Gerði helling fyrir Dag að enda fyrir ofan Ísland á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2021 11:00 Næsta verkefni Dags með japanska landsliðið eru Ólympíuleikarnir á heimavelli. epa/Anne-Christine Poujoulat Dagur Sigurðsson er ánægður með árangur Japans á HM 2021 í Egyptalandi og segir að það hafi verið sætt að enda fyrir ofan Ísland á mótinu. Japanir lentu í 19. sæti á HM, einu sæti ofar en Íslendingar. Japan gerði meðal annars jafntefli við sterkt lið Króatíu í fyrsta leik sínum á mótinu. Í viðtali við RÚV kvaðst Dagur afar sáttur með frammistöðu japanska liðsins á HM. „Mér fannst það ganga frábærlega. Ég var rosalega ánægður með liðið. Ég var svo ánægður með að það var enginn slakur leikur. Það gerði mig hvað stoltastan. Við fengum aldrei neinn skell og vorum inni í öllum leikjum og svo náðum við frábærum úrslitum, það er alltaf rosa gaman.“ Dagur segist ekki hafa náð að fylgjast mikið með íslenska liðinu á HM en segir að það hafi glatt sig að enda fyrir ofan það á mótinu. „Það gerði helling fyrir mig. Það var „ákveðið“ kikk að enda fyrir ofan Ísland á stórmóti með japanska liðið, ég verð að viðurkenna það. Ég kom inn í klefa eftir leikinn og fattaði það að þetta lyfti okkur upp fyrir Íslendingana,“ sagði Dagur sem er nú staddur hér á landi eftir langa dvöl í Japan og svo í Egyptalandi. Ótrúlega flókið að halda Ólympíuleikana Framundan eru Ólympíuleikar í Tókýó í sumar. Þeir áttu að fara fram síðasta sumar en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Dagur telur að Ólympíuleikarnir verði haldnir í sumar þótt það verði langt því frá einfalt að halda þetta risastóra íþróttamót á tímum heimsfaraldurs. „Ég hef trú á því. Ég hafði það ekki í fyrra en ég hef trú á því núna að það verði reynt að búa til þessa búblu, þó þetta sé miklu flóknara en eitt svona mót. Það eru ótrúlega margar byggingar sem eru teknar undir Ólympíuleikana. Þetta er ekki bara stóri völlurinn og ein höll, það eru mörg hunduð byggingar sem eru notaðar í kringum Ólympíuleikana,“ sagði Dagur. „Þetta er gríðarlega flókið og svo er fjarlægðin frá Ameríku og Evrópu risastórt vandamál, það er að segja tímamismunur. Liðin þurfa væntanlega að koma svona viku fyrir mót til þess að jafna sig á tímamismun. Hvar ætlarðu að hafa liðin þá? Það er ekki pláss inn í þorpinu fyrir alla á sama tíma. Liðin geta ekki verið mikið lengur en þau eru. Það eru ótrúleg flækjustig en ég samt er mín tilfinning að mótið verði.“ Dagur tók við japanska landsliðinu 2017 eftir að hafa náð frábærum árangri með Þýskaland sem hann gerði meðal annars að heimsmeisturum 2016. Dagur lék í Japan á árunum 2000-03 og þekkir því vel til í landinu. HM 2021 í handbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Japanir lentu í 19. sæti á HM, einu sæti ofar en Íslendingar. Japan gerði meðal annars jafntefli við sterkt lið Króatíu í fyrsta leik sínum á mótinu. Í viðtali við RÚV kvaðst Dagur afar sáttur með frammistöðu japanska liðsins á HM. „Mér fannst það ganga frábærlega. Ég var rosalega ánægður með liðið. Ég var svo ánægður með að það var enginn slakur leikur. Það gerði mig hvað stoltastan. Við fengum aldrei neinn skell og vorum inni í öllum leikjum og svo náðum við frábærum úrslitum, það er alltaf rosa gaman.“ Dagur segist ekki hafa náð að fylgjast mikið með íslenska liðinu á HM en segir að það hafi glatt sig að enda fyrir ofan það á mótinu. „Það gerði helling fyrir mig. Það var „ákveðið“ kikk að enda fyrir ofan Ísland á stórmóti með japanska liðið, ég verð að viðurkenna það. Ég kom inn í klefa eftir leikinn og fattaði það að þetta lyfti okkur upp fyrir Íslendingana,“ sagði Dagur sem er nú staddur hér á landi eftir langa dvöl í Japan og svo í Egyptalandi. Ótrúlega flókið að halda Ólympíuleikana Framundan eru Ólympíuleikar í Tókýó í sumar. Þeir áttu að fara fram síðasta sumar en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Dagur telur að Ólympíuleikarnir verði haldnir í sumar þótt það verði langt því frá einfalt að halda þetta risastóra íþróttamót á tímum heimsfaraldurs. „Ég hef trú á því. Ég hafði það ekki í fyrra en ég hef trú á því núna að það verði reynt að búa til þessa búblu, þó þetta sé miklu flóknara en eitt svona mót. Það eru ótrúlega margar byggingar sem eru teknar undir Ólympíuleikana. Þetta er ekki bara stóri völlurinn og ein höll, það eru mörg hunduð byggingar sem eru notaðar í kringum Ólympíuleikana,“ sagði Dagur. „Þetta er gríðarlega flókið og svo er fjarlægðin frá Ameríku og Evrópu risastórt vandamál, það er að segja tímamismunur. Liðin þurfa væntanlega að koma svona viku fyrir mót til þess að jafna sig á tímamismun. Hvar ætlarðu að hafa liðin þá? Það er ekki pláss inn í þorpinu fyrir alla á sama tíma. Liðin geta ekki verið mikið lengur en þau eru. Það eru ótrúleg flækjustig en ég samt er mín tilfinning að mótið verði.“ Dagur tók við japanska landsliðinu 2017 eftir að hafa náð frábærum árangri með Þýskaland sem hann gerði meðal annars að heimsmeisturum 2016. Dagur lék í Japan á árunum 2000-03 og þekkir því vel til í landinu.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira