Lífið

Nýja barnið gæti fræðilega orðið forseti Bandaríkjanna og konungur eða drottning

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hertogahjónin eiga von á öðru barni en fyrir eiga þau soninn Archie.
Hertogahjónin eiga von á öðru barni en fyrir eiga þau soninn Archie.

Alastair Bruce, sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna fyrir Sky News, hefur velt þeim möguleika upp að annað barn Harry og Meghan, hertogahjónanna af Sussex, gæti fræðilega orðið bæði forseti Bandaríkjanna og konungur eða drottning breska samveldisins.

Þar sem Harry og Meghan fluttust búferlum til Kaliforníu í fyrra, gerir Bruce úr því skóna að líklega muni barnið fæðast í Bandaríkjunum, sem gerir það að bandarískum ríkisborgara.

Á sama tíma verður barnið áttunda í erfðaröð bresku krúnunnar.

Þá eru fordæmi fyrir því að „útlendingur“ taki við völdum að öðrum látnum en árið 1714, þegar Anna drottning lést án erfingja, varð kjörfurstinn af Hanover Georg I.

Þegar Harry og Meghan ákváðu að segja sig frá formlegum skyldum sínum innan konungsfjölskyldunnar ákváðu þau einnig að nota ekki þá titla sem þau eiga tilkall til. Þá hafa þau einnig ákveðið að sonur þeirra, Archie, sé einfaldlega kallaður Archie.

Annað barn þeirra væri undir venjulegum kringumstæðum ávarpað Lord eða Lady.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×