Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 16. febrúar 2021 12:23 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, á von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um frekar tilslakanir innanlands. Vísir/Vilhelm Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. „Ég hef talað við sóttvarnalækni um það að næstu skref hljóti að koma bráðlega í tilslökunum innanlands og þær aðgerðir verða þá þær sem við búumst helst við, sem snýst um hámarksfjölda og tiltekna starfsemi og svo framvegis, eins og við höfum áður séð,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hvenær viljið þið að það komi til framkvæmda? „Ég geri ráð fyrir því að mér muni berast minnisblað frá sóttvarnalækni núna á allra næstu dögum þannig að ég geri ráð fyrir því að fjölmiðlar muni fá veður af því fyrr en seinna,“ sagði Svandís sem svaraði því játandi hvort þetta gæti orðið í næstu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir tíma til kominn að fara í frekari afléttingar hér innanlands. Í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund sagði hún aðalmálið ekki vera hvort hér væri grímuskylda eða ekki heldur að frekar væri verið að opna á ákveðna starfsemi og gera fólki kleift að afla sér tekna. „Og að almenningur finni að hann er búinn að standa sig vel og njóti góðs af því að hér hefur ekki verið samfélagssmit í 25 daga. Þær reglur sem eru í gildi núna, mér finnst kominn tími til að ræða frekari tilslakanir í þeim efnum, já,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún benti til að mynda á að það myndi breyta miklu ef fjöldatakmörk yrðu hækkuð úr tuttugu manns. „Það myndi rýmka fyrir ýmis konar rekstur. Við erum hérna með skíðastarfsemi, fjöll, sem eru á 25% afköstum, upp í fjalli með grímu sem ég held að væri alveg óhætt að opna frekar á. Opnunartími á veitingastöðum, sem ég veit ekkert hvort er til umræðu eða ekki, það er auðvitað töluverð hindrun fyrir þá atvinnustarfsemi og þar fram eftir götunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
„Ég hef talað við sóttvarnalækni um það að næstu skref hljóti að koma bráðlega í tilslökunum innanlands og þær aðgerðir verða þá þær sem við búumst helst við, sem snýst um hámarksfjölda og tiltekna starfsemi og svo framvegis, eins og við höfum áður séð,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hvenær viljið þið að það komi til framkvæmda? „Ég geri ráð fyrir því að mér muni berast minnisblað frá sóttvarnalækni núna á allra næstu dögum þannig að ég geri ráð fyrir því að fjölmiðlar muni fá veður af því fyrr en seinna,“ sagði Svandís sem svaraði því játandi hvort þetta gæti orðið í næstu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir tíma til kominn að fara í frekari afléttingar hér innanlands. Í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund sagði hún aðalmálið ekki vera hvort hér væri grímuskylda eða ekki heldur að frekar væri verið að opna á ákveðna starfsemi og gera fólki kleift að afla sér tekna. „Og að almenningur finni að hann er búinn að standa sig vel og njóti góðs af því að hér hefur ekki verið samfélagssmit í 25 daga. Þær reglur sem eru í gildi núna, mér finnst kominn tími til að ræða frekari tilslakanir í þeim efnum, já,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún benti til að mynda á að það myndi breyta miklu ef fjöldatakmörk yrðu hækkuð úr tuttugu manns. „Það myndi rýmka fyrir ýmis konar rekstur. Við erum hérna með skíðastarfsemi, fjöll, sem eru á 25% afköstum, upp í fjalli með grímu sem ég held að væri alveg óhætt að opna frekar á. Opnunartími á veitingastöðum, sem ég veit ekkert hvort er til umræðu eða ekki, það er auðvitað töluverð hindrun fyrir þá atvinnustarfsemi og þar fram eftir götunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira