6 á Seyðisfirði undi Strandartindi yst í sunnanverðum firðinum, vegna hættu á votum snjóflóðum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hætti að rigna á svæðinu á milli klukkan fimm og sex í morgun og gerir veðurspáin ráð fyrir að það verði að mestu þurrt í bænum í dag. Veðurstofan mun þó áfram fylgjast grannt með gangi mála og verða aðstæður metnar í birtingu. Varðskipið Þór, sem var á Reyðarfirði í gær, var sent yfir til Seyðisfjarðar til öryggis og er skipið nú þar í höfn. Meira en 100 mm af úrkomu víða síðasta sólarhringinn Gríðarlega mikil rigning hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum síðasta sólarhringinn. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er farið yfir það hvar úrkoman hefur mælst mest: „Á Suðausturlandi mældist mesta úrkoman á Kvískerjum, eða rétt rúmir 100 mm síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli. Á Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri var einnig drjúg rigning, eða um 47 mm á hvorum stað. Nú þegar þetta er skrifað er hætt að rigna á Suðausturlandi, en búast má við skúradembum þar í dag. Á Austfjörðum rigndi enn meira en á Suðausturlandi. Mest mældist 133 mm síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli í Bakkagerði (á Borgarfirði Eystra). Á Eskifirði og Neskaupstað mældist álíka mikil rigning, eða um 110 mm á hvorum stað. Á Fáskrúðsfirði hafa síðan mælst 100 mm síðasta sólarhring. Á Seyðisfirði mældust 66 mm á mælistöðinni inni í bænum, en til samanburðar má geta þess að í rigningunum miklu í desember sl. mældust þar mest 163 mm á einum sólarhring. Nú hefur stytt upp að mestu á Austfjörðum, en búast má við skúrum þar í dag, þá einkum á sunnanverðum fjörðunum í sunnanáttinni,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Sunnan 8-15 m/s í dag og skúrir, en bjartviðri norðan- og norðaustanlands. Hiti 2 til 7 stig.Austlæg átt 5-13 á morgun og rigning með köflum, en hægari þurrt að kalla norðan- og vestanlands fram á kvöld. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Austlæg átt 5-13 m/s og rigning með köflum, en þurrt að kalla norðan- og vestanlands fram undir kvöld. Hiti 2 til 7 stig. Á miðvikudag: Fremur hæg breytileg átt og víða rigning eða slydda. Sunnan og suðvestan 5-13 seinnipartinn og styttir upp á Norður- og Austurlandi. Hiti 1 til 6 stig. Á fimmtudag: Breytileg átt 3-10 og víða líkur á slyddu eða snjókomu, en rigning með austurströndinni. Úrkomulítið um kvöldið. Hiti um og yfir frostmarki. Á föstudag: Gengur í norðaustan 5-10, en 10-15 með suðausturströndinni. Víða þurrt og bjart veður, en rigning eða snjókoma á austanverðu landinu síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust austast.
Múlaþing Veður Almannavarnir Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira